Bókatíðindi - nov 2025, Síða 35

Bókatíðindi - nov 2025, Síða 35
IB Kómeta Höf: Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson Leiftrandi og óvenjuleg frásögn um kraftaverk lífsins, stríðið gegn gleymskunni, leitina að ljósi í heimi þar sem dauði, illska og fáfræði ráða oft ríkjum, og hvernig sálirnar á jörðinni takast á við sviptingar og breytta heimsmynd. 246 bls. Dimma KIL Kúnstpása Höf: Sæunn Gísladóttir Heimsborgarinn Sóley er nýútskrifaður hljómsveitarstjóri á framabraut í Leipzig sem ætlaði alls ekki að flytja strax aftur heim til Íslands. En þegar heimsfaraldur geisar og öllum tónleikahúsum Evrópu er skellt í lás samþykkir hún að koma heim og reka bókabúð afa síns sumarlangt í heillandi smábæ á hjara veraldar. 176 bls. Salka IB Kvöldsónatan Höf: Ólafur Jóhann Ólafsson Ungur drengur fylgist með föður sínum hjálpa erlendum hjónum að flytja flygil inn í húsið beint á móti heimili hans í Suðurgötu árið 1949. Sá atburður á eftir að hafa mikil áhrif á framtíð hans. Frábærlega fléttuð og áhrifamikil skáldsaga um hæfileika og fórnfýsi, blekkingu og afhjúpun, sekt, heiðarleika – og óbærilegan söknuð. 314 bls. Veröld IB RAF Lausaletur Höf: Þórdís Helgadóttir Dularfullur faraldur herjar á heimsbyggðina og á prentsafninu hefur ekki sést gestur vikum saman. Björn og Írena drekka kaffi, endurraða í safnbúðinni og dytta að vélunum. Innra með þeim bærast langanir og eftirsjá. Þau vita ekki að einmitt þennan dag stendur borgin á heljarþröm, né að innan stundar muni óvæntur gestur birtast í anddyrinu. 311 bls. Forlagið - Mál og menning IB Láka rímur Höf: Bjarki Karlsson Þorlákur Snjákason er flestum kunnur úr barnabókinni um hann Láka. Í Láka rímum birtist hann lesendum í nokkuð öðru ljósi en hér er að ræða sannkallað stórvirki frá rímnasmiðnum Bjarka Karlssyni sem hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2013 fyrir metsöluljóðabókina Árleysi alda. 238 bls. Almenna bókafélagið KIL Jónatan jeminn Höf: Lárus Jón Guðmundsson Í hnédjúpri moldarholu í gömlum kirkjugarði standa tveir grafarar og spjalla um Jónatan jeminn, ævi hans og ástir allt til þess er hann braut sextugan hálsinn á bjórkassa. Annar grefur meðan hinn segir svakasögur af fólkinu sem þekkti Jónatan sáluga. Var honum sálgað eða dó hann af sleipum slysförum? 238 bls. Bókaútgáfan Sæmundur SVK RAF Jötunsteinn Höf: Andri Snær Magnason Þrjátíu ár eru síðan Andri Snær steig fram á ritvöllinn og skipaði sér í hóp eftirtektarverðustu höfunda landsins. Í þessari kröftugu nóvellu er Jötunsteini kastað inn í heita umræðu um fegurð í borg sem er smám saman að hjúpast svartri klæðningu og gráu þverliggjandi bárujárni. Skörp og ögrandi saga. Forlagið - Mál og menning KIL Karitas - án titils Höf: Kristín Marja Baldursdóttir Sígilt snilldarverk Kristínar Marju. Dramatísk og áhrifamikil örlagasaga ungrar stúlku í upphafi 20. aldar, saga um drauma og þrár, óvænta hamingju, óbærilega sorg og miklar ástríður. Um leið er brugðið upp mynd af lífi og hlutskipti kvenna fyrr og síðar af einstöku innsæi. 447 bls. Bjartur KIL Klúbburinn Höf: Sandra B. Clausen Ljúflestur með kraumandi ástríðu. Dagarnir líða stefnulaust áfram. Söngkonan Adele er í aðalhlutverki á heimilinu með boðskap sinn um sorg og horfnar ástir. Hvers vegna ekki að lýsa yfir verkfalli á heimilinu? Það verður nú varla heimsendir þótt hún hristi ærlega upp í þessu öllu saman? Hvernig væri að byrja upp á nýtt og flytja norður með börnin? Sögur útgáfa KIL Klökkna klakatár – kilja Höf: Ragnhildur Bragadóttir Eftir andlát þjóðfrægs rithöfundar kafar ekkja hans djúpt í endurminningar sínar um stormasamar samvistir þeirra. Hún reynir að muna allt, fer úr einni minningu í aðra, þræðir þær upp á spotta sem svo slitnar þegar síst varir. Áhrifamikil skáldsaga, rituð af óvanalegum stílþrótti og myndauðgi. 510 bls. Ugla B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 35GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort Skáldverk  ÍSLENSK
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.