Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 14
14_______________________________________MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAOUR 12. SEPTEMBER 1986 Ýmsir framleiðendur á móti hænsnakvótanum: „Höfum lítinn áhuga á stýringu ofan frá“ — segir Einar Eiríksson formaður Félags alifuglabænda „ÞAÐ hafa ýmsir viljað koma sljórn á alla búvöruframleiðsl- una en við höfum haft lítinn áhuga á stýringu ofan frá,“ sagði Einar Eiríksson bóndi í Mikla- holtshelli, formaður Félags alifuglabænda, er leitað var álits hans á hugmyndum um fram- Sjúkraliðanám tekið upp í fjöl- brautaskólunum ÁKVEÐIÐ hefur verið að taka upp sjúkraliðanám í fjölbrauta- skólum. Nám hefur þegar hafist í Fjölbrautaskólanum á Sauðár- króki og Fjölbrautaskóli Suður- nesja hefur sótt um leyfi til kennslunnar. Að undanförnu hefur nefnd starfað á vegum heilbrigðisráðu- neytisins sem fj'allað hefur um endurskipulagningu sjúkraliða- námsins. Að sögn Ragnhildar Helgadóttur heilbrigðisráðherra eru þessar breytingar gerðar þar sem skortur hefur verið á sjúkraliðum og sjúkraliðar talið nám sitt enda í blindgötu þar sem þeir hafa fram að þessu ekki átt kost á framhalds- námi. Með þessu móti sagðist hún vona að fleiri fengjust til náms, þar sem nemendur þyrftu nú ekki að yfírgefa heimabyggð sína, en auk þess aukast möguleikar á fram- haldsnámi, sjúkraliðar útskrifaðir úr fjölbrautaskólunum geta nú haldið áfram námi við Háskólann en auk þess eru uppi hugmyndir um sérnám sjúkraliða svo sem umsjá bama, geðsjúkra og aldr- aðra. leiðslustjórnun í eggja- og kjúklingaframleiðslunni. Félag alifuglabænda var stofnað vegna ágreinings innan Sambands eggjaframleiðenda um stofnun eggjadreifingarmiðstöðvarinnar Iseggs og eru félagsmenn með meirihluta eggjaframleiðslunnar i landinu. Einar sagði að þessi mál hefðu verið rædd á fundum með fulltrúum annarra félaga hænsnabænda og fulltrúum landbúnaðarráðuneytis- ins. Hann sagði að málið hefði einnig verið rætt innan Félags ali- fuglabænda, en þar hefði engin endanleg afstaða verið ákveðin. Þeir vildu taka þátt í umræðunni og fylgjast með framvindu málsins. Gunnar Jóhannsson ahfugla- bóndi á Ásmundarstöðum sagði þegar álits hans var leitað: „Eg get ekki séð neinn hag í að stjómunin sé tekin úr höndum hvers og eins framleiðanda. Það er ekki eðlilegt að við séum að skipta markaðnum á milli okkar, það myndi aðeins þýða hækkandi vöruverð, auk þess sem ég get ekki séð að við getum nokkurn tímann náð samkomulagi um slíka skiptingu. Samkeppnin hefur verið hörð, en hún hefur leitt til hagkvæmni, því best reknu búin fara best út úr henni.“ Gunnar sagðist hafa staðið að því í Félagi kjúklingabænda að málið væri skoðað, þrátt fyrir það að hann hefði alltaf verið á móti kvótakeifi, og enn hefði ekkert það komið fram sem breytti þeirri skoðun hans. Einar og Gunnar bentu báðir á stjómunina í hinum hefðbundnu búgreinum sem víti til vamaðar í sambandi við hugsanlegan kvóta í alifugiaræktinni. FÖSTUDÖGUM opið til kl. 7 (19.00) Á LAUGARDÖGUM opið til kl. 4 (16.00) Komið og skoðið mesta húsgagnaúrval landsins húsgagna höllín BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK - 91 -681199og 681410 Hraunsrétt í Aðaldal. " ............. ..............................Morgunblaðið/Jöhanna Ingvarsdíttir í Hraunsrétt með Aðaldælingum RÉTTAÐ var í Hraunsrétt í Að- aldal í dumbungsveðri sl. þriðju- dag, en menn létu veður ekki aftra sér þar í sveit heldur fjöl- menntu að vanda. Um 4.000 fjár voru í réttinni að þessu sinni og tók hver sem betur gat til hend- inni við að finna sitt rétta mark. Byijað var að reka inn í réttina um níu-leytið og voru flestir bún- ir að finna sitt fé um hádegi. Ungir sem gamlir skemmtu sér konunglega á þessari árlegu „samkomu“. Fastagestir Hrauns- réttar létu sig ekki vanta frekar en endranær enda þeir elstu bún- ir að sækja réttina í um og yfir 70 ár og 50 manna hópur dag- heimilisbarna frá Húsavík kom með nestið sitt í fylgd fóstra. Einvalalið í g-öngxinum Þrír gangnamenn úr Aðaldal, Qallkóngurinn Agnar Kristjánsson frá Norðurhlíð, íjallskilastjórinn Gunnsteinn Sæþórsson frá Prest- hvammi og Sveinbjöm Sigurðsson frá Búvöllum, lögðu á fjöll á hádegi á föstudag og gengu á Merkið með Keldhverfungum, en þá höfðu Keld- hverfungar smalað Gjástykkið. Aðrir gangnamenn, 22 talsins, héldu að heiman á laugardag og gistu gangnamenn allir í leitar- mannaskála á Þeystareykjum. Risið var árla úr rekkju um morgunin, eða kl. 3.00, og riðið út á Merkið, þar sem mönnum var raðað á göng- umar og bytjað var að smala kl. 6.00. Flestir gangnamenn höfðu meðferðis tvo hesta og hundar vom eitthvað færri en menn, að sögn fjallkóngsins. Nestisbílinn keyrði Reynir Ingvarsson í Brekku. Byijað var nyrst í Þeystareykj- arlandi og smalað suður. Skömmu eftir að byrjað var gerði svartaþoku sem tafði í um klukkutíma, en það birti um síðir og gekk vel eftir það, enda gangnamenn einvalalið, að sögn Agnars. Venjan er sú að reka féð i aðhald síðustu nóttina fyrir réttardag syðst í landinu, en nú var breytt út af venjunni og fé hleypt öllu suður Rönd að Gæsafjöllum og með þessari nýbreytni spöruðust tveir tímar. Þó var það fé sem kom úr Mælifellshögum geymt annars staðar en fjórir Aðaldælingar sáu Matthildur Gunnarsdóttir í Presthvammi og Sandra í Hraunsrétt. um smölun þar. í þijár nætur var gist í sama leitarmannaskálanum, en í heildina gekk mjög vel í göngunum og menn glöddust all- nokkuð er nálgast fór byggð á mánudag. Allt fé skorið niður á nokkrum bæjum Slátrun hófst hjá Kaupfélagi Þingeyinga sl. miðvikudag og verð- ur milli 5 og 6 þúsund riðuveiku fé slátrað þar í ár og í réttunum var verið að athuga hvort fleira riðuveikt fé fyndist, en eins og kunnugt er hafa bændur skrifað undir samþykkt þess efnis að ef ein riðuveik kind finnst hjá þeim, verð- ur allt þeirra fé skorið niður. í Aðaldal verður fé skorið niður á fjórum bæjum: Klambraseli, Brúnahlíð, Presthvammi og á Hvoli. Réttarstjórinn sl. þrjú ár, Kjartan Sigtryggsson í Hrauni, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að fundist hefði ein ær uppi á heiðum í Keldu- hverfi sem tilheyrði sér og héldu menn að hún væri riðuveik. „Ef svo reynist, verð ég fimmti bóndinn hér í Aðaldal sem þarf að skera niður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.