Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 204. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsíns Margaret Thatcher í opinberri heimsókn í Noregi: Lögregla leysti upp mót- Norskir andstæðingar Thatch- ers flýja undan táragasi lögreglunnar með klúta fyrir vitunum. Auk táragassins beitti lögregla hestum og hundum til þess að dreifa mannfjöldanum. Á innfelldu myndinni skála þær Gro Harl- em Brundtland og Margaret Thatcher á veitingastað i Tromsö eftir að opinber heim- sókn þeirrar síðarnefndu hófst. NORSK lögregla varð að beita táragasi í Osló í gærkveldi til þess að dreifa hundruðum manna, sem safnast höfðu saman til þess að mótmæla opinberri heimsókn Margaretar Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, til Noregs. Nokkur hópur tók sig út úr frið- samlegri mótmælagöngu og ruddi vegatálmunum úr vegi til þess að komast til Akerhus-kastala, þar sem opinber kvöldverður norsku ríkisstjómarinnar var haldinn. Tafðist kvöldverðurinn af þessum sökum um 40 mínútur. Lögregla beitti einnig hestum og varðhund- um til þess að dreifa mannfjöldan- um. Heimsóknin hófst í gærmorgun í Tromsö þar sem Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra, bauð Thatcher velkomna. Búist er við að tvö mál muni bera hærra en önnur í viðræðum forsætisráðherranna, olíumálin og umhverfismálin. Hafa Norðmenn gagnrýnt Breta fyrir litl- ar mengunarvamir en í gær var skýrt frá því í Bretlandi, að stjóm- völd hygðust taka sig á í þeim Daniloff-málið: Viðræðurað tjaldabaki Washington og Moskvu, AP. AUKINNAR bjartsýni gætir nú bæði í Bandaríkjunum og Sov- étríkjunum um að farsæl lausn finnist á máli bandaríska blaða- mannsins Nicholas Daniloff, sem er í haldi í Sovétríkjunum ákærð- ur fyrir njósnir. Ákafar viðræður fara fram bak við tjöldin, en Arabi hand- tekinn í Pakistan Islaniabad, AP. LÖGREGLA hefur handtekið araba, sem grunaður er um aðild að flugráninu í Pakistan síðastliðinn föstudag. Annar grunaður maður leitaði hælis í sendiráði PLO í Islamabad. Lögregla hefur sagt að menn- imir, sem rændu flugvél Pan Am flugfélagsins, hafi verið Palestínuarabar. Ekki kom fram hjá lögreglunni hvert hlutverk arabinn hefði leikið í flugi'áninu. embættismenn eru þögulir um innihald þeirra. Ronald Reagan, forseti Banda- ríkjanna, fékk á miðvikudagskvöid skilaboð frá Mikhail S. Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna. Skilaboðin ýttu undir bjartsýni um lausn máls- ins, en Reagan hefur neitað að láta innihald þeirra uppi. Dagblaðið The Washington Post fullyrðir í gær að í skilaboðunum komi fram að Gorbachev vilji að málið sé leyst hið fyrsta. Blaðið segir ennfremur að ýmis merki séu um það að Dani- loff verði afhentur sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu á næst- unni. Embættismaður í Hvíta húsinu, sem ekki vildi láta nafn síns getið, útilokaði ekki þann möguleika að Daniloff yrði látinn í hendur banda- ríska sendiherrans gegn því að Gennadiy Zakharov, sem í haldi er í Bandaríkjunum fyrir njósnir, yrði látin laus og leyft að fara til sov- éska sendiráðsins. Sjá ennfremur forystu- grein á blaðsíðu 24. Þing EB krefst lokunar Cattenom Strassborg, AP. EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í gær áskorun þar sem skorað er á yfirstjórn Evrópubandalagsins (EB) að koma í veg fyrir opnun fransks kjarnorkuvers í Cattenom, aðeins í nokkurra tuga kíló- metra fjarlægð frá