Bókatíðindi - nov. 2025, Side 40
IB
Þegar við lifum
Höf: Sigurjón Magnússon
Ungverska skáldkonan Jana er flestum gleymd en
samt hefur ljóðið hennar um gildi vináttunnar náð
eyrum íslensks manns sem finnur líf sitt vera að fjara
út í tilgangsleysi og vonbrigðum. Og hann mætir líka
þessari vináttu þar sem hann kannski átti hennar
síst von – og ástinni að auki. Áhrifarík skáldsaga
eftir einn okkar fremsta skáldsaganahöfund.
197 bls.
Ugla
IB
Þriðja augað
Höf: Guðni Reynir Þorbjörnsson
Þegar miðill fylgir óhugnalegu hugboði sínu
að afskekktum sveitabæ, bíða leyndarmál
fortíðarinnar þess að komast upp á yfirborðið
- með ófyrirséðum afleiðingum.
202 bls.
Guðni Reynir Þorbjörnsson
IB
Þú kemst ekki nær
Höf: Guðbergur Aðalsteinsson
Þú kemst ekki nær er ljóðræn og marglaga saga
um uppvöxt, ást, missi og einsemd. Minningar og
smáatriði hversdagsins fléttast saman í áhrifamikla
frásögn þar sem húmor og tregi, barnsleg undrun
og tilvistarleg þreyta mætast. Sögumaðurinn leiðir
lesandann í gegnum ævi sína – fulla af ósögðum
tilfinningum og hversdagslegum ævintýrum.
299 bls.
Dvergtré
SVK RAF
Þú sem ert á jörðu
Höf: Nína Ólafsdóttir
Í þessari mögnuðu skáldsögu fylgjum við lífshlaupi
konu sem elst upp á heimskautasvæði á tímum
mikilla umhverfis- og samfélagsbreytinga. Líf
hennar tekur stakkaskiptum og hún flækist inn í
atburðarás sem flytur hana yfir heimshöfin.
216 bls.
Forlagið - Mál og menning
KIL
Ævintýri Jósafats
Höf: Kristján Einarsson
Ævintýri Jósafats í Klúngri taka okkur á Trukknum
til framandi staða í óskilgreindri ferð hans um
heiminn. Ferð þar sem hann getur á fáa stólað
utan sjálfan sig og stundum er eini félagsskapurinn
könguló og kaffibrúsinn. Sagan er glettin spretthörð
spennusaga úr íslenskum veruleika, er ekki löng
og nær varla Evrópuviðmiði í stoppi.
140 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
IB RAF
Útreiðartúrinn
Höf: Ragna Sigurðardóttir
Sævar og fjölskylda eru nýflutt út á Álftanes og það
reynist unglingnum Pétri erfitt til að byrja með.
Hópur drengja gerir kvöld eitt fólskulega árás á hann
og slasar vin hans. Atvikið reynir mjög á samband
feðganna en ýfir einnig upp gömul sár hjá Sævari
og rifjar upp gamalt morðmál úr fjölskyldunni, sem
í framhaldinu heltekur hann gjörsamlega.
272 bls.
Forlagið - Mál og menning
IB
Vegur allrar veraldar
Skálkasaga
Höf: Sigríður Hagalín Björnsdóttir
Haustið 1479 kemur kona norður yfir Kjöl og
teymir hest undir gömlum manni. Sveinn döggskór,
hirðskáld Ólafar ríku, er kominn í Reynistaðarklaustur
til að deyja. En ekki fyrr en hann hefur skrásett
sannleikann um atburðina í Rifi, þegar Englendingar
drápu Björn Þorleifsson, hirðstjóra konungs og
eiginmann Ólafar. Vígið kveikti ófriðarbál.
463 bls.
Benedikt bókaútgáfa
KIL
Vikuspá
Sögur á einföldu máli
Höf: Karítas Hrundar Pálsdóttir
Vikuspá geymir áttatíu og sex stuttar og aðgengilegar
frásagnir þar sem ólíkar atvinnugreinar eru kynntar.
Hér er leikið með þá íslensku þjóðtrú að það
geti haft áhrif á hvað barn taki sér fyrir hendur í
framtíðinni á hvaða vikudegi það fæðist. Sögurnar
varpa ljósi á fegurð mannflórunnar og mikilvægi
þess að þroskast og breytast í takt við tímann.
255 bls.
Benedikt bókaútgáfa
KIL
Vinsamlega réttið úr sætisbökunum
Höf: Óskar Magnússon
Höfundurinn hefur næmt auga fyrir hinu smáa í fari
fólks og sér spaugilegar hliðar á fábrotnum athöfnum,
brestum, hæfileikum og sérkennum. Og þótt hann
skrifi jafnan í galsafengnum tón, leynist oft undir niðri
ádeila og djúpur skilningur á sögupersónunum.
108 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
IB
Þegar hún hló
Höf: Katrín Júlíusdóttir
Umdeild fjölmiðlakona finnst myrt úti á Granda
eftir að hafa hlaupið í Reykjavíkurmaraþoni. Þrátt
fyrir mannfjöldann eru engin vitni að atburðinum
og morðið virðist óvenju fagmannlega útfært.
Hin unga lögreglukona, Sigurdís, er kölluð til liðs
við rannsóknina, en um leið dregur til tíðinda
í máli er tengist dauða föður hennar.
286 bls.
Bjartur
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa TÍM Tímarit LKO Landakort40
Skáldverk ÍSLENSK