Bókatíðindi - nov 2025, Side 73
RAF
Matreiðsla
Matvælabraut 2. og 3. þrep
Höf: Hermann Þór Marinósson, Hinrik Carl
Ellertsson, Ragnar Wessman og Ægir Friðriksson
Gagnvirk vefbók þar sem síðari hluta matreiðslunáms,
á 2. og 3. þrepi, eru gerð skil í máli og myndum.
Annars vegar er um að ræða námsefni í aðferðafræði,
hráefnisfræði og kalda eldhúsinu og hins vegar
í fagfræði, matseðlafræði og eftirréttum.
IÐNÚ útgáfa
SVK
Matur og meðlæti í Air Fryer
Höf: Erla Steinunn Árnadóttir
Í framhaldi af Eldað í Air Fryer kemur nú bókin Matur
og meðlæti í Air Fryer, sem bætir við fjölda nýrra
uppskrifta. Hér er að finna fjölbreytta rétti – allt frá
einföldum smáréttum og kjötréttum yfir í spennandi
meðlæti sem fullkomnar kvöldmáltíðina. Bókin er
fullkomin gjöf fyrir áhugafólk um Air Fryer eldun.
120 bls.
Erla Steinunn Árnadóttir
IB
Steikarbók Óskars
Allt um nautasteikur og eldun
Höf: Óskar Finnsson
Hér er á ferðinni löngu tímabær handbók um
steikur fyrir allt áhugafólk um góða nautasteikur
– jafnt byrjendur sem lengra komna.
154 bls.
Edda útgáfa
SVK
Súrkál fyrir sælkera
Höf: Dagný Hermannsdóttir
Viltu læra að gera súrkál, chutney, kimchi og fleira
gerjað góðgæti sem bætir auk þess meltinguna og eflir
heilsuna? Hér gefur Dagný Hermannsdóttir hagnýtar
leiðbeiningar um grunnaðferðir, tæki og tól, hráefni,
geymslu og fjölbreytta notkun sýrðs grænmetis
auk fjölda einfaldra sælkerauppskrifta. Gagnleg
og girnileg bók sem er loksins fáanleg aftur.
101 bls.
Forlagið - Vaka-Helgafell
IB
Mýkt
22 sígildar prjónauppskriftir
Höf: Sari Nordlund
Þýð: Guðrún Hannele Henttinen
Glæsileg prjónabók með 22 uppskriftum að
tímalausum kvenflíkum; opnum og heilum peysum,
toppum, húfum, sjölum, sokkum og handstúkum.
Falleg kaðlamynstur og gataprjón einkenna hönnunina
og hvarvetna er hugsað út í f ínleg smáatriði. Stærðir
eru fjölbreyttar auk þess sem verkefnin í bókinni
henta bæði byrjendum og lengra komnum.
223 bls.
Forlagið - Vaka-Helgafell
SVK
Útsaumsverk Þorbjargar Halldórsdóttur frá
Strandarhjáleigu
Höf: Eiríkur G. Guðmundsson
Fjallað er um ævi, feril og verk útsaumskonunnar
Þorbjargar Halldórsdóttur (1875-1979). Að loknum
bústörfum settist hún 69 ára gömul að á Selfossi árið
1944. Þá hófst ferill Þorbjargar sem tekstíllistakonu
og varði í 30 ár. Myndir hennar með byggingum
og sögustöðum eru einstakar og má telja nýmæli
í tekstíllist. Fjöldi litmynda prýða bókina.
66 bls.
Eiríkur G. Guðmundsson
Matreiðsla
SVK
Bakað í Air Fryer
Höf: Erla Steinunn Árnadóttir
Bakað í Air Fryer er ný bók sem beinir sjónum sínum
sérstaklega að því hvernig nýta má Air Fryer potta í
bakstri. Í henni má finna fjölbreytt úrval uppskrifta, allt
frá heimabökuðu brauði og bollum yfir í kökur, kleinur
og jafnvel vínarbrauð. Þessi bók er ómissandi fyrir alla
sem vilja fá meira út úr Air Fryer pottinum sínum.
120 bls.
Erla Steinunn Árnadóttir
IB
Létt og loftsteikt í air fryer
Hollir, gómsætir og fljótlegir réttir
Höf: Nathan Anthony
Þýð: Nanna Rögnvaldardóttir
Spennandi matreiðslubók eftir breskan metsöluhöfund
með 80 girnilegum uppskriftum að loftsteiktum
réttum fyrir sanna sælkera. Hentar byrjendum
jafnt sem reyndum, kjötætum, grænmetisætum og
grænkerum. Það er fljótlegt og hollt að elda í air
fryer sem er ótvíræður kostur fyrir önnum kafið
fólk og þá sem vilja fækka hitaeiningum.
192 bls.
Forlagið - Vaka-Helgafell
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 73GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa TÍM Tímarit LKO Landakort
Hannyrðir Matreiðsla
Matreiðsla
Ánægja.
Hrífandi orðfæri, frumleg
hnyttni, mögnuð spenna,
ólgandi tilfinningar,
dýrmætur fróðleikur,
forvitnilegt sögusvið
og áhugaverðar sögupersónur
veita lesendum gleði.