Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 44
164
TtMINN
aö sjerleyflshafl geti notað önnur vötn en
leyfð eru, og raforkuvinslan verði meiri en
við var búist. Fallvötn vor eru misjafnlega
fallin til virkjunar og sjerleyfi mundi eðli-
lega verða buudið við fallvötn, sem rikið
liefði cigi sjálft þörf fyrir. Gera má einnig
ráð fyrir að sjerleyfi verði veitt með hlið-
sjón af því, hvort önnur samskonar fyrir-
tæki eru í grend, hvort þau eru í öðrum
landshlutum eða ekki, o. s. frv. Umsækj-
andi gæti átt nýtileg fallvötn viða á landinu
og virkjað efíir geðþekkni livert scm væri,
ef eigi væri fyrirtækið staðbundið með
leyfinu. Áætlun um vatnsorkuna gctur
einnig i uppliafi verið óábyggileg og er
þvi varnagli sleginn með því að tiltaka há-
mark vinslunnar.
Um 4. Timaákvörðunin hjer er miðuð við
stórfeld fyrirtæki og einsætt að frestir fyrir
» þau minni mega styttri vera. Ákvæðin miða
sjerslaklcga að þvi að tálma braski með
vatnsrjettindi og fossa, sem ella yrði auð-
veldara, er leyfið væri fengið, ef tímaá-
kvörðun fylgdi eigi til virkjunar. Einnig
miða þau til þess að tryggja þaun þjöðfje-
lagslega hagnað, sem fyrirtækið á að veita,
skipa atvinnubrögðum verkamanna með
hliðsjón af liðsþörf annara atvinnuvega
o. s. frv.
Stjórnarráðið getur framlengt þessa fresti,
ef sjerstakar ástæður eru fyrir hendi og
sjáanlcgt er, að virkunin yrði annars ekki
fullgerð í tæka tíð, en slík framlengingarleyfi
falla eigi undir sjerleyfisákvæðin í upphafi.
Langvárandi stöðvanir á rekstri fyrirtæk-
isins hafa i för með sjer endurhvarf rjett-
inda og virkja til ríkisins, ef ekki eru óvið-
ráðanlegar ástæður fyrir hendi.
Um 5. Af því að ekki er víst, að ætíð sje
kostur á að fá nægilegan íslenskan vinnu-
kraft nje íslenska sjerfræðinga þótti ekki
fært að setja það skilyrði, að ckki mætti
ráða útlendinga til virkjunar cða rcksturs á
fyrirtækjunum. Ætlast er til að stjórnar-
ráðið setji nánari reglur og skilyrði fyrir
þessu eftir því sem við á i hvert sinn.
Um 6. Greiðsla kaupgjalds í peningum
er samkvæmt eldri lögum og venju. Öðru
máli gegnir um arð leyfishafa af verslun
við verkamenn. Slík verslun hefir oft verið
verið atvinnurekendum hjer hin mesta fje-
þúfa, svo sem útgerðarmönnum, síldveið-
endum o. fl. En sanngjarnlegt er að hagn*
aður af þvi líkri verslun lendi hjá þeim,
sem hann gefa, enda löngu tekin upp hjá
grannþjóðunum þesskonar skilyrði fyrir
stóriðjuver.
Að sjálfsögðu tekur þetta skilyrði eigi til
þess arðs, sem Icyfishafi hefir af verslun
við aðra en verkamenn og fjölskyldur
þeirra.
Um 7. Leyfishafi skal sjálfur kosta til
þess er i þessum lið getur.
Um 8. Ágóðalaus þóknun er hjer talin
leiga sú, sem svarar venjulegum vöxtum,
viðhaldi og fyrningu. Skj'lda Ieyfishafa til
að leggja til lóð undir fundarhús leiðir af
sjer viðurkenningu hans á samvinnu og
fjelagsskap verkamanna, eins og lika áskiln-
aður um úrskurð stjórnarráðsins á ágrein-
ingi um bústaði verkamanna og önnur
fríðindi þeim til lianda tryggir þá fyrir
ofríki af hendi leyfishafa, ef haun t. d. vildi
beita uppsögn á húsnæði til þess að bæla
niður samtök þeirra.
Um 9. Með viðhaldi vega er átt við sjer-
stakt aukagjald, cr sljórnarráðið ákveður
fyrir þá almenningsvegi eða mannvirki,
sem leyfishafi notar öðrum frekar og því
ganga meira úr sjer. Heimildir til vega-
gerða, símalagninga og byggingu hafnar-
mannvirkja leyfist að sjálfsögðu þvi að eins,
að nauösyn krefji fyrir sjerleyfishafa, og
rikið telji eigi ástæðu til að taka þau mann-
virki að sjer, eða þar sem það skapar eigi
hættulcga samkepni við ríkisfyrirtæki. Öll
nánari fyrirmæli um meðferð og notkun
þessara mannvirkja, svo sem bryggjugjald,