Tíminn - 06.05.1919, Side 40

Tíminn - 06.05.1919, Side 40
160 TÍMINN vatna verði ekki meiri, en landið geti undir risið. Framangreindar ástæður benda allar lil hins sama: Almenningsheill kvefst pess, að stórfeld notkuii valnsorkunnar sje háð skil- grðum, er ríkið selur lil varnar sjáifslœði voru, pjóðerni, tungu og atvinnuvegum gegn auðvaldi, erlendu eða úllendu. Enda þótt nauðsynin sje fyrir liendi, gel- ur liið venjulega löggjafarvald eigi sett þau ákvæði, er koma i bága við stjórnarskrána, og skal því hjer sýnt fram á, að svo verð- ur eigi, þó að það bindi notkun stórfeldrar vatnsorku skilyrðum, (sbr. norska sjerleyfis- laganefndarálilið 1907, bls. 28—32, og Mat- zens Statsforfatningsret III. Kbh. 1909, bls. 334—360, sjerstaklega bls. 333—334). Sú grein stjórnarskrárinnar er hjer getur skift máli er 53. gr.: »Eignarrjetturinn er friðheJgur. Engan má skylda til að láta af hendi cign sina, nema almenningsþörf krefji; þarf til þess lagaboð, og komi fult verð fyrir«. Löggjafarvaldið getur beinst gegn eignar- rjettinum á férnan hátt: 1. Svift eiganda eigninni. 2. Eyðilagt hana að fullu og öllu, eða að einhverju leyti. 3. Takmarkað rjett eiganda til þess að afhenda öðrum eignina. 4. Takmarkað persónulega notkun eig- anda á lienni. Tveir fgrri liðirnir falla óefað undir 53. gr. stjórnarskrárinnar, þannig að löggjafar- valdið getur ekki boðið slíkt, nema þegar almenningsþörf krefnr og komi fult verð fyrir. Priðji liður fellur aftur á móti ekki undir 53. gr. stjórnarskrárinnar, hvort heldur sein um algert bann er að ræða eða bann gegn afhendingu til vissra manna. Löggjafarvaldið hefir oft og einatt bannað útllutning eða innflutning, eða sölu í landinn (sbr. t. d. aðflutningsbannslögin), án þess að nokkur dómstóll úrskurðaði gegn því. Fossalögin frá 1907 byggja á þessum grundvelli, og binda má þvi sölu eða leigu orku víðtæk- um sjerleyfisskilyrðum samkvœmt þessu. Petta atriði hefir samt minni þýðingu í sambandi við spurninguna um það, hvort liægt sje að binda notkun vatnsorkunnar sjerleyfisskilyrðum. Fjórði liðurinn, sem aðallega er mikil- vægur í sambandi við þetla, fellur að minsta kosti örsjaldan undir 53. gr. stjórn- arskrárinnar. Yafasamt getur málið orðið, ef bannið nær yfir alla eignina og einmitl þá notkun, sem telja má aðaleinkenni lienn- ar, því að þá yrði eignin verðlaus eigand- anum. En jafnvel þó að svo væri, er varla hægt að tala um að eigandi sje skyldaður til að »láta af hendi« eign sína, og cf ríkið tæki sjálft notkunarrjettinn, yrði það að gjalda fult verð fyrir. í þessu sambandi er heldur eigi ætlast til að ganga svo langt, heldur aðeins binda stórfeld orkunot sjer- stökum öryggisskilyrðum, en önnur notkun vatnsins svo sem til veiði, lieimilis- og bús- þarfa er látin óskert, svo og orkuvinsla, sem ekki er hægt að kalla stórfelda eftir islenskum mælikvarða. Verður því ekki hægt að segja, að vatnsrjettindin verði eig- endunum verðlaus af þessum takmörkun- um á umráðarjetti þeirra, nje lieldur að þær falli undir 53. gr. stjórnarskrárinnar, og er því eigi hægt að krefja ríkið skaða- bóta þeirra vegna. Hjer er aðeins að ræða um ákveðin takmörk, sem löggjafarvaldið getur sett eignarrjettinum. Nokkru öðru máli væri að gegna, ef lög- gjafarvaldið- setti slíkt bann við notkun vatnsorkunnar lil þess, að gera sjer hana að fjeþúfu, t. d. til þess að geta síðar tekið eign- ina éignarnámi lýrir lítið verð, því að þá hefðu eigendurnir sanngirniskröfu til skaða- bóta, enda þólt óvíst væri um nokkra rjett- arlega skaðabótakröfu. Hjer er heldur eigi um það að ræða, því að heimild ríkisins til að krefjast sjerlcyfis til stórfeldrar orku-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.