Freyja - 01.01.1906, Síða 14

Freyja - 01.01.1906, Síða 14
142 FREYJA VIII. 6. ,,Sá eini maSur sem kærir sig um útlit mit'c er hvergi nœrri svo þa5 skiftir engu. “ ,,Vertu hughraust litla systir mín og reiddu þig á aö hann kemur, og svo á ég von á manni hingað í kvöld, sem mér þykir miklu skifta aö lítist vel á þig, “ sagöi Imelda og kyssti hana. ,,Ó, ég var búin aö gleyma því,en ég skal gjöra mitt bezta til aö þóknast, “ svaraði hún brosandi. í þessu var hringt til kveldverö- ar og þær gengu inn í borðsalinn þar sem Lawrence beiö þeirra og bauöþær velkomnar. Imeldu varð hverfc viö að mæta honum þvíhún haföi ekki séö hann síöan kveldið góöa sem hún mœtti Frank bróöur sínum, en þó náði hún sér brátt enda tók enginn eftir því atriöi. Máltíöin gekk þegjandalega af, eitthvert farg virtist hvíla yfir öll- um, að vísu var svo aö sjá, sem Alica væri ekki lengur hrœdd viö nn sinn, en milli þeirra var heldur ekkert vináttu samband, því þau auðsjáanlega forðuöust hvort annaö. Imelda sá og skildi og Coru leið einhvernvegin illa. Westcot gjöröi ítrekaðar tilraunir til aö hefja skemmtilegt samtal en þœr mislukkuðust allar. Svo þegar máltíðinni vs.r lokiö afsakaöi hann sig strax og fór út, en viö það lifnaði auðsoelega yfir þeim sem eftir voru. Þarsem hann gekk einn um gólf úti fyrir dyrunum og heyrði gleöilætin inni beit hann á vörina og brosti napurt. Hann sá nú aö þessar konur voru ekki eins og aðrar konur, að hann haföi misskiliö þær frá ■ byrjun, og að sú litla yfirbót sem hann hafði reynt að gjöra til að ná aftur þeirri stöðu sem hann átti með réttu heimtingu á í sínu ’ eigin húsi,var að einsbyggð á fyrri tíma þekkingu hans á kvennfólk- inu og kröfum þess. Hann hallaði sér þreytulega upp að marrn- arasúlunni sem hélt uppi loftsvölunum og ásetti sér að gjöra enn þá eina tilraun, því þetta líf var alveg óbærilegt. Og er honum varð nú litið ir.n um gluggann og sá hin sötnu andlit, sem í nærveru hans voru döpur og niðurbeygð, glöð og ánægð í fjarveru hans. stundi liann við og sagði hálf hfttt: ,,llvi ó hví þarf þetta að ganga svona til?“ í þessu bar Norman Carlton þar að og hefði sjftlfsagt gengið fram hjá honum liefði ÓVestcot ekki lagt höndsína á öxlina á honum og sagt: ,,ITg veit hvað heillar þig, vinur, en þú tapar engu þótt þú gcíir mer hálftíma fyrst, því sjftðu livað þær eru ár.ægðar,11 sagði hann og benti honum inn um gluggann. ,,Þú ert orðinn sjaldséður gestur hér

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.