Bókatíðindi - nov. 2025, Síða 64

Bókatíðindi - nov. 2025, Síða 64
IB Gömlu íslensku jólafólin Fróðleikur og ljótar sögur Höf: Jón Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir Myndh: Sunneva Guðrún Þórðardóttir Í gamla daga voru sagðar margar ljótar sögur um Grýlu, Leppalúða, jólasveinana og jólaköttinn. Grýla hefur t.d. búið með sex ferlegum tröllkörlum og Leppalúði haldið framhjá kerlu sinni. Jólasveinarnir eru mun fleiri en þrettán og stundum var sagt að þeir fitnuðu af blótsyrðum. Flotnös og Lungnaslettir koma ekki lengur til byggða, sem betur fer. 112 bls. Sögusmiðjan IB Helförin í nýju ljósi Höf: Laurence Rees Þýð: Jón Þ. Þór Um Helförina er jafnan spurt: Hvernig í ósköpunum gerðist þetta og hvers vegna? Fáar bækur svara þessum spurningum með jafn mannlegum og tæmandi hætti og þessi marglofaða bók eftir breska sagnfræðinginn Laurence Rees. 466 bls. Ugla IB Hlaðan Þankar til framtíðar Höf: Bergsveinn Birgisson Bergsveinn Birgisson ákveður að endurbyggja hlöðu forfeðra sinna norður á Ströndum sem er komin að hruni. Það fær hann til þess að hugsa um heiminn og stöðu mannsins í honum. Útkoman er ferðalag um tíma og rúm, andlegt sem raunverulegt, í bók sem er engri annarri lík. 271 bls. Bjartur SVK RAF Horfin athygli Hvers vegna er svona erfitt að einbeita sér – og hvað er til ráða? Höf: Johann Hari Þýð: Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir og Arnþór Jónsson Börn og fullorðnir eiga æ erfiðara með einbeitingu: að lesa, læra og fást við flókin verkefni. En hver er ástæðan og hvað er til ráða? Hér er rýnt í þá ólíku þætti sem ræna okkur getu til djúprar og sjálfstæðrar hugsunar, með uggvekjandi afleiðingum. Einstaklega áhugaverð og læsileg metsölubók um brýnt málefni. 368 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell IB Hrossafræði Alhliða upplýsinga- og fræðirit um hesta Höf: Ingimar Sveinsson Einstaklega aðgengilegt upplýsinga- og fræðirit um allt sem við kemur hestum og hestamennsku. Þetta er ómissandi bók fyrir alla þá sem stunda hestamennsku, áhugafólk jafnt sem atvinnumenn. 334 bls. Veröld IB Árbók Ferðafélags Íslands Fuglar og fuglastaðir Höf: Daníel Bergmann Í árbók FÍ 2025 er ítarleg umfjöllun um nærri 100 fuglaskoðunarstaði víðsvegar á landinu. Einnig er sagt frá fuglaskoðun sem áhugamáli, fuglaljósmyndun og sögu hennar, þátttöku almennings í fuglavísindum og fuglaskoðun eftir árstíðum. Í bókinni eru yfir 400 ljósmyndir af fuglum og fuglastöðum. 320 bls. Ferðafélag Íslands KIL Fyrsti bjórsopinn og fleiri smálegar lífsnautnir Höf: Philippe Delerm Þýð: Friðrik Rafnsson Myndh: Jean-Philippe Delhomme Þessi litla perla franska rithöfundarins Philippes Delerm, fagurlega myndskreytt, sló hressilega í gegn þegar hún kom út í Frakklandi og hefur selst í meira en milljón eintaka þar í landi. Bókin hlaut frönsku Grandgousier-bókmenntaverðlaunin en þau eru veitt fyrir bækur sem lofa glaðlyndi og lífsins lystisemdir. Sannkallaður óður til Frakklands. 124 bls. Ugla SVK Gripla 36 (2025) Alþjóðlegt tímarit Árnastofnunar Ritstj: Margrét Eggertsdóttir og Gísli Sigurðsson Gripla er alþjóðlegt, ritrýnt tímarit á sviði norrænna fræða fyrri alda og kemur út í desember á hverju ári. Tímaritið er alþjóðlegur vettvangur fyrir rannsóknir á sviði íslenskra og norrænna fræða, einkum handrita- og textafræða, bókmennta og þjóðfræða. 350 bls. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum KIL Grænland og fólkið sem hvarf Höf: Valur Gunnarsson Hvað varð af norrænu byggðinni á Grænlandi sem hvarf með dularfullum hætti fyrir 500 árum? Hér er reynt að ráða gátuna auk þess sem rýnt er í sögu landsins frá komu danskra nýlenduherra, mikilla þjóðfélagsbreytinga á 20. öld sem og umsvifum Bandaríkjanna eftir síðari heimsstyrjöld og fram á okkar daga. Aðgengilegt sagnfræðirit og ferðasaga í bland. 272 bls. Salka SVK Gæði kennslu Námstækifæri fyrir alla nemendur Ritstj: Anna Kristín Sigurðardóttir, Hermína Gunnþórsdóttir og Rúnar Sigþórsson Bókin er sérstaklega skrifuð með starfandi kennara og skólastjórnendur, kennaranema og kennsluráðgjafa í huga. Höfundar hafa að leiðarljósi að sameina fræðileg og hagnýt sjónarhorn á viðfangsefni sín þannig að efnið nýtist í kennaramenntun og við starfsþróun í skólum. 306 bls. Háskólaútgáfan B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort64 Fræðirit, frásagnir og handbækur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.