Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 28

Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 28
IB Torf, grjót og burnirót Höf: Sigrún Eldjárn Hvernig á að byggja torfbæ? Sko, alvöru torfbæ? Torf, grjót og burnirót leiðir lesendur um töfra torfsins og útskýrir hvernig torfbær er reistur, hvernig á að hlaða grjóti, stinga torf og finna burnirót úti í haga til að koma fyrir í vegghleðslunni, bænum til heilla. Fjörug og fróðleg saga. 56 bls. Forlagið - Mál og menning IB Traktorar og hjólavélar Höf: Örn Sigurðsson Traktorar og hjólavélar eru ómissandi í öllum stórframkvæmdum, bæði í sveitum og bæjum. Traktorinn er besti vinur bóndans og hjólaskóflan er þarfur þjónn á byggingarsvæðum. Malbikunarvélar koma að góðum notum þegar malbik er lagt og dráttarbílar bjarga deginum! Kíktu í bókina og kynntu þér þessi stóru og spennandi tæki! 34 bls. Forlagið - Mál og menning IB Ævintýri VÆB Lita- og þrautabók Höf: Addi nabblakusk Taktu þátt í VÆB-ævintýrinu með því að leysa þrautir og fylla VÆB-heiminn af litum og gleði! Lita- og þrautabók full af skemmtilegum verkefnum fyrir alla VÆB-aðdáendur. Sögur útgáfa IB Vísindalæsi 6 Miklihvellur Höf: Sævar Helgi Bragason Myndir: Elías Rúni Mögnuð léttlestrarbók úr hinum vinsæla Vísindalæsisflokki. Hér ferðast Stjörnu-Sævar um tíma og rúm, heimsækir misfurðulega fræðimenn og reynir með aðstoð töfratækja vísindanna (og af meðfæddri forvitni) að afhjúpa dýpstu leyndardóma alheimsins. Bókin er prýdd fjölmörgum ótrúlega flottum litmyndum Elíasar Rúna. 84 bls. Forlagið - Mál og menning IB Njála hin skamma Höf: Kristín Ragna Gunnarsdóttir Myndh: Kristín Ragna Gunnarsdóttir Þessi myndabók byggist á einni ástsælustu Íslendingasögunni, Brennu-Njáls sögu, sem rituð var seint á þrettándu öld en lýsir atburðum sem gerðust þrjú hundruð árum fyrr. Njáls saga er æsispennandi örlagasaga sem hverfist m.a. um ást, öfund, vinskap, svik, forlagatrú, hefnd, hetjudáðir, sæmd, lagaklæki og sættir. Einnig fáanleg á ensku. 48 bls. Bókabeitan IB Risaeðlur Lengsta bók veraldar Höf: Jurrit de Bode Þýð: Ingunn Snædal Stútfull bók af fróðleik um hættulegustu, stærstu og hraðskreiðustu risaeðlur sem lifað hafa á jörðinni! Og svo er þetta ein lengsta bók veraldar! Þessi tveggja metra langa tómstundabók hefur að geyma hrikalegar risaeðlur. Glæsilega myndskreytt! Veröld KIL Spurningabók fyrir snjalla krakka Höf: Huginn Þór Grétarsson Krakkar og fullorðnir spreyta sig á skemmtilegum spurningum sem skipt er upp í efnisflokka. Í bókinni eru meira en 500 spurningar sem falla undir fjölbreytta efnisflokka. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og á sínu áhugasviði. Þau svör sem við vitum ekki lærum við, með því að fletta þeim upp í bókinni. 87 bls. Óðinsauga útgáfa IB Sögur úr norrænni goðafræði Höf: Alex Frith og Louie Stowell Þýð: Bjarki Karlsson Sögur úr norrænni goðafræði segir hetjusögur af fræknum köppum og goðum sem fylgt hafa íslensku þjóðinni í meira en þúsund ár. Í þessari eigulegu bók má lesa bráðskemmtilegar endursagnir á nokkrum af helstu goðsögum norrænna manna eins og við þekkjum þær úr eddukvæðum og Snorra-Eddu. 280 bls. Rósakot B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort28 Barnabækur  FR ÆÐI OG BÆKUR ALMENNS EFNIS Styðjum við lesskilning barna, ræðum textann hvort sem við lesum fyrir börn eða þau lesa sjálf. Reynum að sjá fyrir okkur: • ég held að þetta sé hættulegt dýr vegna þess að … • þetta er örugglega stærri borg en við höfum komið í • kannski sjórinn sé úfinn eins og þegar við vorum í fjörunni manstu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.