Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 42

Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 42
KIL Englatréð Höf: Lucinda Riley Þýð: Herdís Magnea Hübner Þrjátíu ár eru liðin síðan Greta yfirgaf Marchmont Hall og fallegar hæðirnar í Monmouthshire. Í aðdraganda jóla snýr hún loks aftur. En Greta man ekki fyrri tengsl sín við húsið. Það er afleiðing skelfilegs slyss sem hefur eyðilagt meira en tvo áratugi af lífi hennar. Grípandi fjölskyldusaga eftir metsöluhöfund bókaflokksins um systurnar sjö. 598 bls. Benedikt bókaútgáfa KIL Eyja Höf: Katrine Engberg Þýð: Friðrika Benónýsdóttir Jeppe Kørner er í leyfi á eyjunni Borgundarhólmi og Anette Werner er því einni falið að stýra rannsókninni á sundurlimuðu líki sem fannst í tösku grafinni í jörð á leikvelli í miðbænum. Rithöfundurinn Esther de Laurenti kemur við sögu og brátt kemur Jeppe líka til skjalanna og við tekur rannsókn á ískyggilegu leyndarmáli sem á rætur í fortíðinni. 355 bls. Ugla SVK Ég er annar Sjöleikurinn III-V Höf: Jon Fosse Þýð: Hjalti Rögnvaldsson Önnur bókin af þremur í stórvirki norska Nóbelshöfundarins. Sjöleikurinn er magnþrungið verk um baráttuna við að rata rétta leið í lífinu og bregður jafnframt upp lýsandi myndum af aðstæðum og tíðaranda í norsku samfélagi á liðinni öld. 351 bls. Dimma KIL RAF Diplómati deyr Höf: Eliza Reid Þýð: Magnea J. Matthíasdóttir Fyrsta skáldsaga Elizu Reid, fyrrverandi forsetafrúar, er spennandi og listilega fléttuð glæpasaga þar sem leyndarmálin eru afhjúpuð hvert af öðru. Morð er framið í miðjum hátíðarkvöldverði kanadískra diplómata í Vestmannaeyjum. Ýmsir liggja undir grun og sendiherrafrúin ákveður að rannsaka málið upp á eigin spýtur. 304 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell KIL RAF Djöflarnir Höf: Fjodor Dostojevskí Þýð: Ingibjörg Haraldsdóttir Hvað ef maðurinn missir trúna, hafnar Guði og gefur sig djöflum á vald? Djöflarnir eru spásögn um örlög Rússlands á 20. og 21. öld, kristalskúla sem sagði fyrir um rússnesku byltinguna og það verk Dostojevskís sem á einna brýnast erindi við okkur í dag. 880 bls. Forlagið IB Don Juan sextán kviður Höf: Lord Byron Þýð: Jón Erlendsson George Gordon Byron (1788-1824) er eitt virtasta skáld Breta fyrr og síðar og eru kviðurnar um Don Juan það framlag hans til heimsbókmentanna sem hvað glæsilegast þykir. Don Juan er piltur af spænskum lágaðli alinn upp af strangri og siðavandri móður. Eftir að hafa valdið safaríku hneyksli á heimaslóð er hann sendur úr landi sér til betrunar. Sögur útgáfa KIL Einleikur Höf: Jesper Stein Þýð: Ólafur Arnarson Axel Steen er orðinn yfirmaður öryggismála hjá alþjóðlegum fjárfestingabanka. Hann undirbýr sumarfrí með eiginkonu sinni og dóttur þegar honum er falið að reka svo lítið beri á mann sem uppvís er að fjárdrætti og án þess að lögreglan verði kölluð til. Þá fer í gang atburðarás í heimi þar sem peningar drottna og þögnin er gulls ígildi. 442 bls. Krummi bókaútgáfa KIL Ekki er allt sem sýnist Höf: Stefan Ahnhem Þýð: Elín Guðmundsdóttir Carl og Helene þráðu að komast i langt frí til að endurnýja sambandið. Þau fundu á netsíðum draumahús í Kaliforníu og höfðu húsaskipti við par sem vildi dvelja sumarlangt í einbýlishúsinu þeirra í sænska skerjagarðinum. En þegar þau koma til Kaliforníu bregður þeim í brún. Þetta var ekki húsið sem þau höfðu hrifist af á netinu. 439 bls. Ugla B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort42 Skáldverk  ÞÝDD Það er gott að lesa sjálfur og gaman að ræða bækur við aðra. Undirbúningur fyrir bókaspjall. Drögum saman og endursegjum með eigin orðum: • sagan er einkum um • það sem mér finnst mikilvægast og áhugaverðast er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.