Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 31
MÓRGUNBLÁÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 31 Stjörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri þáttur. Ég hef mikinn áhuga á að fá upplýsingar um stjömukortið mitt, ekki síst þar sem ég er ekki dæmigerð fyrir mitt merki, fædd á mörk- um Nauts og Tvíbura. Ég kannast við þó nokkuð af eig* inleikum í fari mínu sem eru bæði dæmigerðir fyrir Nautið og Tvíburann. Skritið! Þó tel ég mig meiri Tvíbura en Naut. Ég er fædd 20. maí 1954 kl. rúmlega 5.30 að morgni. Mig langar að vita hvaða eigin- leika í fari mínu ég á helst að þroska, hvar helstu hæfi- leikar mínir liggja og hvaða merki myndi passa best á móti mínu í hjónabandi. Kveðja." Svar: Þú hefur Sól í Nauti, Tungl í Bogmanni, Merkúr og Venus í Tvíbura, Mars í Steingeit og Júpíter Rísandi í Krabba. Tvíburi og Bogmaður Sólin er í Nautsmerkinu en Merkúr (hugsun) og Venus (samskipti) eru í Tvíbura. Grunneðli þitt er Naut en nugsun og samskipti því Tvíburi. Það að Tunglið (til- finningar og dagleg hegðun) er í Bogmanni, sem er að mörgu leyti líkt merki og Tvíburinn, gerir líkast til að þér finnst þú meiri Tvíburi en Naut. Styrkja Nautið Sólin er ótengd við aðra þætti í korti þínu og getur því verið út undan og úr tengslum. Það getur táknað að þú átt erfítt með að fínna sjálfa þig og vita hvað þú vilt. Ég myndi ráðleggja þér að efla Nauts- þáttinn. Það þýðir að þú ættir að efla með þér þolinmæði og rósemi, gæta þess að fást við gagnlega og uppbyggileg mál og skapa þér öryggi. Sólin hefur með lífsorku að gera. Ef þú býrð ekki við ákveðið öryggi (átt t.d. peninga), fæst við gagnleg mál, ert í góðum tengslum við náttúruna o.þ.h., tapar þú orku og lífsgleði. Steingeitin Mars í Steingeit bendir til að þú hafír framkvæmda- og skipulagshæfíleika. Starfs- orka þín er t.þ.m. yfirveguð. Þennan þátt ættir þú að efla. Eirðarleysi og ferðaþrá Merkúr í Tvíbura táknar að hugsun þín er eirðarlaus og flölhæf. Þú hefur áhuga á mörgu en færð fljótt leið á hveiju einstöku. Pjölbreyti- leiki er því lykilorð. Tungu- málaþekking er t.d. æskileg fyrir Tvíbura. Hressar tilfinn- ingar Venus í Tvibura táknar að þú ert hress og opin í mannlegum samskiptum og hefur áhuga á fólki. Tungl f Bogmanni táknar að þú þarft að vera töluvert á ferðinni í daglegu lífí, ert eirðarlaus, en jafn- framt tilfínningalega jákvæð og Iétt. Öryggi — ferðalög í korti þínu eru tveir höfuð- þættir. Annars vegar er jarðbundið Naut og Steingeit, hins vegar eirðarlaus og fjöl- breytingarþurfi Tvfburi og Bogmaður. Á milli þessara þátta þarft þú að fínna jafn- vægi. Þú þarft öryggi og þarft að beita þér að hagnýtum málum. Hjönabands- merkið Því miður get ég ekki nefnt eitt merki öðrum fremur sem á við þig. Það þarf að skoða fæðingarkortin sjálf til að sjá hvað á við. X-9 7>a///£l, 7SW-7£MM&tw/r? \ ÐF-Sva £R, 73sS/if/&£r/4 MÖ/eÍ'&AFTc//? o& . Ó6tViL£&P/$&/AB&r///to//Aj£/('X£l&r//#: -_________V ©l?85Kir*g Feafures Syndicafe, Inc. Worid rights reserved. GRETTIR UÓSKA BRIDS ' Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Bandaríkjamaðurinn Eric ~ " Rodswell, sem varð heimsmeist- ari árið 1981 og íslendingar þekkja frá síðustu Bridshátíð, hefur spilað töluvert við óþekkt- an spilara vestra, Douglas Simson að nafni. Simson þessi hefur ekki spilað keppnisbrids ( af alvöru nema í tvö ár. Hann er bankastjóri að atvinnu og trú- lega borgar hann Rodwell væna summu fyrir að „ala sig upp“ í spilinu. Én ólíkt mörgum auð- mönnum sem kaupa sér atvinnu- spilara til að þjálfa sig á Simson auðvelt með að læra og hefur “** tekið ótrúlegum framförum á stuttum tíma. Þeir Rodwell unnu til dæmis meistaratvímenning fyrir skömmu og í þeirri keppni sýndi Simson meistaratakta í vöm í þessu spili: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ 54 *K ♦ KD10954 ♦ 9763 Vestur Austur ♦ K7 ♦ G862 T DG8754 il ♦ 1032 ♦ 873 ♦ 62 ♦ Á2 ♦ G854 Suður ^ ♦ ÁD1093 ♦ Á96 ♦ ÁG ♦ KD10 Vestur Norður Austur Suður — — — 2 grond Pass 3 grönd Pass Pass Pass Simson hélt á spilum vesturs og spilaði út litlu hjarta. Sagn- hafi átti slaginn í blindum og spilaði strax laufí á kónginn, sem Simson gaf leiftursnöggt. Næst komu sex slagir á tígul og síðan lauf aftur á drottning- una. Simson fékk á ásinn og spilaði hjarta. Sagnhafi átti þá eftir heima ÁD í spaða, hjartaásinn annan og lauftíuna. Hann dúkkaði hjartað einu sinni og átti næsta slag á ásinn. Spilaði svo út lauf- tíunni í þeirri von að endaspila vestur. En Rodwel! í austur átti slaginn, og Simson kastaði sig niður á kónginn blankan í spaða! Rodwell lagði sitt af mörkum til varnarinnar með því að spila spaðagosa, eins og hann ætti KG blankt eftir. Sagnhafi féll í gryfjuna, svinaði og Simson átti tvo síðustu slagina. _ Rodwell og Simson fengu hreinan topp fyrir að fá fjóra slagi í vöminni. FERDINAND n (f) w mL © 1986 United Feature Syndicate.lnc. SMAFÓLK IT? IT'5 COCÓNOT!! TAKEIT AU)AYÍ - ------------- ^ AWAY IF l’M IN TME (f 5AME R00M UIITH A COCONOT COOKIE... ~r Langar þig i köku? Það er kókoskaka, er það Burt með hana! Burt með Ég veit það á stundinni ef ekki? Það er kokoshneta!! hana! ég er í sama herbergi og kókoshnetukaka____ SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í Baden-Baden í V-Þýzkalandi í síðasta mánuði, kom þessi staða upp í skák Þjóð- verjanna Braun, sem hafði hvítt og átti leik, og Fochtler. Svartur hefur ekki „loftað út“ með h6 eða g6 og hvítur not- færir sér nú veikleika hans á 8. reitaröðinni til að vinna með fallegum leik: 22. Rd7!! og svartur gafst upp. Hvítur hótar 23. Df8 mát og hvort 22. — Bxd7, 23. Hc8+ né 22. - Rxd7, 23. Hxd7! - Bxd7, 24. Hc8+ bjargar honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.