Bókatíðindi - nov. 2025, Síða 38

Bókatíðindi - nov. 2025, Síða 38
SVK Smásögur I 1988-1993 Höf: Gyrðir Elíasson Þrjú fyrstu smásagnasöfn höfundarins samankomin, 49 sögur alls og sumar þeirra löngu orðnar klassík í íslenskum bókmenntum. Bréfbátarigningin (1988), Heykvísl og gúmmískór (1991) og Tregahornið (1993). Hluti af nýrri og vandaðri heildarútgáfu verka skáldsins sem allir bókaunnendur þurfa að eignast. 267 bls. Dimma SVK Sorgarmarsinn Höf: Gyrðir Elíasson Hér segir af manni sem öðrum þræði fæst við textagerð en hallar sér þó aðallega að tónlistinni og hefur fundið sér athvarf í litlu þorpi á Austfjörðum. Táknræn og sérstæð frásögn af sköpun, orðleysi og einskonar pattstöðu í flóknu samspili lífs og listar. Þessi nýja útgáfa er hluti af heildarsafni verka Gyrðis Elíassonar. 164 bls. Dimma SVK Suðurglugginn Höf: Gyrðir Elíasson Hér tekur Gyrðir upp þráðinn þar sem frá var horfið í Sandárbókinni og spinnur nýja frásögn um hlutskipti listamanns, í þetta sinn er það rithöfundur sem dvelur í sumarhúsi í grennd við lítið þorp og glímir við að skrifa skáldsögu, verk sem neitar stöðugt að taka á sig þá mynd sem höfundurinn leitast við að skapa. 159 bls. Dimma IB Hulda áfallasagan Höf: Karlynja Hulda Halldór Guðbjargar Ég er úti á Granda í bílnum. Það gerðist eitthvað innra með mér. Ég horfi út um gluggann á bílstjórahurðinni. Þá sé ég mig sex ára litla stúlku í fyrsta skipti. Ég finn að ég hafði yfirgefið hana árið 1963 á Laugarási, sumardvalarstað fyrir börn á vegum Rauða kross Íslands þar sem ég varð fyrir ofbeldi. 217 bls. Karlynja Hulda Halldór Guðbjargar IB Snorkla Höf: Karlynja Hulda Halldór Guðbjargar Um Snorklu: Einu sinni var kona. Hún las mikið. Byrjaði 6 ára að lesa, var mjög þjálfuð í hraðlestri. Hún lagði allt í umhverfislestur. Karlynja Hulda Halldór Guðbjargar KIL Sálnasafnarinn Höf: Þór Tulinius Hinn ungi séra Ebeneser er fljótur að vinna hug og hjörtu samstarfsfólks og safnaðar í kirkjunni þar sem hann er afleysingaprestur. Með nærveru sinni einni saman leysir hann erfiðar deilur milli manna, frelsar fólk frá sálarangist og stöðvar ofbeldismenn í vígaham. 278 bls. Bókstafur IB Síðustu dagar skeljaskrímslisins Höf: Steinunn G. Helgadóttir Síðustu dagar skeljaskrímslisins gerist í ótilgreindri náinni framtíð í hnignandi smábæ á Reykjanesi eftir að Golfstraumurinn hefur leitað annað með tilheyrandi veðuráhrifum. 214 bls. Króníka IB Sjáandi Höf: Ester Hilmarsdóttir Þegar dularfull spákona úr austri birtist í friðsælum dal í íslenskri sveit fara ævintýralegir hlutir að gerast og allt sem áður var fer úr skorðum. Saman við komu spákonunnar fléttast barátta kotbænda við auðvaldið úr nærliggjandi kaupstað, hrifnæmni fjósastráks, forboðnar ástir heimasætu og förukona sem enginn veit hvort er að koma eða fara. 288 bls. Salka IB RAF Sjá dagar koma Höf: Einar Kárason Í lok 19. aldar hvílir drungi yfir þjóðlífinu en einstaka menn hugsa stórt, þrá framfarir. Allslaus piltur úr Dýrafirði er einn þeirra; óvænt fær hann pláss á amerísku skipi og heldur af stað yfir höf og lönd, óvissuför sem leiðir hann loks á vit athafnaskáldsins Einars Ben. Fjörug saga um bjartsýni, stórhug og stolt frá afburðasnjöllum sagnamanni. 196 bls. Forlagið - Mál og menning IB Sleggjudómur Höf: Ragnheiður Jónsdóttir Morguninn eftir brúðkaupsveislu finnst Erna liggjandi í blóði sínu og skammt frá henni morðvopnið, blóði drifin sleggja. Ótal spurningar vakna hjá hennar nánustu. Hvað gerðist, hver vildi henni svo illt og hvers vegna? Sleggjudómur er þriðja bók Ragnheiðar en hún hlaut glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir frumraun sína, Blóðmjólk. 256 bls. Bókabeitan B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort38 Skáldverk  ÍSLENSK
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.