Freyja - 01.12.1904, Side 20

Freyja - 01.12.1904, Side 20
FREYJA 116. VII. 5. sárt og lengi, og hvítn rósirnar á hólnum urðu votar af tárunum lienn- ar. En unnusti hennar kom ekki að heldur. Um þetta leyti var sá maður bæjarstjóri í Ríó de Janeiró, er Ferr- eira hét. Hann var maður hniginn á efri aldur. Grimmur var hann í lund og illúðleg’ur sýnum. Hann var bfiinn að vera ekkjumaður í nokk- ur ár, þegar hér er komið sögunni. Það var einn dag, að hann gekk þangað sein steinhöggvarinn var við starf sitt. „Eg ætla að gera þig að gæfumanni,“ sagði Ferreira við steinhöggvarann. „Lengi lifi bæjarstjór- inn!“ sagði steinhöggvarinn og hneigði sig djúpt. „Eg ætla að veita þér þann heiður, að gerast tengdasonur þinn,“ sagði Ferreira. „Það er vissulega ot mikill heiður fyrir mig‘“ sagði steinhöggvarinn, og jðrðin hringsnerist fyrir augunum á honum. „Eg veit það, vesæll maður, að þú átt ekki þann heiður skilið,“ sagði Ferreira og setti á sig stórbokka- svip, „en þrátt fyrir það ætla ég að gerast tengdasonur þinn. Og liinn þriðja drottinsdag hér frá verðum við Linda dóttir þín gefin saman í heilagt hjónaband í sjálfri dómkyrkjunni.“ „En ég er svo hræddur um, að dóttir mín vilji ekki giftast að svo stöddu, hún er svo einþykk," sagði steinhöggvarinn vandræðalega. „En hún verður að giftast mér, hvort sem henni líkar betur eða ver. Eg hefi ásett mér að gera ykkur bæði gæfusöm, af því Mner fríð,“ sagði Ferreira. „í herrans nafni sjáðu aumur á mér!“ sagði vesalings steinhöggvarinn og fór að gráta, „ég get ekki risið undir svo mikilli gæfu og svo háum heiðri. Ogég get iíka sannfært náðugan bæjarstjórann um það, að dóttir hans Símonar nábúa míns er þúsundfalt fríðari en hún Linda.“ „Bull 0g þvaður!“ sagði Ferreira byrstur, „dóttir þín verður konan mín, hvað sem það kostar, ogef þú dirfist að malda í móinn, þá læt ég lemja þig með svip um, eins oghund. Ilevrirðu það?“ „Eg heyri og hiýði,“ sagði aum. ingja steinhöggvarinn. Hann fór svo heim og sagði dóttur sinni, hvað í efni var. Og þau grétu bæði sárt og lengi, því þau vissu, að ekki t.jáðí að deila við bæjarstjórann, því það, sem hann skipaði, hlaut jafnan fram að ganga. Að kvöldi þess drottinsdags, sem Ferreira hafði til tekið, var dóm- kyrkjan í Ríó de Janeiró troðfull af fólki. Þar var allt hið heldra fólk bæjarins saman komið. Kyrkjan var uppljómuð af ótölulegum grúa af kertaljósum, 0g hún var prýdd eins og á stór-hátið. Presturinn var kominn fyrir altarið, fyrir framan hann stóðu brúðhjónin og brúðsvein- arnir 0g brúðmeyjarnar. Linda var búin fegursta skrúða, en hún var döpur í bragði og föl eins og lík. „Fríð er hún, Rósin í Ríó," hvíslaði fólkið, „en brátt mun hún ekkja verða." En þegar presturinn var að

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.