Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 6
102. FREYJA VII. 5*
fór inn í hinn milka sai, þar sem hinir konungbornu lierrar og að-
alsmenn biðu hans.
Hinir konungbornu herrar og aðalsmenn heilsuðu Lailei, kon-
ungi sínum og hneigðu sig til jarðar fyrir honum. Að því búnu
tóku þeir sæti sín að boði hans, og hinn elsti þeirra sagði: ,,Vér
getum ei lengur liðið ofsa og yfirgang Assarkhadons konungs og
erum þess vegna neyddir til að segja honum stríð á hendur. “
Lað vildi Lailie konungur ekki,heldur vildi hann senda menn á fund
Assarkhadons og semja frið við hann ef þess væri kostur. Og er
hann hafði nefnt göfga menn til þeirrar farar og sagt þeim hvað
gjöra skyldi, lét hann hina konungbornu herra og aðalsmenn frá
sér fara.
Að morgunverki sínu loknu, sá hann Assarkhadon, sem nú var
Laiiei, ríða á veiðar sér til skemmtunar, og varð veiðiför sú honum
þóknanleg, því sjálfur veiddi hann tvo villigelti. Þegar heim kom,
mataðist hann með vinum sínum og skemmti sér við að horfa á
dansleik ambátta sinna. Nœsta dag fór hann í réttarsalinn mikla
og hlustaði á bænir hinna biðjandi og dæmdi mál manna. Að því
búnu fór hann á veiðar og drap í þetta sinn ljónsinnu, en náði
hvolpum hennar lifandi. Þegar hann kom heim, mataðist hann
að vanda með vinum sínum og skemmti sér við söng og dans.
Kvöldinu evddi hann hjá eiginkonu sinni, sem hann elskaði inni-
l'ega.
Þannig liöu vikur og dagar þar til sendimenn hans komu að
mánuöi liðnum frá Assarkhadon konungi sem einu sinni var hann
sjálfur, og voru þeir þá nef og eyrna iausir. Því Assarkhadon
konungur hafði látið skera þessa hluti af þeim, og sagt að þannig
mundi hann einnig fara með Lailie konung, nema því að eins að
hann fœrði honum guil og gripi, silfur og cyprusvið og gjörðist
þjónn hans í tilbót.
Þá stemmdi Lailie konungur, sem áður var Assarkhadon, sam-
an hinum konungbornu, hersum og aðalsmönnum og sagði þeim
orðsending Assarkhadons konungs, og spurði þá hvað þeim sýndist
bezt að gjöra. Ilvöttu þeir allir þess að herja á hann þegar í stað,
áður en hann herjaði á þá. Féllst Lailie konungur á það, kallaði
saman hersveitir sínar og lagði sjálfur af stað með þeim. Stóð