Bókatíðindi - nov. 2025, Side 19
IB
Loki: Leiðarvísir fyrir prakkara –
hvernig afla skal óvina
Höf: Louie Stowell
Þýð: Solveig Sif Hreiðarsd. Myndh: Louie Stowell
Fjórða bókin í ritröðinni um Loka. Honum gengur
ekki vel að vinna í sjálfum sér og nú er svo komið
að hann þarf að leysa eftirfarandi verkefni:
1. Endurheimta vinskap Georgínu.
2. Lifa af hólmgöngu gegn hefnigjörnum
álfi sem beitir göldrum.
3. Bjarga heiminum frá illum öflum.
www.kver.is
268 bls.
Kver bókaútgáfa
IB
Lesið með Lubba
Lubbi og lömbin & Lubbi eignast vin
Höf: Eyrún Ísfold Gísladóttir og Þóra Másdóttir
Tvær fallegar og litríkar léttlestrarbækur um
Lubba eftir höfunda bókarinnar Lubbi finnur
málbein. Lubbi lendir í ævintýrum og á hverri
síðu eru hljóðin og táknrænar hreyfingar þeirra
sýnd. Þannig verður lesturinn skemmtilegur og
gagnlegur en táknrænu hreyfingarnar mynda
brú á milli málhljóða og bókstafa.
22 bls.
Forlagið - Mál og menning
IB
Litaskrímslið
Læknirinn: sérfræðingur í tilfinningum
Höf: Anna Llenas
Myndh: Anna Llenas
Þýð: Elín G. Ragnarsdóttir
Litaskrímslið er nú læknir og hjálpar öðrum að
lækna tilfinningar sínar, sérstaklega þær sem
eru orðnar svo stórar að þær valda óþægindum.
Litaskrímslið hjálpar vinkonu sinni Nínu að átta
sig á hvernig henni líður og að læra að segja nei!
Litaskrímslið hefur slegið í gegn um allan heim!
48 bls.
Drápa
SVK
Úr heimi Ísadóru Nótt
Mírabella brýtur reglurnar
Höf: Harriet Muncaster
Þýð: Ingunn Snædal
Þegar Mírabella byrjar í nornaskólanum lofar
hún að gera ekkert af sér ……En svo gengur allt á
afturfótunum í bruggtímanum og flugæfingin endar
með ósköpum. Áður en varði er Mírabella búin að
brjóta allar reglur sem hægt er að hugsa sér.
128 bls.
Drápa
IB
Lestu sögu á 10 mínútum!
Ofurhetjan
Höf: Giuditta Campello
Skemmtileg myndskreytt saga miðuð við
yngstu lesendurna. Textinn er 400-500 orð og
skilningsverkefni eru í lok sögunnar.
33 bls.
Rósakot
IB
Spiderman
Kóngulóarmaðurinn grímulaus!
Peter Parker - hin sanna dagbók
Höf: Marvel / Disney
Hvernig er að fara frá því að vera aðallúðinn í
skólanum í að vera heimsfræg ofurhetja? Lestu
um það í háleynilegri dagbók Peters Parkers sem
er stútfull af hugsunum hans, kroti, hetjumyndum
og frásögnum af stórfenglegustu bardögunum.
Hann sprangar, spaugar og - vinur þinn
Kóngulóarmaðurinn er mættur til leiks!
Edda útgáfa
IB
Leyndarmál Lindu 11
Sögur af ekki-svo vinalegum óvini
Höf: Rachel Renée Russell
Þýð: Helgi Jónsson
Linda kemst að því að hún þarf að fara í
Norðurskólann í heila viku sem skiptinemi. Sem er
hræðilegt því þar ræður óvinur hennar númer eitt,
Hildar Hermundar, ríkjum! Bækurnar um Lindu hafa
slegið í gegn og setið á metsölulistum víða um heim
um árabil. Fjörlegar teikningarnar og léttleikandi
textinn gera lesmálið aðgengilegt og skemmtilegt.
256 bls.
Sögur útgáfa
SVK
Nadía og netið
Leyndarmál Nadíu
Höf: Caroline Engvall
Þýð: Ingunn Snædal
Myndir: Katarina Vintrafors
Nadía, níu ára, fær sinn fyrsta síma í afmælisgjöf.
Á netinu kynnist hún Söru, vinkonunni sem hún
þráði – skilningsríkri og góðri. En fljótlega þróast
atburðarás sem Nadía ræður ekki við. Hjálpleg og
aðgengileg bók sem hvetur börn á aldrinum 6–14 ára
og foreldra þeirra til samtals um lífið á netinu.
54 bls.
Tengd
IB
Voðagerði
Lilja
Höf: Hilmar Örn Óskarsson
Myndh: Blær Guðmundsdóttir
Velkomin í Voðagerði – hér er allt að óttast! Einn
morguninn mætir Lilja í skólann með límband fyrir
munninum. Meðal nemenda og kennara kvikna ótal
hugmyndir, allar frekar óhugnanlegar. Sjálf er Lilja
þögul sem gröfin en augljóslega blundar eitthvað
hræðilegt í henni og vei sé öllum í Voðagerði ef
það sleppur út. Ekki fyrir viðkvæmar sálir!
136 bls.
Bókabeitan
IB
Ljóni gerir usla hjá púdda púdd
Höf: Guðný Anna Annasdóttir
Myndh: Páll Jóhann Sigurjónsson
Ljóni er fimm ára strákur. Hann er í heimsókn
hjá afa sínum við Elliðavatn. Þegar afi
skreppur frá er Ljóna treyst fyrir að líta eftir
hænsnunum. Hvað gerir Ljóni þá?
31 bls.
Gudda Creative
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 19GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa TÍM Tímarit LKO Landakort
Barnabækur SK ÁLDVERK