Freyja - 01.12.1904, Page 32
228.
FREYJA
VII. s.
Giordano Brúnós. Frá hersveitum hinna ógleymanlegu, ódauö-
legu—dánu, lítur hann til vor, og hver er svo spilltur að hann geti
staðist hina laðandi, sannfærandi mælsku, þessa áhrifamiklu bæn,
sem skín út úr ásjónu heimspekingsins og píslarvottsins, sem vog-
aði allt og lét líf sitt fyrir sannleikann. —Asjónu, á hverri að
ljómar hin eilífa sól.
*
Athugasemd.— Þing það sem átt er við í byrjun framanrit-
aðrar greinar, var þing atheista (guðsafneitenda), sem haldið var í
Róm á síðastl. sumri. Þar voru samankomnir mestu íræðimenn,
vísindamenn, heimspekingar og bókmennta stórmenni hins mennt-
aða heims og má meðal þeirra telja hinn mikla þýzka vísindamann,
Haeckel, norska skáldið og rithöfundurinn Björnstjerne Björnson,
Mangasarian, ritst. Liberal Review o. fl.
Giordano Brúnó var fæddur í Nola á Italíu nálœgt 1548. Hann
var frægur heimspekingur, gekk í svartmunka regluna í Naples
(Napolí) árið 1563, flúði föðurland sitt 1576 til að komast hjá
ofsóknum katólsku kyrkjunnar, sem ofsótti hann fyrir vantrú hans
á vissum trúarbragða atriðum. I Geneva dvaldi hann '77, fór til
Parísar ’y9, til Lundúnaborgar '83 og dvaldi þar undir vernd
frakkneska konsúlsins um nokkur ár, og reit þar sín ágœt-
ustu verk. Arin 1586 og ’88. héU hann fyrirlestra við Wittenberg
háskólann, einnig ferðaðist hann á því tímabili um aðrar stór-
borgir á Þjóðverjalandi, Frakklandi og Svisslandi. Árið 1592 hélt
hann heim til ættlands síns og var þá skömmu seinna handtekinn
samkvæmt skipun Rannsóknarréttarins og brénndur fyrir vantrú,
í Rómaborg, á stað þeim er Campo dei Fiori heitir,—• blómatorgi
nútíðar Rómaborgar, þar sem nú stendur miyndastytta hans.
Myndin af þessari myndastyttu er nú sýnd á öðrum stað í þessu
númeri Freyju.
Ritst.