Freyja - 01.12.1904, Qupperneq 12
I24.
FREYJA
VII. 5.
eins og hríÖ létta af húsi, þegar hann fór burtu. En hann var
undur góöur við hana litlu systur mína, líklega af því hún var
stúlka og grét af öllu, og hún hlakkaði ætíö til, þegar hann kom
heim og mamma gjörði það líka, svo ég auðvitað lét tilfinningar
mfnar liggja á milli hluta, því ég fann til þess, að það voru engar
samróma tiifinninngar við mínar tilfinningar á heimilinu.
Það var aðfangadagur jóla. Veðrið var blítt, lítill snjór á
jörðu, sem þjappaðist saman um há daginn. Við vorum úti um
daginn, og af því ég átti í brösum við drengi á mínu reki fóru
þeir að kasta í okkur snjó. Eg sá strags að hér var ærinn liðs-
munur, en að flýja var ógjörningur af því systir mín var svo sein
að hlaupa og ég sá að allar snjókúlurnar mundu lenda á henni. Ég
áleit því réttast að verjast drengilega. Við vorum í lítilli brekku
þegar þeir sóktu að okkur. Ég sagði systur minni að standa á bak
við mig og búa til eins margar snjókúlur eins og hún gæti en ég
skyldi henda þeim. Þetta gekk nú svona nokkuð vel, ég var hæf-
inn og þeir sóktu að, að neðan. En þeir voru fleiri svo ég gat
ekki varast allar snjókúlurnar, og svo fór líka systir mfn að gráta,
þvi bœði var henni urðið kalt á höndunum og svo höfðu sumar
snjókúlurnar lent framan í hana, þegar ég hafði vikið mér til hlið-
ar. Mér gramdist, og gjörði eins harða atlögu að óvinunum, eins
og mér var mögulegt. En allt kom fyrir ekkertT Það óx heldur
lið þeirra en fækkaði, því aðrir drengir slóust í lið með þeim. Ég
var að þrotum kominn, mig var farið að kala á neglur af kulda og
svo var snjórinn farinn að minnka þar sem ég stóð, Með öðrum
orðum, ég var að verða skotfœralaus, og til þess að gjöra útlitið
enn þá ískyggilegra fyrir mér, þá var ég búinn að fá blóðnasir, því
köggull hafði komið beint á nefið á mér. Systir mín grét nú ekki
lengur, hún orgaði, svo ég hlaut að gefast upp eða biðja vægðar.
En rétt í þeim svip kom faðir minn fyrir húshornið og sá aðfarirn-
ar. Mér kom alls ekki til hugar að biðja hann að hjálpa mér,
enda þurfti þess ekki, því drengirnir þekktu hann og lögðu óðar á
flótta. Svo sagði faðir minn okkur að fara heim heldur önugur
og það gjörðum við. Ég var allur votur og svo var systir mín.
Mannna þvoði af mér blóðið og klœddi mig úr öllu og dreif mig
ofan í rúm, Ég var þreyttur og sofnaði fljótt. Hvað lengi ég svaf,