Bókatíðindi - nov. 2025, Side 53

Bókatíðindi - nov. 2025, Side 53
SVK Hvalbak Höf: Maó Alheimsdóttir Hvalbak er önnur ljóðabók Maó Alheimsdóttur. Skáldsaga hennar Veðurfregnir og jarðarfarir vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 2024 en hún er fyrsta frumsamda sagan sem kemur út á íslensku eftir höfund sem lærði málið á fullorðinsaldri. Einstök ljóðabók þar sem greina má nýtt og ferskt sjónarhorn á íslenska náttúru og tungu. 96 bls. Forlagið - Mál og menning KIL Hvernig er söknuður á litinn? Höf: Gunnar Randversson Sjötta ljóðabók höfundar. Gunnar yrkir hér í minningu barnabarnsins Gunnars Unnsteins Magnússonar sem lést aðeins fjögurra ára gamall. 44 bls. Bókaútgáfan Sæmundur KIL RAF Í belg og biðu Spjallbók Höf: Sveinn Einarsson Enn bregður höfundur á leik í nýrri spjallbók með örsögum, ljóðum og minningaleiftrum frá langri og viðburðaríkri ævi. Hann rabbar við lesendur í þeim stíl sem kallaður hefur verið causeries á útlensku jafnframt því að mæla fram gömul og ný ljóð. 146 bls. Ormstunga IB Jarðtengd norðurljós Höf: Þórarinn Eldjárn Jarðtengd norðurljós er ljóðabók sem skiptist í tvo hluta, Frumbók og Náttbók, og geymir nær 70 ný ljóð af ýmsu tagi, laus og bundin, auk prósaljóða. Þetta er fimmtánda ljóðabók Þórarins ætluð fullorðnum lesendum. Efnistök eru margvísleg og yrkisefnin fjölbreytileg, allt frá drónum til Þorgeirsbola og flest þar á milli. 89 bls. Gullbringa IB Limruveislan Ritstj: Ragnar Ingi Aðalsteinsson Limruveislan er safn af snjöllum og fyndnum limrum sem flestar hafa orðið til á síðustu árum. Margar birtast hér í fyrsta sinn. Sannkölluð veisla fyrir limruunnendur. Að auki eru 30 bestu limrur allra tíma í bókinni. Ritstjóri bókarinnar er Ragnar Ingi Aðalsteinsson. 178 bls. Almenna bókafélagið KIL Hlér Höf: Hrafn Andrés Harðarson Náttúra, maður og mannshugur hafa verið yrkisefni Hrafns Andrésar og ráðið miklu um svip ljóða hans. Í þeim er líf af ætt óróans, jafnt í gleði sem sorg. Undiralda ljóðaflokksins Hlés er harmur og þungbær reynsla en ljóðin eru einlæg úrvinnsla föður sem missti son sinn barnungan. Ljóðin bera vitni um mikla ást, missi og lífskraft minninga. 54 bls. Nýhöfn KIL Horfumst í augu Höf: Sigrún Ása Sigmarsdóttir Ljóðin í þessari áhrifamiklu bók orti höfundur í minningu eiginmanns síns, Einars Eyjólfssonar (1956–2015). Þau eru hjálpartæki höfundar til að syrgja og leið til að skilja söguna og bæta lífið. Þetta er önnur ljóðabók Sigrúnar Ásu sem sendi frá sér bókina Siffon og damask árið 2018. 62 bls. Bókaútgáfan Sæmundur KIL Hóras prins af Hákoti Höf: Jón Erlendsson Uppgjafabóndinn Hóras gerist róni í Reykjavík á sjöunda áratug 20. aldar. Hann kemur víða við sögu, er um tíma formaður 17. júní nefndar borgarinnar og síðar forsætisráðherra – en stefnumálin eru vafasöm og sögulok ill. Drepfyndinn harmleikur í bundnu máli, ortur af galsafenginni ófyrirleitni sem kankast á við klassískan skáldskap fyrri alda. 136 bls. Bókaútgáfan Sæmundur IB Hreinsunareldur Höf: Steindór Jóhann Erlingsson Steindór Jóhann Erlingsson er vísindasagnfræðingur. Hreinsunareldur er fyrsta ljóðabók hans en árið 2023 kom út eftir hann Lífið er staður þar sem bannað er að lifa – Bók um geðröskun og von. 100 bls. Veröld KIL Hugurinn á sín heimalönd Höf: Rúnar Kristjánsson Háttbundin ljóð þar sem yrkisefnin eru fjölbreytt. Hér er bæði að finna kveðjur til samtíðarmanna og kvæði þar sem minnst er löngu genginna afreksmanna sögunnar, kvenna og karla, innlendra og erlendra. Áttunda bók höfundar. 195 bls. Bókaútgáfan Sæmundur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 53GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort Ljóð

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.