Freyja - 01.12.1904, Side 48

Freyja - 01.12.1904, Side 48
'44- FREYJA VII. 5. „Hann—já, ég held nú samt að hann hefði gjört þaö. En hann sagði eitthvaö um pabba þinn svo ég fór strax. “ ,,Einmitt það. Eg hata hann. — Að tala illa um pabba minn—dáinn, “ og hún stappaði fœtinum niður í gólfið. ,,Hann vissi það þá ekki. “ ,,Sagðir þú honum frá því. “ ,,Já, um leið og ég fór—ég var of bráð. “ Maisie hristi höfuðið. ,,Hann átti ekkert meö að tala iila um pabba—þó hann heföi verið lifandi.— Ég held að hann hefði aldrei hjálpað okkur.“ ,,Hann léti okkur ekki líða ef hann vissi af því.“ ,,Ó, honum vœri sama.“ ,,Ó, nei góða mín.“ ,,Og hví ekki.‘ ‘ , ,Af— af því að hann er faðir minn “ Maisie hljóðaði upp af undrun. ,,Afi minn-“ ,,Já, afi þinn. Stundum held ég— ef hann sæi þig—þú ert svo lík því sem ég var.“ ,,Veit hann hvar við erum?“ ,,Ekki býst ég við því- Ég hefi forðast hann “ Maisie varð hugsi litla stund- ,,Viitu að ég láti þig fyrirgefa honum með töfrasprotanum mínum?“ Ég hefi fyrirgefið fyrir löngu hafi ég haft nokkuö að fyrirgefa “ „Auðvitað hafðir þú það, því þaðhefir allt verið honumað kenna. “ Móðir hennar hristi höfuðið. ,,Hon- um var vorkun, því ég, sem var einkabarnið hans og sem hann hafði verið svo góður, strauk frá honum. Ég vissi þá ekki hvernig foreldrar fyndu til undir þeim kringumstœðum- Setjum svo að þú færirfrá mér “ ,,Ég myndi aldrei gjöra það, móðir mín elskuleg." ,,En ég gjörði það. “ ,,Það er nú svo. Kannske ég veifi þá að honum tofrasprotanum mínum, svo aö hann fyrirgefi þér, móðir?‘‘ ,,Til eru hlutir, sem jafnvel töfrasprotinn þinnekki geturgjört. kæra barn, “ sagði hún raunalega og strauk hendinni um hár dótt- ur sinnar- ,,En setjum nú svo “ ,,Ó, ég er of þreytt til að setja nokkuð. Dragðu niður ljósið og lofaðu mér að sofna- Kannske ég verði frískari á morgun.“ Maisie minnkaði ljósið, kyssti móður sína, fór svo inn í setustofuna og settist við eldinn í leikkjölnum sínum með töfrasprotann sinn og starði framundan sér. Þarsat hún íhálf- tíma- Svo stóð hún upp, vitjaði um móður sína og fann hana sof- andi. Fórhún þá út aftur, hallaði aftur hurðinni, fór í yfirhöfn sína og lagði at síað til aö finna afa sinn. , ,Mig langar til að finna herra Richardson," sagði hún við þjónustustúlkuna, sem kom til dyranna, þegar hún barði. „Hann lagði sig fyrir og bannaði að láta ónáða sig, “ svaraði

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.