Freyja - 01.12.1904, Page 2

Freyja - 01.12.1904, Page 2
FREYJA Er klukkunum hringjandi kyrkjunnar menn sig klæða í jólsniðið fat, mér íinnst sem að vakni þá ílöngun enn í íslenzkan hátíðamat.— Þér virðist það ef til vil), vinur minn, lágt —svo veraldleg munnalin lyst. En svo bezt fœr andi vor hafið sig hátt að hangikjöt borðað sé fyrst. Ég átti svo fagra og friðsœla stund í fóstrinu jólunum á og hoppaði’ um dalinn minn léttur f lund og lék mér svo kunningjum hjá.— A gull-lokkað höfuð og glóbjartan koll þá gœfusól jólanna skein, en draumeplin angandi, æskunni holl mér uxu á jólatrésgrein. Ei endaslepp gœði af gullum og yl þið gáfuð mér, ljósríku jól. Frá Þorláki helga og Þrettánda til mér þýðlega brosti’ ykkar sól. En þegar að landskiftin leit ykkar sveinn varð ljós ykkar Frónbirtu svift. Ur jóldögum þrettán og ofan í einn var árshátíð miðvetrar kippt. Ég kveð ykkur, jól mín, og signi’ ykkur svo, en samt það ég gjöri’ ekki’ í kross því mörk hans ég vildi af mannlífi þvo, en margvaxta jól fyrir oss. Sem hressandi ylblær um hávetrarstund í heiðinni’ og kristinni tíð til lífsins, úr hálfrökkurs hveimleiðum blund, þau heims vekja gjörvallan lýð. Ég þakka ykkur, jól, fyrir gamalt og gott. - Já, gamalt—-og ef til viil nýtt,

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.