Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 43

Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 43
IB Fjórar konur Höf: Honoré de Balzac Þýð: Sigurjón Björnsson Balzac hefur stundum verið kallaður skáld ástarinnar. Og satt er það að konur gegna miklu hlutverki í hinu mikla ritverki hans La Comédie humaine. Oft gegna þær aðalhlutverki – svo er til að mynda í þeim fjórum sögum sem hér birtast á einni bók. Ástarmál þeirra allra eru vissulega í forgunni en með afar ólíkum hætti. 262 bls. Skrudda KIL Frontur Höf: Johan Hurtig Wagrell og Johanna Hurtig Wagrell Þýð: Friðrika Benónýsdóttir Taugatrekkjandi, nýstárleg og marglaga spennusaga í nýrri spennubókaröð Hurtig Wagrell. Hjónin Johan og Johanna Hurtig Wagrell tefla hér fram sinni fyrstu spennusögu, sem hefur hlotið frábærar viðtökur í Svíþjóð og var m.a. tilnefnd til hinna virtu Crime-Time-verðlauna 2024. 351 bls. Sögur útgáfa KIL Gleymda nistið Höf: Kathryn Hughes Þýð: Ingunn Snædal Falleg, spennandi og hjartnæm saga um hvernig von getur kviknað í rústum harmleiks og um endurnýjandi kraft ástarinnar. Frá metsöluhöfundi Bréfsins, Leyndarmálsins, Minningaskrínsins og Lykilsins . 382 bls. Drápa IB Gráglettni örlaganna Höf: Simona Ahrnstedt Þýð: Elín Guðmundsdóttir Árið er 1884. Nútíminn er að renna í hlað með ferskum straumum og kvennabaráttan að vakna. Ung yfirstéttarkona, Alexandra Rosenkvist, þráir að mega lifa lífinu eins og hún vill sjálf en íhaldssöm fjölskylda hennar þykist vita hvað henni sé fyrir bestu. Hrífandi söguleg skáldsaga um ástir og örlög á umbrotatímum. 589 bls. Ugla KIL Fjällbacka-serían Grátkonan Höf: Camilla Läckberg Þýð: Sigurður Þór Salvarsson Með tólftu bókinni í Fjällbacka-syrpunni styrkir Camilla Läckberg enn frekar stöðu sína sem einn fremsti glæpasagnahöfundur samtímans. Þrjátíu ár eru liðin síðan Soffía Rudberg hvarf sporlaust. Skyndilega gerir lögreglan óvænta uppgötvun og rannsóknin sem fylgir í kjölfarið snýr tilveru allra þeirra sem höfðu reynt að gleyma á hvolf. 544 bls. Sögur útgáfa KIL Ég heyrði ugluna kalla á mig Höf: Margaret Craven Þýð: Gunnsteinn Gunnarsson Í Kingcome-byggð við norðvesturströnd Kanada hefur fólk búið öldum saman í sátt og samlyndi við náttúruna. En nútíminn hefur hafið innreið sína með tilheyrandi vandamálum og aldagamalt veiðimannasamfélagið á undir högg að sækja. 194 bls. Ugla KIL RAF Ég tæki með mér eldinn Höf: Leïla Slimani Þýð: Friðrik Rafnsson Leïla Slimani lýkur þríleik sínum á glæsilegan hátt. Mía og Ines, þriðja kynslóð Belhaj-fjölskyldunnar, vilja haga lífi sínu eftir eigin höfði. Faðir þeirra vinnur hörðum höndum að uppbyggingu innviða í Marokkó en þær fara til Frakklands til að stunda nám. Þar þurfa þær að finna sér stað, tileinka sér nýjar reglur og horfast í augu við fordóma. 384 bls. Forlagið - Mál og menning SVK Fado Fantastico Höf: Urs Richle Þýð: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Blús er hægt að hlusta á, tangó er hægt að dansa, en fado verður að upplifa. Á meðan Francisco Fantastico sefur úr sér áfengisvímu í bifreið skammt frá heimili sínu í Genf er hann skyndilega numinn á brott. Þar eru þó engir þrjótar að verki heldur António sonur hans sem ætlar að fara með hann alla leið til Lissabon. 192 bls. Dimma KIL RAF HLB Ferðabíó herra Saitos Höf: Annette Bjergfeldt Þýð: Jón St. Kristjánsson Heillandi og óvenjuleg saga sem segir frá Litu sem er barnung þegar móðir hennar flýr með hana frá Argentínu. Mæðgurnar enda á afskekktri kanadískri eyju en smám saman kynnast þær fámennu en litríku samfélaginu þar og Lita eignast vinkonu í fyrsta skipti. En þegar herra Saito mætir með ferðabíóið sitt opnast nýr ævintýraheimur fyrir Litu. 525 bls. Forlagið - Mál og menning KIL Fiðrildaherbergið Höf: Lucinda Riley Þýð: Valgerður Bjarnadóttir Heillandi saga um átakanleg leyndarmál eftir metsöluhöfund bókaflokksins um systurnar sjö. Pósa trúlofast Jonny en verður á svipuðum tíma ástfangin af Freddie, sem yfirgefur hana óvænt. Þau Jonny flytja í ættaróðalið og þar í skugga harmleiks elur hún upp syni sína. Um sjötugt rekst Pósa aftur á Freddie og veit að hún þarf að taka erfiða ákvörðun. 577 bls. Benedikt bókaútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 43GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort Skáldverk  ÞÝDD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.