Bókatíðindi - Nov 2025, Page 69

Bókatíðindi - Nov 2025, Page 69
IB Yfirrétturinn á Íslandi: Dómar og skjöl V. 1742–1746 Ritstj: Gísli Baldur Róbertsson, Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Fjölbreytt mál komu fyrir réttinn en þar á meðal eru spilling embættismanna, hórdómsbrot, rógburður og hártog. Ólétt vinnukona var flutt hreppaflutningum yfir sýslumörk og fyrrverandi sýslumaður var dæmdur útlægur úr héraðinu. Skjöl Yfirréttarins veita einstaka innsýn í íslenskt samfélag á 18. öld. 738 bls. Sögufélag og Þjóðskjalasafn Íslands SVK Þingvallabók Annáll 930-1930 Höf: Jón Kristjánsson Saga Íslendinga kemur hvergi betur fram á einum stað en á Þingvöllum við Öxará. Hér er safnað saman á eina bók frásögnum af helstu atburðum sem taldir eru hafa gerst þar, flestar teknar orðrétt upp úr gömlum ritum, einkum annálum, Íslendingasögum, Sturlungasögu, biskupasögum og alþingisbókum. Fjöldi mynda prýðir bókina, margar ómetanlegar. 704 bls. Bókaútgáfan Sæmundur KIL Ritröð Árnastofnunar nr. 120 Þorsteins saga Víkingssonar Útgáfa eftir AM 556 b 4to Umsj: Þórdís Edda Jóhannesdóttir Þorsteins saga Víkingssonar telst til fornaldarsagna Norðurlanda og var að öllum líkindum samin á 14. öld. Í sögunni er greint frá ævintýrum aðalhetjanna sem ferðast víða, afla sér fjár og frægðar og sigrast á margvíslegum hindrunum sem á vegi þeirra verða. 87 bls. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum IB Ævi Jesú og orð samkvæmt guðspjöllunum fjórum Ritstj: Karl Sigurbjörnsson Hefur þig langað til þess að geta lesið alla söguna um Jesú Krist á einum stað í réttri tímaröð? Hér fetar höfundur slóð margra guðfræðinga og hugsuða fyrri alda og spreytir sig á því að raða textum guðspjallanna saman í eina heilstæða frásögn. Útkoman vekur undrun og eftirvæntingu. 198 bls. Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið KIL Trúðu mér Sönn saga af játningamorðingjanum Henry Lee Lucas Höf: Ryan Green Þýð: Ragnar Hauksson Trúðu mér er áhrifamikil frásögn af einu undarlegasta og hryllilegasta glæpamáli í sögu Bandaríkjanna. Sumarið 1983 var Henry Lee Lucas handtekinn fyrir óleyfilega byssueign. Lögreglan grunaði hann um aðild að hvarfi tveggja kvenna og notaði tækifærið til að þjarma að honum. Í kjölfarið játaði hann að hafa myrt, nauðgað og limlest hundruð kvenna. 181 bls. Ugla IB UFO 101 Höf: Gunnar Dan Við erum ekki ein! Jörðina heimsækja reglulega gestir utan úr geimnum sem búa yfir langtum þróaðri tækni en við mannfólkið. Þessar heimsóknir skilja eftir sig spor. Fjöldi fólks hefur sagt frá samskiptum við aðkomnar verur. Enn fleiri eru til vitnis um geimverur hér á jörð en óttast að stíga fram og segja frá reynslu sinni. 237 bls. Sögur útgáfa KIL Vegferð til farsældar Sýn sjálfstæðismanns til 60 ára Höf: Vilhjálmur Egilsson Vilhjálmur Egilsson fjallar um þróun íslensks samfélags undanfarna áratugi og sýn sína á nokkur mikilvæg viðfangsefni sem framundan eru. Vilhjálmur bendir á að íslenskt samfélag sé nú í fremstu röð vegna margvíslegra umbóta sem gerðar voru á tíunda áratug síðustu aldar. En hvert stefnir, hvað má betur fara og á hvað ber að leggja áherslu? 290 bls. Ugla KIL Washington DC Höf: Jón Óskar Sólnes Washington DC vaknar til lífsins í fjörugri og tæpitungulausri frásögn þar sem víða er drepið niður fæti. Höfundur fer með lesendur í ferðalag um höfuðborg Bandaríkjanna og oft um ótroðnar slóðir. 172 bls. Skrudda SVK Yfirkennarinn Afmælisrit til heiðurs Sigurði J. Grétarssyni Ritstj: Andri Steinþór Björnsson, Árni Kristjánsson, Heiða María Sigurðardóttir og Urður Njarðvík Greinarnar sem hér birtast fjalla meðal annars um læsi, spilaf íkn, áföll, mótþróaþrjóskuröskun, taugavísindi, núvitund og sögu sálfræðinnar – og draga upp mynd af manni sem hefur haft djúpstæð áhrif á bæði nemendur og fræðasvið sitt. Í bókinni er jafnframt fjallað um hlutverk leiðbeinandans og mikilvægi kennslunnar. 342 bls. Háskólaútgáfan B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 69GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort Fræðirit, frásagnir og handbækur Gefum börnum bækur

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.