Bókatíðindi - nov 2025, Side 22
IB
Versta vika sögunnar: Miðvikudagur
Höf: Matt Cosgrove og Eva Morales
Þýð: Kristján B. Jónasson
Hefur þú einhvern tíma átt slæma viku? Það
hefur Jón Jónsson átt, og þetta er sú vika!
Kötturinn hans er enn óskiljanlega týndur.
Hann er óviljandi orðinn heimsfrægur á
netinu. Akkúrat núna er hann umkringdur af
hákörlum, strandaglópur í hjartastoppandi,
gæsahúðar-hrollvekjandi, munn-opnandi og
grafalvarlegri S.O.S. stöðu með erkióvini sínum.
192 bls.
Drápa
IB
Versta vika sögunnar: Þriðjudagur
Höf: Eva Morales og Matt Cosgrove
Myndir: Matt Cosgrove
Þýð: Kristján B. Jónasson
Hefur þú einhvern tíma átt slæma? Það hefur Jón
Jónsson átt, og þetta er sú vika! Kötturinn hans er enn
týndur, var líklega rænt af geimverum. Pabbi hans
er vonlausari en nokkurn tíma áður. Hann er óvænt
orðin stjarna á netinu – á versta mögulega hátt.
192 bls.
Drápa
IB
Vélhundurinn Depill
Höf: Tómas Zoëga
Myndir: Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir
Fjórða sagan í verðlaunaflokknum um Pétur og
Stefaníu, ríkulega myndskreytt og með sérvöldu
auðlæsilegu letri. Nornin hefur misst hann Lubba
sinn og er alveg óhuggandi. Og eitthvað óhugnanlegt
er á seyði í garðinum sem virðist tengjast gröf Lubba.
Hver er að róta í moldinni? Það skyldi þó ekki vera
að ljúfi hundurinn Lubbi sé genginn aftur?
153 bls.
Forlagið - Mál og menning
KIL
Vondir gaurar
Þáttur 7
Höf: Aaron Blabey
Þýð: Huginn Þór Grétarsson
Hr. Úlfur og góðu gaurarnir ferðast óvart aftur
til júratímabilsins! Verða þeir étnir af risaeðlum?
Örugglega. Hvernig geta þeir snúið aftur til síns
tíma og bjargað Jörðinni frá geimveruárás? Þetta er
allt svo rangt. Þeir eru allir svo vondir. Tími fyrir
forsögulega tíma - tími fyrir Vonda gaura, þátt 7.
160 bls.
Óðinsauga útgáfa
IB
Ömmusögur
Höf: Jóhannes úr Kötlum
Myndir: Tryggvi Magnússon
Rúm níutíu ár eru síðan Ömmusögur Jóhannesar
úr Kötlum komu fyrst út með teikningum eftir
Tryggva Magnússon. Bókin hefur verið ófáanleg
um langa hríð en kemur nú út á ný í vandaðri
umgjörð. Líkt og hin sívinsæla bók Jólin koma
geymir hún sígildan kveðskap fyrir unga sem
aldna og miðlar hinum sanna jólaanda.
32 bls.
Forlagið - Mál og menning
IB
Stærsti og furðulegasti ævintýrabíll heimsins
Hín ótrúlega saga
Höf: Sven Maria Schröder
Þýð: Ásmundur Helgason og Elín G. Ragnarsdóttir
Brúnó er ægilega stoltur af litla rauða bílnum
sínum. En í umferðinni eru svo mikil læti; fólk
að flauta og kalla – og svo, „búmm“! Það verður
árekstur. Árekstur! Enginn slasast, en bíllinn er
ónýtur. Og hvað nú? Brúnó fær snilldarhugmynd.
Hann og vinir hans smíða nýjan og brjálaðan bíl úr
beygluðum bílflökum. Þeir eru óstöðvandi.
32 bls.
Drápa
IB
Dagur með Lalla
Töfrandi tónleikar
Höf: Lárus Blöndal Guðjónsson
Skemmtileg saga um Lalla sem ætlar að verða
töframaður þegar hann verður stór. Dagur með Lalla:
Töfrandi tónleikar er bók sem ætluð er byrjendum
í lestri. Bókin er með sérstöku lesblinduletri, góðu
línubili og fallegum myndskreytingum.
43 bls.
Rósakot
IB
Undrarútan
Höf: Jakob Martin Strid
Þýð: Jón St. Kristjánsson
Stærsta bók ársins. Stór-stór-stór-kostleg bók
eftir höfund Risastóru perunnar sem sló í gegn
hjá íslenskum lesendum. Myndheimur sem má
gleyma sér í klukkustundum saman. Magnað
bókmenntaverk fyrir börn á öllum aldri. Bókin
hlaut Barna- og unglingabókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs 2024.
212 bls.
Forlagið - Mál og menning
SVK
Lestu sögu á 10 mínútum!
Vampíruveisla
Höf: Febe Sillani
Skemmtileg myndskreytt saga miðuð við
yngstu lesendurna. Textinn er 400-500 orð og
skilningsverkefni eru í lok sögunnar.
33 bls.
Rósakot
IB
Veiðivinir
Höf: Gunnar Bender
Myndir: Guðni Björnsson
Tveir ungir strákar hafa mikinn áhuga
á stangveiði og eyða öllum stundum við
árbakkann, og lenda í ævintýrum. Skemmtileg
og fjörug bók með líflegum litmyndum.
40 bls.
Bókaútgáfan Tindur
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa TÍM Tímarit LKO Landakort22
Barnabækur SK ÁLDVERK