Bókatíðindi - nov. 2025, Síða 70

Bókatíðindi - nov. 2025, Síða 70
GOR Söngvasveigur 19 Fyrir allt sem fagurt er Kórtónlist eftir John Rutter með íslenskum og enskum textum Höf: John Rutter Kórtónlist Johns Rutter nýtur mikillar hylli um allan heim enda ægifögur og melódísk. Í bókinni eru þekktustu lög hans en einnig nýrri, s.s. eins og lagið sem hann samdi fyrir hjónavígslu Vilhjálms prins og Katrínar í Westminster Abbey árið 2010. Fimm jólalög eru í bókinni. Bókin er sú nítjánda í tónlistarröðinni Söngvasveigur. 130 bls. Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið SVK Iceland and Greenland A Millennium of Perceptions – A Thousand Years of Myth, Mystery, and Imagination Höf: Sumarliði R. Ísleifsson Þýð: Júlían Meldon D‘Arcy og Arnanguak Lyberth Bókin varpar ljósi á hvernig Ísland og Grænland hafa verið túlkuð af umheiminum á liðnum öldum í máli og myndum, allt frá miðaldaritum til samtímafjölmiðla. Í bókinni er fjallað um hvernig þessi tvö lönd voru ýmist dásömuð eða fordæmd, sem ill eða góð og allt þar á milli. 303 bls. Sögufélag IB Mynd & hand Skólasaga 1939–1999 Höf: Davíð Ólafsson og Arndís S. Árnadóttir Ritstj: Æsa Sigurjónsdóttir, Sumarliði R. Ísleifsson og Kristín Svava Tómasdóttir Mndrtstj: Hjálmtýr Heiðdal Sextíu ára saga Myndlista- og handíðaskóla Íslands, allt frá því að skólinn tók til starfa í fjórum geymsluherbergjum í kjallara við Hverfisgötu árið 1939 undir nafninu Handíðaskólinn og þar til hann var lagður niður samhliða stofnun Listaháskóla Íslands árið 1999. 405 bls. Sögufélag IB RAF Piparmeyjar Fröken Thora og saga einhleypra kvenna á Íslandi Höf: Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir Hvaða augum leit fólk piparmeyjar og hvaða augum litu þær sig sjálfar? Höfðu þær raunverulegt val í lífinu? Fróðlegt og aðgengilegt sagnfræðirit byggt á metnaðarfullri rannsókn á ævi og kjörum einhleypra, íslenskra kvenna á umbrotatímum í kvennasögunni. Í aðalhlutverki er heillandi safn einkabréfa Reykjavíkurstúlkunnar Thoru Friðriksson. 542 bls. Forlagið - Mál og menning TÍM Saga Tímarit Sögufélags LXIII: 1 og 2, 2025 Ritstj: Kristín Svava Tómasdóttir og Vilhelm Vilhelmsson Tímaritið Saga kemur út tvisvar á ári, vor og haust. Efni þess tengist sögu og menningu landsins í víðum skilningi. Ritrýndar greinar og viðhorf mynda stærstu efnisþætti tímaritsins. Í Sögu birtast einnig ritdómar og ritfregnir um nýjar bækur er varða sögu, einkum Íslandssögu, og annað efni af sagnfræðilegum toga. Ómissandi öllu áhugafólki. Sögufélag Sagnfræði og trúarbrögð KIL 1453 Hið heilaga stríð um Konstantínópel og átökin milli Íslams og Vesturlanda Höf: Roger Crowley Þýð: Júlíus Sólnes Þetta höfuðverk breska sagnfræðingsins Rogers Crowley segir frá atburðum og átökum sem marka endalok miðalda og hafa enn áhrif á sögu mannkyns. Bókin birtist hér í vandaðri þýðingu Júlíusar Sólness. 292 bls. Bókaútgáfan Sæmundur KIL Ástand Íslands um 1700 Lífshættir í bændasamfélagi – Kilja Höf: Árni Daníel Júlíusson, Björgvin Sigurðsson, Guðmundur Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Ófeigur Sigurðsson og Sigríður Hjördís Jörundsdóttir Ritstj: Guðmundur Jónsson Hvernig var að búa á Íslandi á tímum bændasamfélagsins, landi bænda og sjómanna, höfðingja og almúgamanna? Í bókinni er lýst lífsháttum Íslendinga í upphafi 18. aldar og fjallað um fjölskyldur og heimili; jarðir, byggðaskipan og búsvæði; lífskjör þjóðfélagsstétta; fátækt og ríkidæmi. 442 bls. Sögufélag KIL Dagur þjóðar Þróun 17. júní hátíðarhalda á 19. og 20. öld Höf: Páll Björnsson Í þessari nýstárlegu bók er sýnt fram á hvernig 17. júní varð að þjóðhátíðardegi Íslendinga snemma á 20. öld, m.a. fyrir tilstilli sjálfstæðishreyfingar þess tíma, félaga í UMFÍ og ÍSÍ, auk verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Með þátttöku sinni gerði alþýða manna 17. júní að degi þjóðar án þess að yfirvöld tækju ákvörðun þar um. 240 bls. Sögufélag KIL Farsótt Hundrað ár í Þingholtsstræti 25 – Kilja Höf: Kristín Svava Tómasdóttir Þetta er saga um sjúkdóma, lækningar og tilraunir til að vernda samfélagið gegn sóttum. Þetta er saga borgar og velferðarkerfis en ekki síst saga af fólki. Aðalpersónan er þó gamla timburhúsið sem byggt var árið 1884 sem fyrsta sjúkrahús Reykvíkinga. Síðar var það gert að farsóttaspítala, geðsjúkrahúsi og seinast gistiskýli fyrir heimilislausa. 350 bls. Sögufélag B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort70 Sagnfræði og trúarbrögð   Sagnfræði og trúarbrögð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.