Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 47 Palmer fór holu í höggi tvo daga í röð ARNOLD Palmer, sennilega vin- sælasti golfspilari heimsins, vann það frábæra afrek fyrir skömmu í Bandaríkjunum að fara holu í höggi tvo daga í röð i sama golf- mótinu. Ekki bara það, heldur fór Palmer sömu holuna í einu höggi og notaði sama járnið. Þetta mun vera ■ fyrsta skiptið í sögu golfs- ins sem atvinnumaður fer holu í höggi tvo daga í röð í sömu keppninni. Arnold Palmer, sem í síðustu viku hélt uppá 57. afmælisdag sinn, vann þetta einstaka afrek í undankeppni Chrysler Cup-golf- mótsins á Tournament Players Club-vellinum í Potomac, Mary- land. Holan sem svona vel lá við höggum meistarans var 187 yarda löng (170 metrar), par 3. í báðum höggunum notaði Palmer 5 járn. Arnold Palmer er einn þekktasti golfari golfsögunnar. Á löngum og litríkum ferli sínum hefur hann leik- ið meira en 40.000 par 3-holur og 13 sinnum farið holu í höggi. Svo möguleikarnir að fara tvisvar í röð holu í höggi í sömu keppninni eru taldir vera 10 milljónir gegn einum. Bein útsending: Spurning um peninga „ÞAÐ þekkist hvergi að leikir séu sýndir beint í heimalandi, nema uppselt sé fyrirfram á leikinn og KSÍ hefur ekki efni á frekar en aðrir að heimila beina útsend- ingu. í fyrsta lagi vegna þess að veður er hér mjög ótryggt og slík útsending mundi þýða að fólk sæti heima í stofu í stað þess að kom á leikinn,“ sagði Ellert B. Schram, formaður KSÍ, í samtali við Morgunblaðið, en eins og landsmenn vita, var landsleikur íslands og Frakklands í knatt- spyrnu ekki sýndur beint í sjón- varpinu, og þótti mörgum úti á landsbyggðinni það miður. „Öll afkoma KSÍ byggist á inn- komu á þessa stórleiki og því miður er þetta alltaf happdrætti. í þessu tilfelli seldum við leikinn út til Frakklarids og fengum vel greitt fyrir. íslenska sjónvarpið fór ekki fram á það, að fá leikinn sýndan beint og þess vegna er ekki við KSÍ að sakast í þetta skiptið en sjónvarpinu var heimilt að sýna ieikinn strax að honum loknum. En hins vegar ef íslenska sjón- varpið byði slíka greiðslu, tækjum við henni að sjálfsögðu fegins Barcelona efst BARCELONA tryggði sér efsta sætið í spönsku deildarkeppninni í knattspyrnu er þeir unu Cadiz, 2:0, á heimavelli á miðvikudags- kvöld. Helstu úrslit í spönsku deildinni hendi. Enn fremur vill ég taka fram að allir landsleikir unanfarin ár hafa verið sýndir samdægurs eða stuttu síðar með fullu samþykki KSf,“ sagði Ellert. Johnson explose encore : H) 'Ö2 ggissa tmfmNms coNsms La FranTH*A''Dem,,t <*■« “ r*aflCe f*n i , "tatch arrh J aMe; Chlnut /5o-oi I.í Jai»W « wrrí>«»s. Síí" t i : z&ca ii ** ; v* .'* ö* 6;**ð f;iK »* crM.yX'vir* j AOH-Jfi! tv' íOi *> faitWfe* r-if Téí * fíf’V?!, SÍ** vf 'S *' «*.;;#*>** : 0* #if «6 #> — -----... . — ” * ****??* Chef s d’entreprtses, commc vouS —'' ' ** \ í 28/000 tevni* acfíK Hseot i £au«oc 1 \ Chöquí? lanði tnnUn. \ :Xl.- \ *e i v *-----------\ \ .......................... 4 ............. .. ||| , 4 trfcs íslenska liðinu hrósað í frönsku dagblöðunum Frá Bernharði Valssyni, fréttaritara Morgunblaðsins ( Frakklandi. í UMFJÖLLUN franskra blaða um leik íslands og Frakklands kom fram geysijákvæð gagnrýni á leik íslenska liðsins. Blaðið Equipe segir m.a. að íslensku leikmennirnir hafi verið hugaðir og leikið frábærlega. Þrátt fyrir þessa jákvæðu dóma á leik liðsins, þá eru Frakkar mjög von- sviknir yfir þessum úrslitum. Þetta setur mikla pressu á franska liðið, sem helst verður að vinna þá leiki sem eftir eru. En eitt sjá Frakkar samt jákvætt við úrslitin, sem er að íslenska liðið er orðið jafn sterkt og raun ber vitni og því er enginn kominn til með að segja að Sovét- menn nái hagstæðari úrslitum í Reykjavík. Blaðamenn í Frakklandi hafa líkt íslensku vörninni við þá sovésku, segja hana geysisterka, lokaöan múr. Sóknarleiknum er aftur líkt við þann danska. Arnóri og Pétri er lýst sem fljótum, grimmum og hættulegum, svona eitthvaö „a la Preben Elkjær". Hvað er það þá sem var að leik franska liðsins? Fyrir utan þá stað- reynd, að íslensku leikmennirnir áttu ekki í stökustu vandræöum með að standa Frökkum jafnfætis, þá segir Henri Michel, þjálfari franska landsliðsins, að svarið við þeirri spurningu sé einfalt: „Plat- ini. Platini er sá sem vantaði, því án hans er franska liðið hreinlega ekki nógu sterkt.