Bókatíðindi - nov. 2025, Side 71

Bókatíðindi - nov. 2025, Side 71
SVK Þingvallabók Annáll 930-1930 Höf: Jón Kristjánsson Saga Íslendinga kemur hvergi betur fram á einum stað en á Þingvöllum við Öxará. Hér er safnað saman á eina bók frásögnum af helstu atburðum sem taldir eru hafa gerst þar, flestar teknar orðrétt upp úr gömlum ritum, einkum annálum, Íslendingasögum, Sturlungasögu, biskupasögum og alþingisbókum. Fjöldi mynda prýðir bókina, margar ómetanlegar. 704 bls. Bókaútgáfan Sæmundur Sálfræði, sjálfshjálp og andleg leiðsögn IB Be Kind - ekki kind Vertu þú og farðu þína eigin leið! Byggt á sannreyndum aðferðum að vellíðan og hamingju Höf: Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir og Helga Nína Þórðardóttir Sjálfsvinnudagbók sem nýtir sannreyndar aðferðir til að styðja ungt fólk í að finna meiri gleði og vellíðan í daglegu lífi. Hún er full af skemmtilegum æfingum sem auðvelda að takast á við streitu, samanburð og samkeppni – raunveruleg verkfæri sem virka til að efla gleði, vellíðan og trú á að eitthvað frábært sé framundan. 240 bls. Eirð náttúruhús IB Ég er ekki fullkominn! Ég stjórna – ekki kvíðinn Höf: Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Myndh: Iðunn Arna Björgvinsdóttir Ég hef verið á botninum vegna hamlandi kvíða og líka upplifað tímabil þar sem ég tók miklum framförum. Á síðustu árum hef ég verið að uppskera eftir mikla vinnu sem ég lagði á mig. Það er von mín og trú að þessi bók komi mörgum að gagni sem glíma við kvíða en geti einnig hjálpað þeim sem ekki hafa upplifað slíkt til að skilja um hvað málið snýst. 72 bls. Bókaútgáfan Sæmundur IB Gleði Bjargar - Hamingjan er markmið, gleðin er afstaða Höf: Björg Þórhallsdóttir Þýð: Herdís H. Húbner Ég er sannfærð um að við getum valið að vera hamingjusöm. Ég veit einnig að það krefst fyrirhafnar. Til að finna sanna innri gleði þarftu að vinna rækilega hreinsunarvinnu og losa þig við allt sem rænir þig orku. 216 bls. Bókafélagið IB Samvinnan - umræðurit - Höf: Jón Sigurðsson Samvinnuhreyfingin á Íslandi markaði djúp spor í sögu þjóðar í meira en eina öld og var samofin vegferð hennar úr fátækt til velmegunar. Hér segir höfundur þessa sögu á aðgengilegan og sannfærandi hátt með sínum vel þekkta knappa stíl. 248 bls. Bókaútgáfan Sæmundur SVK Síðasti formaðurinn Höf: Ásgeir Jónsson Janúar 1951 markaði endalok hákarlaútgerðar á Íslandi. Þá fór Bjarni Jónsson, afi höfundar, í síðustu hákarlaleguna. Þessi bók fjallar um mannlíf og atvinnuhætti á Ströndum á fyrstu áratugum síðustu aldar. Dr. Ásgeir Jónsson fjallar hér um stórmerkilega sögu forfeðra sinna og harða lífsbaráttu þessar kynslóðar. 202 bls. Almenna bókafélagið KIL Sjálfstætt fólk Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld – Kilja Höf: Vilhelm Vilhelmsson Vistarbandið var ein af grunnstoðum samfélagsins á 19. öld. Það setti mark sitt á daglegt líf alþýðu og hefur verið líkt við ánauð. En var það í raun svo? Voru vinnuhjú þrælar undir hæl húsbænda sinna? Eða voru þau agalaus og óhlýðin líkt og tíðar umkvartanir ráðamanna gáfu til kynna? 314 bls. Sögufélag IB Sjávarútvegur Íslendinga 1975-2025 Höf: Sigfús Jónsson og Sveinn Agnarsson Í þessu fyrra bindi sögu sjávarútvegs Íslendinga síðustu 50 árin, allt frá útfærslu landhelginnar í 200 sjómílur árið 1975, er fjallað um starfsumhverfi og stjórnsýslu sjávarútvegsins. Jafnframt er rætt um stofnanir sjávarútvegs, hafréttarmál og alþjóðlega samninga og kjara- og verðlagsmál. Lykilverk um sögu og þróun sjávarútvegsins. 340 bls. Hið íslenska bókmenntafélag KIL Skrifin hans afa Höf: Sveinn Sveinsson Umsj: Sigurður Sigursveinsson og Sveinn Runólfsson Greinasafn Sveins Sveinssonar (1875-1965) bónda á Norður-Fossi í Mýrdal. Stórmerk heimild um veröld sem var. 317 bls. Bókaútgáfan Sæmundur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 71GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort Sagnfræði og trúarbrögð Sálfræði, sjálfshjálp og andleg leiðsögn   Sálfræði, sjálfshjálp og andleg leiðsögn

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.