Bókatíðindi - nov. 2025, Qupperneq 40

Bókatíðindi - nov. 2025, Qupperneq 40
IB Þegar við lifum Höf: Sigurjón Magnússon Ungverska skáldkonan Jana er flestum gleymd en samt hefur ljóðið hennar um gildi vináttunnar náð eyrum íslensks manns sem finnur líf sitt vera að fjara út í tilgangsleysi og vonbrigðum. Og hann mætir líka þessari vináttu þar sem hann kannski átti hennar síst von – og ástinni að auki. Áhrifarík skáldsaga eftir einn okkar fremsta skáldsaganahöfund. 197 bls. Ugla IB Þriðja augað Höf: Guðni Reynir Þorbjörnsson Þegar miðill fylgir óhugnalegu hugboði sínu að afskekktum sveitabæ, bíða leyndarmál fortíðarinnar þess að komast upp á yfirborðið - með ófyrirséðum afleiðingum. 202 bls. Guðni Reynir Þorbjörnsson IB Þú kemst ekki nær Höf: Guðbergur Aðalsteinsson Þú kemst ekki nær er ljóðræn og marglaga saga um uppvöxt, ást, missi og einsemd. Minningar og smáatriði hversdagsins fléttast saman í áhrifamikla frásögn þar sem húmor og tregi, barnsleg undrun og tilvistarleg þreyta mætast. Sögumaðurinn leiðir lesandann í gegnum ævi sína – fulla af ósögðum tilfinningum og hversdagslegum ævintýrum. 299 bls. Dvergtré SVK RAF Þú sem ert á jörðu Höf: Nína Ólafsdóttir Í þessari mögnuðu skáldsögu fylgjum við lífshlaupi konu sem elst upp á heimskautasvæði á tímum mikilla umhverfis- og samfélagsbreytinga. Líf hennar tekur stakkaskiptum og hún flækist inn í atburðarás sem flytur hana yfir heimshöfin. 216 bls. Forlagið - Mál og menning KIL Ævintýri Jósafats Höf: Kristján Einarsson Ævintýri Jósafats í Klúngri taka okkur á Trukknum til framandi staða í óskilgreindri ferð hans um heiminn. Ferð þar sem hann getur á fáa stólað utan sjálfan sig og stundum er eini félagsskapurinn könguló og kaffibrúsinn. Sagan er glettin spretthörð spennusaga úr íslenskum veruleika, er ekki löng og nær varla Evrópuviðmiði í stoppi. 140 bls. Bókaútgáfan Sæmundur IB RAF Útreiðartúrinn Höf: Ragna Sigurðardóttir Sævar og fjölskylda eru nýflutt út á Álftanes og það reynist unglingnum Pétri erfitt til að byrja með. Hópur drengja gerir kvöld eitt fólskulega árás á hann og slasar vin hans. Atvikið reynir mjög á samband feðganna en ýfir einnig upp gömul sár hjá Sævari og rifjar upp gamalt morðmál úr fjölskyldunni, sem í framhaldinu heltekur hann gjörsamlega. 272 bls. Forlagið - Mál og menning IB Vegur allrar veraldar Skálkasaga Höf: Sigríður Hagalín Björnsdóttir Haustið 1479 kemur kona norður yfir Kjöl og teymir hest undir gömlum manni. Sveinn döggskór, hirðskáld Ólafar ríku, er kominn í Reynistaðarklaustur til að deyja. En ekki fyrr en hann hefur skrásett sannleikann um atburðina í Rifi, þegar Englendingar drápu Björn Þorleifsson, hirðstjóra konungs og eiginmann Ólafar. Vígið kveikti ófriðarbál. 463 bls. Benedikt bókaútgáfa KIL Vikuspá Sögur á einföldu máli Höf: Karítas Hrundar Pálsdóttir Vikuspá geymir áttatíu og sex stuttar og aðgengilegar frásagnir þar sem ólíkar atvinnugreinar eru kynntar. Hér er leikið með þá íslensku þjóðtrú að það geti haft áhrif á hvað barn taki sér fyrir hendur í framtíðinni á hvaða vikudegi það fæðist. Sögurnar varpa ljósi á fegurð mannflórunnar og mikilvægi þess að þroskast og breytast í takt við tímann. 255 bls. Benedikt bókaútgáfa KIL Vinsamlega réttið úr sætisbökunum Höf: Óskar Magnússon Höfundurinn hefur næmt auga fyrir hinu smáa í fari fólks og sér spaugilegar hliðar á fábrotnum athöfnum, brestum, hæfileikum og sérkennum. Og þótt hann skrifi jafnan í galsafengnum tón, leynist oft undir niðri ádeila og djúpur skilningur á sögupersónunum. 108 bls. Bókaútgáfan Sæmundur IB Þegar hún hló Höf: Katrín Júlíusdóttir Umdeild fjölmiðlakona finnst myrt úti á Granda eftir að hafa hlaupið í Reykjavíkurmaraþoni. Þrátt fyrir mannfjöldann eru engin vitni að atburðinum og morðið virðist óvenju fagmannlega útfært. Hin unga lögreglukona, Sigurdís, er kölluð til liðs við rannsóknina, en um leið dregur til tíðinda í máli er tengist dauða föður hennar. 286 bls. Bjartur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort40 Skáldverk  ÍSLENSK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.