“ Því má reikna með að Platini verði með í næstu landsleikjum Frakklands og það er það sem all- ir Frakkar vilja. 2. deild: voru þessi: Santander:Mallorca 1:2 Barcelona:Cadiz 2:0 Osasuna:Sabadell 1:1 Real Sociedad:Sevilla 0:2 Betis:Ath Bilbao 0:0 Zaraboza:Valladolid 0:0 Gijon:Real Madrid 2:2 Las"Palmas:Espanol 3:2 Atletico de Madrid:Murcia 2:0 Staðan eftir þrjár umferðir er þessi: Barcolona Betis Las Palmas At.Madríd Real Madríd Mallorca Zaragoza Real Sociedad Espanol Osasuna Gijon Valladolid Ath. Bilbao Sabadell Sevilla Santander Cadiz Murcía 3 1 3 1 3 1 3 2 1 0 5:1 5 3 2 1 0 3:1 5 3 2 1 0 6:3 5 3 1 2 0 4:2 4 3 1 2 0 6:4 4 3 1 2 0 3:2 4 1 1 1 3 0 3 0 1:1 3 3 1 1 1 4:4 3 1 1 3 0 2 1 3:4 2 3 1 0 2 3:4 2 3 0 1 2 2:5 1 3 0 1 2 0.-6 1 3 0 0 3 1:7 0 3 11 3 11 2:1 3 6:4 3 5:4 3 2:3 3 1:2 3 Bikarinn í þyrlu? „BIKARINN verður geymdur í Reykjavík þar til skýrist hverjir verða íslandsmeistarar,** sagði Ellert B. Schram, formaður KSÍ, í samtali við Morgunblaðið í gær, aðspurður um hvernig KSI ætlaði að bregðast við varðandi afhendingu helstu verðlauna f islenskrí knattspymu, en sem kunnugt er eiga Fram og Valur möguleika á að hljóta íslandsmeistaratKilinn í ár. Fram leikur gegn KR á Laugardalsvelli á morgun og nægir jafntefli til að hljóta titilinn, en Valur þarf að vinna á Skaganum og um leið verða Framarar að tapa til að Valsarar verji titilinn. Þegar Ellert var spurður hvort úrslitin í 1. deild ráðast ekki þyrla yrði til taks, ef svo færi að fyrr en á morgun, en víst er, að Valur yrði meistari, sagði hann að það mál væri í athugun „en við viljum helst afhenda Islands- meisturunum bikarinn að síðasta leik loknum, þó fordæmi séu fyr- ir öðru“. allir knattspyrnuunnendur vilja að íslandsmeistararnir verði krýndir að leik loknum, hvort sem það verður í Laugardalnum eða á Akranesi. KA og Völsungur berjast um sigurinn SÍÐASTA umferðin f 2. deild í knattspyrnu fer fram á sunnudag- inn. KA og Völsungur hafa þegar tryggt sér sæti í 1. deild næsta ár, en á sunnudaginn skýríst hvort þeirra sigrar f 2. deild. Skallagrímur fellur í 3. deild og annaðhvort Njarðvík eða ÍBÍ fylg- ir Borgnesingunum. Völsungur fær Selfoss í heim- sókn. Með sigri eiga heimamenn möguleika á að verða efstir í 2. deild og yrði það enn ein rós í hnappagat þeirra. Völsungur leikur í 1. deild næsta ár og er það í fyrsta skipti í sögu félagsins. Sel- foss var í efsta sæti deildarinnar lengi vel, en missti flugið í síðustu umferðum. KA og Víkingur leika á Akureyri. KA nægir jafntefli til aö sigra í deildinni, en Víkingur nær þriðja sæti með sigri. Lið Njarðvíkur kemur til Reykjavíkur og leikur gegn Þrótti á Laugardalsvelli. Njarðvikingar eru í bullandi fallhættu og geta aðeins bjargað sér frá falli ef þeir vinna og Skallagrímur sigrar iBÍ. Skallagrímur hefur ekkert stig og leikur við ísfirðinga á ísafirði. ísfirðingum hefur ekki gengið allt of vel i sumar, en þeir verða aö vinna Skallagrím til að tryggja áframhaldandi veru í 2. deild. KA og Einherji leika á Siglufirði. Þessi lið sigla nokkuð lygnan sjó og eru hvorki í barátíunni um topp- sæti eöa fallsæti. Þessi leikur kemur því ekki til með að skipta miklu máli. Staðan í 2. deild þegar ein um- ferð er eftir: KA 17 11 4 2 63:13 37 Völsungur 17 11 2 4 36:14 35 Víkingur 17 9 4 4 46:19 31 Selfoss 17 9 4 4 32:14 31 Einhsrjl 17 9 2 6 24:21 29 KS 17 7 4 6 29:31 25 Þróttur 17 7 2 8 36:28 23 ÍBl 17 3 8 8 27:35 16 Njarðvík 17 4 2 11 27:48 14 Skallagrimur 17 0 0 17 4:99 0 Markahœstir eru: Tryggvi Gunnarsson, KA 27 Andri Marteinsson, Vikingi 16 Jón Gunnar Bergs, Selfossi 12 Elías Guömundsson, Víkingi 10 Kristján Olgeirsson, Völsungi 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.