landamærum V-Þýskalands og Lúxemborgar. í ályktuninni er skorað á fram- kvæmdanefnd EB að „beita öllum hugsanlegum ráðum“ til þess að koma í veg fyrir opnun versins og krefjast alþjóðlegs eftirlits með tæknibúnaði þar. Jafnframt krafðist þingið þess að öll kjamorkuver í nánd við landamæri skyldu háð eftir- liti allra nágrannaríkja. Pípa í neyðarkælikerfi versins í Cattenom sprakk 25. ágúst síðastlið- inn með þeim afleiðingum að rúm- lega 400 milljónir lítra vatns streymdu inn í rafalhús versins. Frakkar segja að slysið hafi ekki valdið neinni geislavirkni og verið sé mjög öruggt. Nágrannaríkin eru á öðru máli og Stanley Clinton Davis, yfirmaður umhverfismála hjá EB, sagði þinginu að öryggisráðstafanir í verinu væru í athugun. efnum. Margaret Thatcher bað sjálf um að heimsóknin hæfist í Norður- Noregi og er það í fyrsta sinn, að slík vitjan byijar annars staðar en í Osló. Eftir að þær stöllurnar höfðu heilsast var flogið með þær í þyrlu til Olavsvem, bækistöðvar norska sjóhersins, þar sem Thatcher var kynntur varnarviðbúnaðurinn í Norður-Noregi. Nokkur hópur manna hafði safnast saman á flug- vellinum í Tromsö til að mótmæla komu Thatchers en fólkinu var haldið svo fjarri, að hún sá ekki til þess né heyrði. Norsk stjómvöld ákváðu fyrir nokkmm dögum að minnka olíu- framleiðsluna um 10% í nóvember og desember en af þeirri ákvörðun em Bretar lítt hrifnir. Tilkynnt var í London í gær, að bresk stjómvöld ætluðu að veija 600 milljónum punda til að draga úr brennisteinsmengun frá kola- kyntum raforkuvemm og þar með því súra regni, sem er mikill skað- valdur á Norðurlöndum og allri Evrópu. Verdens Gang/Sfmamynd Pólland: Pólitískum föng- um sleppt úr haldi Zbigniew Bujak meðal þeirra 225, sem látnir verða lausir Varajá, AP. INNANRÍKISRÁÐHERRA Póllands, Czeslaw Kiszczak, skipaði svo fyrir í gær að allir pólitískir fangar, sem inni sátu fyrir „glæpi gegn ríkinu“, skyldu látnir lausir fyrir mánudaginn. Meðal þeirra sem látnir verða lausir eru Samstöðuloiðtogarnir Zbigniew Bujak og Wladyslaw Frasyniuk, að því er pólska fréttastofan PAP hermdi efitir ráðherranum. Kiszczak sagði ennfremur að alls yrðu 225 pólitiskum föngum sleppt úr haldi. Kiszczak sagði að þessi ákvörðun sín væri mikilvægt skref í áttina til þjóðarsáttar og sagði að hún væri réttlætanleg með tilliti til dvínandi fylgis stjómarandstöðunn- ar og þess að greinilegt væri að almannaregla væri orðin söm og áður. Ákvörðunin kemur um leið og leynilögreglan lætur til skarar skríða gegn þeim stjómarandstæð- ingum, sem enn ganga lausir. I gær voru rúmlega 3.000 manns yfir- heyrðir, samkvæmt PAP. Sam- stöðumenn staðfestu að fjöldayfir- heyrslur hefðu átt sér stað. Enn em viðbrögð almennings við ákvörðuninni óljósar, en í símavið- tali sagði einn leiðtogi Samstöðu, Jozef Pinior, að þetta væri fyrsta ráðstöfun stjómvalda frá setningu herlaga, sem hann gæti litið á með fullri velþóknun. „En til þess að ástandið í Póllandi batni þarf meira að gerast en þetta." Hann nefndi breytingar í fijálsræðisátt eins og viðreisn hinna fijálsu verkalýðs- félaga og að kaþólska kirkjan fái að stofna sjóð, sem hefði það að markmiði að aðstoða sjálfstæða bændur í kröggum, en fyrir skömmu lagðist stjórnin gegn því. „Ef þess háttar breytingar yrðu, tryggði ríkisstjómin að fangelsin fylltust ekki að nýju,“ sagði Pinior að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.