Bókatíðindi - nov. 2025, Side 15
IB
Binna spæjari
Draugahúsið
Höf: Sally Rippen
Binna og vinir hennar hafa stofnað leynifélag. Það er
bara eitt vandamál – hvaða leynilegu ráðgátur eiga þau
eiginlega að leysa? Binna spæjari er nýr bókaflokkur
um Binnu fyrir lesendur sem eru lengra komnir.
90 bls.
Rósakot
KIL
Binna B Bjarna
Draumabrúðkaupið
Höf: Sally Rippen
Í þessari bók er Binnu boðið í brúðkaup. Hún er
búin að finna fullkomið dress og bíður spennt
eftir deginum. Hvað gerist þegar brúðkaupið er
ekki eins og hún var búin að ímynda sér?
42 bls.
Rósakot
IB
Ævintýri Freyju og Frikka
Drottningin af Galapagos
Höf: Felix Bergsson
Myndh: Kári Gunnarsson
Hér segir frá ævintýraferð systkinanna Freyju og Frikka
til Galapagoseyja með pöbbum sínum. Þar dvelja
þau um borð í bátnum Drottningunni af Galapagos
ásamt ferðalöngum frá öllum heimshornum.
Brátt fara undarlegir atburðir að gerast og ljóst er
að eitthvað gruggugt á sér stað um borð, eitthvað
sem tengist sérstöku dýralífi eyjanna.
160 bls.
Drápa
IB RAF HLB
Birtingur og símabannið mikla
Höf: Gunnar Helgason
Myndir: Elías Rúni
Foreldrar Birtings eru í uppeldisátaki og ætla að
taka af honum símann í sumar. Svo segja þau bara
glottandi að hann geti keypt sér síma sjálfur ef þetta
er svona hræðilegt (sem það er)! Birtingur safnar
dósum, selur dót og lýgur smá … og platar smá …
en svo er hann nappaður! Af bekkjarsystrum sínum,
Aldísi og Birtu … og þá fyrst fer allt í rugl!
184 bls.
Forlagið - Mál og menning
IB
Bekkurinn minn
Björgum móanum!
Höf: Yrsa Þöll Gylfadóttir
Myndh: Iðunn Arna
Björgum móanum! Fjallar um Wiktoriu og besta
leiksvæðið í bænum. Börnin frétta af því að það eigi að
byggja risastóra blokk í miðju hverfinu. Það má ekki
gerast! Þau taka höndum saman og mótmæla.
64 bls.
Bókabeitan
IB
Brandarabíllinn
Höf: Sváfnir Sigurðarson
Lífið gengur sinn vanagang í Bjarkarey í Norðanhafi.
Matti er í pössun hjá Hagbarði vitaverði og allt er
með kyrrum kjörum þar til að uppfinningakonan
Katarína Kristrós kemur í heimsókn á undarlegum bíl
sem gengur ekki fyrir eldsneyti, heldur bröndurum.
Brandarabíllinn er fyrsta bókin í sprenghlægilegum
bókaflokki eftir Sváfni Sigurðarson.
152 bls.
Salka
IB
Dagbók Kidda klaufa 19
Sull og bull
Höf: Jeff Kinney
Þýð: Helgi Jónsson
Hér er komin 19. bókin í þessum vinsælasta bókaflokki
heims. Stórfjölskyldan er öll saman í fríi. Þetta er
uppskrift að stórslysi – en uppskriftir koma einmitt hér
við sögu, því kjötbollurnar hennar ömmu eru orðnar
frægar og uppskriftin er algjört leyndarmál. Það hlýtur
að sjóða upp úr þessum kraumandi fjölskyldupotti.
224 bls.
Sögur útgáfa
IB
Dísa fer í sveitina
Höf: Oddbjörg Ragnarsdóttir
Myndh: Harpa Stefanía Róbertsdóttir
Á hverju vori fer Dísa í sveitina í sauðburð og finnst
alltaf jafn gaman. Hún kynnist dýrum og fólki og leikur
sér við dýrin. Dísa kynnist sveitalífinu og í þessari sögu
er fylgst með henni í einni slíkri ferð. Sveitalífið getur
verið alls konar, sérstaklega fyrir borgarbarnið.
31 bls.
Gudda Creative
Styðjum við lesskilning barna,
ræðum textann hvort sem við
lesum fyrir börn eða þau lesa
sjálf.
Stöldrum við og spáum fyrir um
næstu skref:
• hvar skyldi þetta nú enda?
• eftir að þetta gerðist þá
held ég að næst …
• þau gætu endað í klípu
núna vegna þess að …
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 15GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa TÍM Tímarit LKO Landakort
Barnabækur SK ÁLDVERK