Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 32
IB
Franski spítalinn
Höf: Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson
Febrúar 1989. Maður finnst látinn í Franska
spítalanum á Fáskrúðsfirði, draugalegu timburhúsi í
niðurníðslu. Sunna, blaðamaður á Morgunblaðinu,
fer austur til að grennslast fyrir um málið en
bæjarbúar vilja lítið við hana tala og brátt fer hún
að óttast um öryggi sitt og sinna nánustu.
316 bls.
Veröld
KIL
Frelsi
Höf: Sigga Dögg
Frelsi er önnur bókin í þríleiknum um Marínu,
fertuga konu í andlegu sjálfsuppgötvunarferðalagi.
Þér er boðið með Marínu í ferðalag á húsbílnum
þar sem hún heldur vestur og speglar sjálfa sig
í óbeislaðri náttúru fjalla og sjávar. Sagan er
sjálfsævisöguleg og byggir á dagbókum höfundar.
372 bls.
Kúrbítur
IB
Frumbyrjur
Höf: Dagur Hjartarson
Það er aðfangadagur og hjónin á Kölduhömrum
búa sig undir jólahaldið. Handan áramóta eiga
þau von á sínu fyrsta barni og spennan í kviðnum
smitar andrúmsloftið. Snjórinn hleðst upp og
vegurinn út úr firðinum hefur ekki enn verið
ruddur. Þegar kýrin á bænum tekur sótt hrökkva
dyr upp á gátt sem ekki verður lokað.
160 bls.
Benedikt bókaútgáfa
RAF HLB
Blóðbönd
Galdra-Imba
Höf: Sandra B. Clausen
Líf Imbu er þyrnum stráð og ung er hún gefin
ekklinum séra Árna. Örlögin vinna gegn henni en
Imba finnur ástina. Þrátt fyrir erfiðleika er hún
staðráðin í að finna hamingju í lífinu. Blóðbönd er
ný sería úr smiðju Söndru Clausen um Galdra-Imbu
sem var uppi á 17. öld. Hér er á ferðinni söguleg
skáldsaga um ástir og örlög á erfiðum tímum.
05:20 klst.
Storytel Original
IB
Farðí rassgat Aristóteles
Höf: Benóný Ægisson
Guðgeir Guðgeirsson er andhetja og ólíkindatól
sem allt veit, einmitt sú týpa sem fer óstjórnlega í
taugarnar á fólki. Hann flyst til borgarinnar til að
meika það sem rímnaskáld einhverjum hundrað
árum eftir að rímur fóru úr tísku, auk þess sem rímur
hans fjalla um efni sem ekki er líklegt til vinsælda
eins og raunir bresku konungsfjölskyldunnar.
222 bls.
Skrudda
IB
Fáeinar sögur smáar
Höf: Pjetur Hafstein Lárusson
Annað smásagnasafn höfundar, en hann hefur að
mestu lagt stund á ljóðagerð. Fyrra smásagnasafnið,
Nóttin og alveran, kom út árið 2004. Í þessu nýja
safni eru sextán smásögur og kennir þar margra
grasa. Sumar sagnanna eiga sér nokkra stoð í því
tvíræða fyrirbæri sem kallast veruleiki, aðrar eru
eingöngu kynjaðar úr hugarheimi höfundar.
100 bls.
Skrudda
IB
Feluleikir
„Það er svo mikil einlægni á fjöllum“
Höf: Lilja Magnúsdóttir
Arna er að skrifa kvikmyndahandrit fyrir
elskhugann. Sögur hafa ávallt verið hennar akkeri
en í kjölfar árásar á unga konu og feluleikja fólks
sem stendur henni nærri, sogast hún og fjölskyldan
öll, inn í atburðarás sem hún hefur enga stjórn á
og veit ekki hverjum má treysta. Litlu munar að
feluleikur verði sannleikanum yfirsterkari.
Lilja Magnúsdóttir
KIL
Fimm ára brandarinn
Höf: Helgi Jónsson
Þriðja bókin, óbeint framhald af Bónorðunum
tíu og Innsta kroppi í búri. Hér halda
ófarir aðalpersónanna áfram.
„Einhver allra fyndnasta og skemmtilegasta
bók sem ég hef lesið.“ Laddi.
260 bls.
Bókaútgáfan Tindur
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa TÍM Tímarit LKO Landakort32
Skáldverk ÍSLENSK
Slökun.
Lestur veitir hvíld
frá raunveruleikanum,
dregur úr streitu og
hefur róandi áhrif.