Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 22

Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 22
FREYJA VIII. 6. 150 vina þínna. Fréttin um systur þína minnti frú Leland á son hennar, Osborne og hún hlakkar til ab sjá hann. Ég verð nú að slíta mig frá pennanum, ella rita ég eins langt og Margaret og þreyti þig með því, en það vil ég ekki gjöra. Vertu því sœl, og vit að hugur minn er ávalt samur þér til handa, þinn Wilbuk“. Imelda braut saman bréfið, og horfði svo á Norman, sem sat og hvíldi höfuðið í höndum sér. Svo stóð hún upp, gekk til hans, tók utan um vangana á honum, horfði framan í hann og sagði: ,,Og hvað heldur þú, vinur minn, um Wilbur ? ,,Að hann viti hvað hann segir ogsegi sannleikann, “ svaraði Norman. XXVI. KAPITULI. Cora var háttuð og Alica var að kyssa hana síðasta kossinn eftir að hafa hagrœtt brotna handleggnum og vafið að henni fót- inn. ,,Ég vona þér sofnist vel og að mitt hús geti orðið þér heimili á meðan þú þarft þess með. Hringdu ef þú þarfnast ein- hvers, því María keyrir til þín og kemur þá undir eins. Góða nótt Cora, ég vildi þú vissir hvað mér þykir vœnt um systur Im- eldu minnar, “ sagði Alica að skilnaði. ,,Þakka þér fyrir, ég á ekki skilið að allir séu mér eins góðit og þeir eru, “ sagði Cora í klökkum málróm. ,,Ó jú, og mikiðmeira en það, “ sagði Alica og fór, en Cora sofnaði og svaf vœrt og draumlaust alla nóttina. Þegar Alica kom inn í herbergi sitt, var þar niða myrkur. Það var oft siður hennar að sitja ein í myrkrinu og láta sig dreyma og í þetta sinn gekk hún hiklaust ir.n og henti sér niður í fóðraðan hægindastóþhallaði sér upp að stólbakinu og ruggaði sér hægt fram og aftur og skemmti sér við að horfa á himininn heiðan ogalstirnd- an. Allt í einu hrökk hún við, því henni fannst endilega einhver vera inn í herberginu. Hún var eins sannfærð um það eins oghún

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.