Tíminn - 06.05.1919, Qupperneq 16

Tíminn - 06.05.1919, Qupperneq 16
136 TÍMINN önnur nauðsynleg skilyrði til tryggingar hagsmunum rikisins, almennings eða ein- staklinga. t Pegar gerð er takmörkun á hve mikið megi hækka vatnsíiöt eða lækka, skal sett vatnshæðarmerki á kostnað eiganda, er sýni greinilega hve mest megi hækka eða lækka í vatninu. 95. gr. Hver aðila getur krafíst að skorið verði fyrirfram úr með mati, livort og hvernig vatnsvirki þau, er í 6. gr. getur, verði gerð án þess að tjón hljótist af á eignum annara manna eða rjettindum. Nú tekur matsgerð að ekki muui tjón af hljótast og geta þá rjetthafar við matsgerð- ina eigi aftrað að fyrirtækið verði fram- kvæmt samkvæmt henni, jafnvel þótt í ljós komi siðar að tjón hljótist af, en krefjast má þó skaðabóta áður 10 ár liða frá lokum þess almanaksárs, er verkinu var lokið. 96. gr. Nú gerir maður vatnsvirki án leyfis eftir 90.—92. gr., eða gegn mati eftir 95. gr., og er honum þá skylt, ef ráðherra eða þeir, er mats geta krafist, fara fram á það, að koma iöglegu skipulagi á vatnsvirkið, hvort heldur er með því að rífa það eða breyta því. Nú er mál höfðað samkvæmt fyrri málsgrein og hvílir þá sönnunarskylda um, hvernig vatni hafi verið háttað áður en fyrirtækið var framkvæmt, á virkiseiganda, ef fyrirtæk- ið veldur þvi, að nú er eigi lengur hægt að gera sjer það ljóst. Ábyrgð vegna ólöglegra mannvirkja tekur einnig til síðari eigenda. 97. gr. Eigandi vatnsvirkis skal ávall halda við óaðfmnanlega öllum vatnsvirkjum, sem þannig, er varið, að spjöll á þeim gætu valdið mannhættu eða tjóni á eignum ein- / stakra manna, eða hagsmunum rikisins, eða almennings. Eigi má rífa vatnsvirki þau, er í 89. gr. getur, án leyfis ráðherra. Ef leyfi er veitt, skal bætt eftir mati tjón á eignum og rjett- indum, er af niðurrifinu leiðir, þó ekki missi þess hagnaðar, er menn höfðu af vatnsvirkinu, nema goldið hafi verið fyrir þann hagnað bcinlínis eða óbeinlinis. 98. gr. Landeigandi er skyldur að þola á landi sínu allan nauðsynlegan átroðning vegna mælinga, eða annara rannsókna, við undir- búning á fyrirhöguðum mannvirkjum í vötn- um. Bæta skal tjón eftir mati, ef eigi sem- ur. Merki og vörður er mælingamenn þess- ir setja skulu telja til friðaðra mannvirkja samkvæmt almennum hcgningarlögum. Nú láta aðrir en ríkið, sýsla, hreppsfjelag eða bæjarfjelag slík undirbúningsstörf fram fara, og er þá skylda landeiganda þvi skil- yrði bundin, að áður sje fengin heimild lögreglustjóra og trygging sett fyrir tjóni, er verða kann, ef krafist er. Vottorð lögreglu- stjóra um þetta, skal sýnd landeiganda, eða leiguliða, ef þesS er krafist. XI. lcaili. Uin sbaðabætnr. 99. gr. Bætur fyrir eign eða rjettindi sem skylt er að láta af hendi samkvæmt lögum þess- um, skulu greiddar í peningum nema öðru vísi sje um mælt. Bæturnar skulu ætíð ákveðnar 'meö vissri upphæð í eitt skifti fyrir öll.' Bætur fyrir afnot af landi annars manns, eða aðrar eignarkvaðir má ákveða í ár- gjaldi, ef landeigandi óskar. i

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.