Bókatíðindi - nov. 2025, Síða 59
IB
Mamma og ég
Myndir og minningar
Höf: Kolbeinn Þorsteinsson
Saga mæðginanna Kolbeins Þorsteinssonar og Ástu
Sigurðardóttur rithöfundar. Ásta var þjóðþekkt
sem rithöfundur og nánast goðsögn vegna skrifa
sinna. Einkalíf hennar var þó enginn dans á rósum.
Ásta glímdi við óreglu lengst af ævi sinnar og
barðist við þá djöfla sem fylgdu f íkninni. Börn
hennar voru tekin af henni og send í fóstur.
208 bls.
Góður punktur
IB
Margrét Lára
Ástríða fyrir leiknum
Höf: Bjarni Helgason og Margrét Lára Viðarsdóttir
Margrét Lára Viðarsdóttir er meðal fremstu
íþróttamanna sem Ísland hefur alið. Hún er
markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu
frá upphafi og spilaði í sterkustu deildum heims.
Hér segir Margrét Lára sögu sína og deilir reynslu
sinni og góðum ráðum. Hún gerir ferilinn upp og
segir á einlægan hátt frá sigrum og mótlæti.
312 bls.
Salka
KIL
Með minnið á heilanum
Frásagnir úr fjarlægum bernskuheimi
Höf: Þórhildur Ólafsdóttir
Hvernig sér lítil sveitastelpa á árunum kringum 1960
veröld sína? Í þessari bók leyfir Þórhildur Ólafsdóttir,
rithöfundur og þýðandi, barninu sem hún var að
fá orðið, segja frá fólki, dýrum, húsum og náttúru í
fjarlægum heimi. Barnið horfir á, drekkur í sig myndir,
atburði, orð og sögur sem móta það fyrir lífstíð.
160 bls.
Ugla
KIL
Morðin í Dillonshúsi
Örlagasaga mæðgnanna Sigríðar Ögmundsdóttur og
Huldu Karenar Larsen
Höf: Sigríður Dúa Goldsworthy
Storytel-verðlaunin 2025. Fyrir 70 árum gerðist
hræðilegur harmleikur í Dillonshúsi við Suðurgötu
2 í Reykjavík. Að morgni 26. febrúar 1953 gaf
heimilisfaðirinn eiginkonu sinni og þremur
ungum börnum þeirra eitur og svipti svo sjálfan
sig lífi. Í þessari bók er rakin saga þeirra sem við
sögu komu. Áhrifamikil fjölskyldusaga.
285 bls.
Ugla
KIL RAF
Í belg og biðu
Spjallbók
Höf: Sveinn Einarsson
Enn bregður höfundur á leik í nýrri spjallbók með
örsögum, ljóðum og minningaleiftrum frá langri og
viðburðaríkri ævi. Hann rabbar við lesendur í þeim
stíl sem kallaður hefur verið causeries á útlensku
jafnframt því að mæla fram gömul og ný ljóð.
146 bls.
Ormstunga
KIL
Kona verður orðlaus
Lygilega sönn reynslusaga
Höf: Birna G. Konráðsdóttir
Lygilega sönn reynslusaga um málóða konu sem
varð „orðlaus“ bæði vegna krabbameins í barka,
sem og samskipta við íslenska heilbrigðiskerfið.
Bókin er raunsæ, en jafnframt ærslafull ádeila með
skáldlegu ívafi. Opinská frásögn um einstaka seiglu
í andstreyminu sem vekur lesanda til umhugsunar
um hið dýrmæta fjöregg sem líf okkar allra er.
312 bls.
Huldar textasmiðja
IB
Kormákseðli þjóðskáldsins
Höf: Friðrik G. Olgeirsson
Í ævisögu Davíðs Stefánssonar, Snert hörpu mína,
sem út kom árið 2007 er lítið fjallað um náin
samskipti hans við konur. Davíð var fámáll um
einkalíf sitt og lengst af hefur lítið verið vitað með
vissu um samskipti skáldsins við hitt kynið. Margt
hefur þó verið sagt og skrifað um ástarmál Davíðs,
oftar en ekki byggt á hæpnum forsendum.
Skrudda
IB
Lífsins ferðalag
Höf: Wilhelm Wessman
Höfundur á að baki litríkan atvinnuferil hér á landi
og erlendis. Hann var m.a. hótelstjóri á Hótel Sögu
og Holiday Inn í Reykjavík og starfaði síðan lengi
sem hótelráðgjafi víða erlendis, m.a. í Simbabve,
Úkraínu og Rússlandi. Frásögn Wilhelms veitir
fágæta innsýn í þróun hótelreksturs, veitingaþjónustu
og ferðamennsku á Íslandi og erlendis.
176 bls.
Skrudda
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 59GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa TÍM Tímarit LKO Landakort
Ævisögur og endurminningar
Við erum sérfræðingar í
prentun bóka og bjóðum upp
á Svansvottaða framleiðslu
Kiljur og harðspjaldabækur
Lyngháls 1, 110 Rvk 5 600 600
Gagnheiði 17, 800 Selfoss 482 1944
Glerárgötu 28, 600 Akureyri 4 600 700
prentmetoddi.is