Bókatíðindi - Nov 2025, Page 25

Bókatíðindi - Nov 2025, Page 25
IB Kötturinn og ég Höf: Brynhildur Jenný Bjarnadóttir Myndasagan, Kötturinn og ég, er þroskasaga stúlku sem er sögð í gegnum samskipti hennar við kisu. Hún fjallar um hvernig lítil fyndin kisa getur átt sess í fjölskyldu og haft áhrif á líðan og þroska allra fjölskyldumeðlima. 93 bls. Baldur Bjarnason IB Goðheimar 15 Sýnir völvunnar Höf: Peter Madsen Þýð: Bjarni Frímann Karlsson Fimmtánda og síðasta bókin í bókaflokknum vinsæla um Goðheima. Fimbulvetur ríkir í Ásgarði og Fenrisúlfur er kominn aftur á kreik. Ragnarök virðast í nánd, jötnar búa sig undir bardaga og æsir ræsa út her einherja. Loki er sendur til að kljást við úlfinn og fær óvænta aðstoð frá Röskvu sem sýnir á sér nýja og afar óvænta hlið. 56 bls. Forlagið - Iðunn Teiknimyndasögur KIL Brostu Höf: Raina Telgemeier Þýð: Helgi Jónsson Þegar Raina var stelpa braut hún í sér tennur og þurfti spangir. Síðar skrifaði hún líflega barnabók um reynslu sína. 210 bls. Bókaútgáfan Tindur SVK Hjartastopp 5 Höf: Alice Oseman Þýð: Erla Elíasdóttir Völudóttir Nick og Charlie eru ástfangnir og sambandið gengur vel. En Nick fer að ljúka námi í Truham-skólanum og næstu skref eru óráðin. Einlæg og snjöll myndasaga fyrir börn og unglinga sem hefur farið sigurför um heiminn. Þættir gerðir eftir bókaflokknum hafa slegið í gegn á Netflix. 316 bls. Forlagið - JPV útgáfa IB Huldufólk Höf: Gunnar Birgisson Myndir: Fannar Gilbertsson Ísland - 2061. Veður hefur snarversnað í kjölfar loftslagsbreytinga, ríkisstjórnin stjórnar einungis litlum hluta landsins og glæpagengi ráða ríkjum hvarvetna. Eftir að þjófar stela óþekktum verðmætum frá stórfyrirtækjum neyða þeir ungan tæknimann til að hjálpa þeim að flýja frá Reykjavík. Æsispennandi saga úr framtíðardystopiu á Íslandi. 80 bls. Froskur útgáfa IB Jólasyrpa 2025 Höf: Walt Disney Það er alltaf gaman í Andabæ um jólin! 256 bls. Edda útgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 25GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort Teiknimyndasögur   Teiknimyndasögur Við erum sérfræðingar í prentun bóka og bjóðum upp á Svansvottaða framleiðslu Kiljur og harðspjaldabækur Lyngháls 1, 110 Rvk 5 600 600 Gagnheiði 17, 800 Selfoss 482 1944 Glerárgötu 28, 600 Akureyri 4 600 700 prentmetoddi.is

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.