Bókatíðindi - nov 2025, Síða 60

Bókatíðindi - nov 2025, Síða 60
IB Saga Eymundar og Halldóru í Dilksnesi 1. bindi: Samfélagið sunnan jökla 1840-1902 Höf: Gísli Sverrir Árnason Eymundur og Halldóra í Dilksnesi brutust til efna og mannvirðinga í allsleysi 19. aldar, þau eignast 16 börn og koma víða við í atvinnu og menningu. Hann var smiður, hafnsögumaður, læknir og skáld. Erfiðleikar í bland við frelsisþrá leiða fjölskylduna til Vesturheims 1902 en fimm árum síðar koma þau aftur heim í Hornafjörð og búa þar til æviloka. 1792 bls. Bókaútgáfan Sæmundur IB Séra Bragi - ævisaga Höf: Hrannar Bragi Eyjólfsson Ævisaga séra Braga Friðrikssonar er stórbrotin saga brautryðjanda og hugsjónamanns. Hann fæddist við erfiðar aðstæður, gekk í gegnum djúpar raunir en varð einn fremsti maður þjóðkirkjunnar, fyrsti heiðursborgari Garðabæjar og var kallaður „faðir Garðabæjar“. Innblásin og áhrifarík frásögn af manni sem mótaði samfélag sitt og helgaði líf sitt Guði. 652 bls. Sögufélag Garðabæjar KIL Sjálfsævisaga Klemensar Jónssonar Höf: Klemens Jónsson Ritstj: Anna Agnarsdóttir og Áslaug Agnarsdóttir Sjálfsævisaga Klemensar lýsir atburðarás sem hann lifði sjálfur og er rituð frá hans sjónarhorni. Stóran hluta ævinnar stóð hann á miðju leiksviði sögu Íslands. Margt af því sem hann tók þátt í telst til lykilatburða í Íslandssögunni og persónur sem hann átti í samskiptum við eru ýmsar þjóðkunnar. 310 bls. Sögufélag SVK RAF Og þaðan gengur sveinninn skáld Samferðamenn, vinir og kollegar minnast Thors Vilhjálmssonar hundrað ára Umsj: Guðmundur Andri Thorsson og Örnólfur Thorsson Í tilefni þess að öld er liðin frá fæðingu Thors Vilhjálmssonar, eins frumlegasta höfundar okkar, minnast samferðamenn, vinir og kollegar hans og varpa ljósi á þennan flókna og margbrotna höfund. Hér birtast stuttar svipmyndir, fræðilegar úttektir, ljóð og teikningar auk brota úr verkum Thors. Innleggin eru um 40 og í bókinni er fjöldi mynda. 352 bls. Forlagið - Mál og menning IB Óli Gränz Höf: Guðni Einarsson Óli Gränz er Eyjapeyi og grallari. Hann missti aleigu sína í Heymaeyjargosinu, eignaðist sjö börn á átta árum með fjórum konum, en ástarlíf hans var stundum umtalað í Eyjum. Hjá honum hefur gleðin alltaf haft yfirhöndina en stundum hefur þó gefið á bátinn. Hér segir hann á hispurslausan hátt og skemmtilegan frá lífshlaupi sínu sem er engu öðru líkt. 315 bls. Bókaútgáfan Hólar IB Óli Jó Fótboltasaga Höf: Ingvi Þór Sæmundsson Hér segir Ólafur Jóhannesson sögu sína á fádæma skemmtilegan og beinskeyttan hátt. Uppvöxturinn, fjölskyldan, leikmannaferillinn í fótbolta og handbolta, þjálfun í rúma fjóra áratugi, sigrar og töp, gleði og sorg. Óli hefur upplifað allt sem hægt er að upplifa í íslenskum fótbolta. Einstök frásögn sem varpar ljósi á þróun fótboltans í hálfa öld. 264 bls. Sögur útgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort60 Ævisögur og endurminningar Félagsleg tengsl. leshringir, bókmenntaviðburðir, fjölmiðlaumfjallanir og upplestrar skapa líflegar umræður lesenda.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.