Bókatíðindi - nov. 2025, Síða 24

Bókatíðindi - nov. 2025, Síða 24
IB RAF Sólgos Höf: Arndís Þórarinsdóttir Unnur er að undirbúa sig fyrir fyrsta ballið í 10. bekk þegar rafmagnið fer, allt síma- og netsamband dettur út og farartæki stöðvast. Ísland verður algjörlega sambandslaust við umheiminn. Leikreglur samfélagsins breytast á örfáum dögum og ógnin verður helsti gjaldmiðillinn. Mitt í upplausninni má þó finna samstöðu, samkennd og heitar tilfinningar. 151 bls. Forlagið - Mál og menning IB RAF Sól rís á sláttudegi Höf: Suzanne Collins Þýð: Magnea J. Matthíasdóttir Fimmta bókin í röðinni um Hungurleikana, sagan af Haymitch, er ógleymanleg. Ótti grípur um sig í Panem þegar fimmtugustu Hungurleikarnir renna upp. Þegar leikar hefjast uppgötvar Haymitch að honum er ætlað að mistakast. En eitthvað innra með honum vill berjast. Kvikmynd áætluð í nóvember 2026. 460 bls. Forlagið - JPV útgáfa IB Sögurnar okkar 11 norrænar smásögur Höf: Ýmsir höfundar Í þessari bók má finna fjölbreyttar smásögur fyrir börn og ungmenni eftir eftirtektarverða höfunda frá Norðurlöndunum. Sögurnar fjalla allar á einn eða annan hátt um vináttu, samskipti og allar þær margvíslegu tilfinningar sem fylgja því að vaxa úr grasi. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar framlag Íslands í bókina. 160 bls. Salka IB Ævintýri fyrir ofurhetjur - Morðtrúðarnir Höf: Elias Vahlund og Agnes Vahlund Þýð: Ingunn Snædal Glæný sería með Rauðu grímunni! Dularfullir atburðir eiga sér stað á Rósahæð! Nótt eftir nótt brjótast hræðilegir trúðar inn hjá fólki. Þeir binda fjölskyldurnar og líma fyrir munninn á þeim en yfirgefa svo staðinn án þess að stela neinu. Innbrotsþjófarnir eru kallaðir „morðtrúðarnir.“ 64 bls. Drápa IB Lífsins blóð Saga úr sagnabálkinum Hvísl hrafnanna Höf: Malene Sølvsten Þýð: Ragnar Hauksson Þegar á 18. öld er Elias nálægt því að afhjúpa leyndarmál guðanna. En Óðinn vill ekki deila valdi sínu og í refsingarskyni drepur hann fjölskyldu Eliasar. Spámaður segir Eliasi að það sé til framtíð og bætir við: „Finndu þann sem ræður yfir tímanum.“ En þegar Elias gerir það breytist allt og hann stendur frammi fyrir erfiðum valkosti. 339 bls. Ugla KIL RAF HLB Loforðið Höf: Hrund Þórsdóttir Loforðið var valin besta sagan í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin 2007. Hún lýsir á einstakan hátt þeim tilfinningum sem bærast með ellefu ára stelpu sem verður fyrir því að missa bestu vinkonu sína. Sagt er frá vináttu stelpnanna, áfallinu og söknuðinum, og síðast en ekki síst litla skrýtna lyklinum og loforðinu. 134 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell IB Silfurberg Höf: Sesselía Ólafs Þegar Berglind fer í útilegu með vinkonum sínum órar hana ekki fyrir því að duldir kraftar hennar muni vakna úr dvala og leiða hana inn í framandi veröld. Í Hásteinum, höfuðborg Álfheima, búa ljósálfarnir sig undir stríð. Svartálfadrottningin hefur ráðist á hvert vígið af öðru og nú steðjar hættan einnig að Mannheimum. 412 bls. Bókabeitan IB RAF Silfurgengið Höf: Brynhildur Þórarinsdóttir Sirrýlei planar 15 ára afmælispartí þegar foreldrar hennar verða í útlöndum. En ýmsar hindranir eru í veginum og í þokkabót velur hún nördalegasta áfangann í skólanum og lendir þar með undarlegum krökkum eins og nýja stráknum með skrýtna nafnið og skyrhárið. Silfurgengið er grípandi saga um vináttu og óvænt örlög. 268 bls. Forlagið - Mál og menning IB SkuldaDagur Höf: Bergrún Íris Sævarsdóttir Myndh: Sigmundur B. Þorgeirsson Blóðþyrstu unglingarnir Dagur og Ylfa snúa aftur í æsispennandi, bráðfyndinni og sjóðheitri sögu. Hver er dr. Argus og hvað hafa dularfull samtök lækna og vísindamanna í hyggju fyrir Norðurlöndin? Getur Dagur hamið hungrið nógu lengi til þess að bjarga Ylfu? – og af hverju þarf hann alltaf að fá standpínu á verstu mögulegu stundu? 136 bls. Bókabeitan B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort24 Unglingabækur  SK ÁLDVERK Gefum börnum bækur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.