Tíminn - 06.05.1919, Side 46

Tíminn - 06.05.1919, Side 46
16C TÍMINN selt hafa eða leigt mjög verðmæt vatns- rjettindi frá jörðum sínum fyrir óverulega Iágt endurgjald, svo sem tíðkaðist á fyrstu árum fossasölunnar, geti fengið sanngjarn- lega uppbót. Einnig miða þau til þess að draga úr ócðlilegri verðhækkun vatnsorku, með því að uppbótin gæli að nokkru mið- ast við höfuðstól þann, sem umsækjandi telur vatnið vera, en uppbótin mundi jafn- an hitta fyrstu leyfishafa. Uni Í5. Sbr. 114—117. gr. frumvarps minnihluta fossanefndar til vatnalaga og athugasemdir þeirra um eftirlit með gerð og viðhaldi vatnsvirkja og rekstri þeirra. Um 16. Trygging fyrir þvi að sjerleyfis- skilyrðum vcrði fylgt og fyrirmælum 114— 117. gr. vatnalagafrumvarpsins, verður eigi fengin án eftirlits. Er því óumflýjanlegl að leggja þær kvaðir á sjerleyfishafa, sem hjcr getur, um eftirlit og skoðun á skjölum, bókum og mannvirkjum. Hinsvegar er sjálf- sagt að reisa skorður við misbeitingu eftir- litsins, svo sem uppljóstri leyndarmála og iðjuaðferða, sem spilt gætu fyrir sjerleyfis- hafa í samkepni við aðra eöa á annan veg. Um 17. Álitamál getur verið um hámark sjerleyfistímans. Það var með lögum nr. 55, 22. nóv. 1907 sett við 100 ár, eins og þá tiðkaðist í Noregi, en nú hafa Norðiuenu fært þetta tímatakmark niður, 1909 i 80 ár, og með síðustu endurskoðun sjerleyfislaga þeirra frá 1907, niður í 60 ár. Eftir töflum þeiin, um endurhvarf til rík- isins á vatnsorkuveri, sem settar eru lijer á undan, virðist 65 ára hámarkstími hæfi- lcgur. Þótt lita megi svo á, að hann styttist um virkjunarlímann, þá á orku- verið ætið að geta starfað SO—60 ár með fullum árangri, ef miðað cr við hæsta sjer- leyfistíma og greiðlega virkjun. Uin endurhvarfskvöðina sjálfa, cða kaup- lausa afhendingu til rikisius er áður talað i inngangi þessara athugasemda. Hún er að sjálfsögðu eigi þvi til fyrirstöðu, að ríkið geti eftir nýju sjerleyfi eða samningi fram- lengt leyfistimaun, ef það er álitið hald- kvæmt, en hún gefur ríkinu hentugt færi á að breyta skilyrðum eða taka þær aðrar ákvarðanir, er breyltir þjóðarhagir kunna að heimta. Innlausnarrjelturinn, að 40 árum liðnum frá byrjun sjerleyfistima, byggist á sömu þörf ríkisins til ihlutunar, ef fyrirtækið reynist þjóðfjelaginu eða nágrenninu of- viða eða álirif þess óholl, en ælla vcrður að hans vcrði sjaldan þörf. Með þvi að binda haun við hvert 5 ára límabil frá 40 árum lil loka sjerleyfistímans, er ríkinu^ enn framar tiygður þessi íhlutunarrjettur. Hvort lieldur sem um innlausn er að ræða, eða kauplaus afhending fer fram við lok leyfistíma, verður eignar og umráða- rjettur rikisins fortakslaus. Falla því burtu öll veðbönd og skuldbindingar við aðra sem áður hvíldu á fyrirtækinu, svo og leigusamningar, ef vatnsrjettindin hafa leigð verið en ekki keypt. Akvæðin um mat á lóðum og vatnsrjett- indum eftir þvi verði, sem á þau var sett í upphafi, er til varnar óeðlilegri hækkun þessara rjettiuda i mati stofnfjár. Undanþága fyrir hjeruð og bæjarfjelög um kauplausa afhendingu til rikisins að loknum leyfistíma, sem hjer er ráðgert, virðist eigi athugavert eða liættulegt, enda að dæmi annara vatnsiðjuþjóða tekin hjer upp. Fremur kann tvimælis að orka um einstaka menn eða fjelög, þótt innlent sje, sem virkja minna en 2500 hestorkur. Hjer er þó þess að gæta, að leyfistíminn mundi oftasl færður niður frá hámarksákvæði, ef endurhvarfskvöð yrði slept og gæti rikið þá fyr breyll leyfisskilyrðum, ef framlengt yrði leyfið, eins og það líka gæti beitt inn- lausnarrjetti sinum ef þörf krefði. Sjerleyfis- gjaldið mundi einnig verða ákveðið með hliðsjón af slíkri undanþágu og hærra, er hún væri veitt.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.