Tíminn - 06.05.1919, Side 21

Tíminn - 06.05.1919, Side 21
TÍMINN 141 120. gr. Formaður mats skal með hæfilegum Fyrir- vara tilkynna þeim, er hlut eiga að máli, hvenær mat skuli haíið, svo að þeir geti verið viðstaddir gerðina. 127. gr. Gefinn skal aðiljum kostur á að skýra mál sitt [og kynna sjer það, sem þegar er fram komiö. En þvi að eins verður gerðinni frestað, að matsnefnd telji einhvern aðilja þurfa að afla sjer frekari gagna. 128. gr. Formaður matsins skal, eins fljótt og veröa mð, birta aðiljum matsgerðina. 129. gr, Kostnað við undirmat og yfirmat, sje það fyrsta mat samkvæmt 124. gr., greiði venju- lega gerðarbeiðandi. Matsnefnd getur þó ákveðið, að alt að helmingur kostnaðar greiðist af öðrum aðiljum. Kostnað við yfirmat og sjerstakt yfirmat greiði gerðarbeiðandi, ef ekki er breyting gerð á hinni áfrýjuðu gerð, ella skal ákveðið í yfirmatinu eða hinu sjerstaka yfirmati, hverir greiða skuli. 130. gr. Matsneínd ákveður sjálf þóknun sina. Verði ágreiningur um þóknunina, fellir sýslu- maður fullaðarúrskurð um þann ágreining, ef um undirmat er að ræða, en stjórnar- ráðið, sje um yfirmat cða sjcrslakt yfirmat að ræða. 131. gr. Hver sá, er fær leyfi ráðherra eða sam- þykki til virkjunar i vatni, sem lúta að orkunýtingu, skal greiða i rikissjóð i eitt skifti fyrir öll og áður en virkjun hefst, tiltekna uppbæð, sem ráðherra ákveður. Gjaldið skal miða við vatnsorkuna og má eigi hærra vera en 50 aurar fyrir hverja eðlishestorku, sem ráðherra telur að vinnist við virkjunina. 132. gr. Fyrir eftirlit mcð vatnsvirkjunum eftir 116. gr., skal virkiseigandi greiða sjerstakt gjald eftir ákvörðun ráðherra, Gjöld eftir þessari og næstu grein á und- au má taka lögtaki. Þeim skal varið til kostnaðar við stjórn vatnamála. Niðurlagsákvæði. 133. gr. Brot gegn lðgum þessum og reglugjörðum og ákvörðunum þeim, sem settar kunna að verða samkvæmt lögunum, varða sektum frá 4—1000 kr., nema þyngri hegning liggi við að lögum. Sektirnar renna í ríkissjóð. 134. gr. Með brot gegn lögum þessum skal farið sem almenn lögreglmál. 135. gr. Með lögum þessum eru úr gildi feld: Ákvæði Jónsbókar um vatnsrjettindi i landleigubálk, 22. kap., 24. kap., 45. kap. og 56. kap. Lög nr. 55, frá 22. nóv. 1907 um tak- mörkun á eignar- og umráðarjetli á fossum á íslandi, um cignarnám á fossum o. fl. 2. kafli. Lög nr. 26, frá 22. október 1912 um vatns- veitu f löggiltum verslunarstöðum. Lög nr. 65, frá 22. nóv. 1913 um vatns- veitingar. Lög nr, 51, frá 3. nóv. 1915 um rafmagns- veitur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.