Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 ÚTVARP/SJÓNVARP Hljóð-varp Sérstæður útvarpsþáttur er á dagskrá rásar 1 á miðviku- dagskveldi nánar tiltekið milli klukkan 22:20 og 23:10. Þátturinn nefnist einfaldlega: Hljóð-varp. Þættinum er lýst svo í dagskrár- kynningu blaðanna: Hljóð-varp. Ævar Kjartansson sér um J)átt í samvinnu við hlustendur. Eg tel þátt Ævars sérstæðan að því leyti að þar leitast hann við að draga fram í sviðsljósið óþekkta hæfíleika- menn og þá má ekki gleyma því að hlustendum gefst færi á að koma með heimatilbúið efni í þáttinn. Til dæmi hringdi Kristín Geirsdóttir frá Hringveri á Tjömesi í Ævar síðast- liðið miðvikudagskveld og las í gegnum símann fímm ljóð úr penna þekktra skálda. Reyndar er ljóða- lestur iðkaður töluvert í þessum þáttum Ævars og gefst þar vænt- anlega óþekktum skáldum og hagyrðingum kostur á að lesa fyrir alþjóð. Einn slíkur mætti í síðasta þátt Ævars hinn margfróði Héraðsmað- ur Eiríkur Eiríksson en Eiríkur gegnir stöðu bókavarðar hins háa Alþingis. Eiríkur er prýðilega hag- mæltur og flutti hann drápur miklar er hann samdi sérstaklega fyrir árshátíðir þær er starfsfólk Al- þingis efnir til. Þótti mér fróðlegt að heyra að Eiríkur sækir yrkisefn- ið helst til Helgarpóstsins. Minnti kveðskapur Eiríks bókavarðar mig á þorrablótin fyrir austan þar sem „hirðskáld" kveða gamanbragi um veislugesti. Slík skemmtan kann senn að heyra til liðinni tíð sem er synd og skömm því slík gamanmál eru alveg bráðnauðsynleg og allir fá sinn skammt og hlægja svo dátt að öllu saman. Er ég reyndar hand- viss um að ef forstjórar risaveld- anna sætu slík blót árlega og hlýddu á gamanmál hagyrðinganna þá yrðu samskiptin ekki eins stirð og raunin er á. En ég var að ræða um hann Eirík Eiríksson og árshátíð starfsfólks Alþingis. Á þeim árshátíðum er svo sannarlega haldið við kveðskapar- hefðinni en mér skildist á Eiríki að á slíkum „þingfundum" fengju menn ekki að taka til máls nema í bundnu máli. Góður siður það. En það er fleira til gamans gert í Hljóð-varpi Ævars Kjartanssonar en flyrtja kveðskap þar er og sung- ið. í síðasta þætti mætti til dæmis í Hljóðvarpssal alls óþekkt söng- kona, Sif Ragnhildardóttir, í fylgd tveggja ágætra tónlistarmanna þeirra Jóhanns Kristinssonar og Tómasar R. Einarssonar. Sif gerði sér lítið fyrir og söng gamla þýska slagara er Marlene Dietrich gerði fræga á sinni tíð og ekki gleymdi hún alveg meistara Brecht. Að mínu mati er Sif Ragnhildardóttir af- bragðs söngkona og hæfír röddinn prýðilega hinum þýsku slögurum er fyrr greindi. Væri óskandi að Sif rataði í sjónvarpsþáttinn: Kvöld- stund með listamanni svona til að hvfla hlustendur aðeins á raulurun- um. En til að særa engann þá skal tekið fram að menn geta verið prýðilegir textahöfundar og jafnvel lagasmiðir þótt þeir geti lítt sungið. Nú en úr því ég er nú farinn að minnast á Kvöldstundina með lista- manni þá er kannski ekki útí hött að bera hana saman við þátt Æv- ars Kjartanssonan Hljóð-varp þótt Ævar leggi nú meiri áherslu á að kynna óþekkta listamenn en starfs- bræðumir á sjónvarpinu. Ég held að slíkir þættir séu verðmæti því þeir gefa fólki færi á að viðra hug- myndimar og þá er aldrei að vita hvar perlumar leynast. Hitt er svo öllu verra þegar listamannsstimpl- inum er klínt á andlausa framagosa. Slík mistök henda ekki smekk- manninn Ævar Kjartansson. Ólafur M. Jóhannesson Dietrich íslands? NATTURU SKOÐUN ^■■B í þættinum um -| Q50 náttúruskoðun í •1 dag fjallar Kjartan G. Magnússon um fuglaskoðun. Mikil ferð er á fuglum á haustin. Ýmsir koma hér við á leið sinni suður á bóginn og hvílast hér á Qörum nokkrar vikur áður en ferð hefst að nýju. Á haustin eru því fjörur óvenju auðugar af fuglalífi og þar má jafnframt finna sjaldgæfar tegundir fugla. Én svo koma hingað einnig nokkrar tegundir sem eiga sér vetursetu. Má þar nefna tildru, fjöruspóa og gráhegra. Þessi árstími er því skemmtilegur til fugla- skoðunar í fjörum, á leimm og við tjamir skammt frá sjó. Launráð í Vonbrigðaskarði ■■■■ Bíómynd 00 05 kvöldsins er “ ^ ■— bandarískur vestri frá árinu 1975 og nefnist hún Launráð í Von- brigðaskarði (Breakheart Pass). Myndin er gerð eftir samnefndri spennusögu eftir Alistair MacLean. Leikstjóri er Tom Gries en með aðalhlutverk fara Charles Bronson, Ben Johnson, Richard Crenna og Jill Ireland. Sagan gerist árið 1873. Jámbrautalest er á leið til umsetins virkis með liðs- auka. Meðal farþega eru einnig samsærismenn um rán og smygl og harðsnú- inn spæjari, sem Bronson leikur. Undarlegir hlutir fara að gerast um borð í lestinni og spæjarann fer a gruna að ekki sé allt með felldu. Þýðandi er Björn Bald- ursson. í myndinni em atriði sem ekki em við hæfi ungra bama. Áttundi þáttur breska sakamálamynda- flokksins um Bergerac er á dagskrá sjónvarpsins kl. 21.05 í kvöld. UTVARP FOSTUDAGUR 12. september 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.15 Veðurfregnir 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barn- anna: „Hús 60 feöra" eftir Meindert Dejong, Guðrún Jónsdóttir les þýöingu sina (12). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesið úr forystugreinum dagblaöanna. 10.00 Fréttir 10.05 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áður sem Guðmundur Sæ- mundsson flytur. 10.10 Veðurfregnir 10.30 Ljáðu mér eyra Umsjón: Málmfriður Sigurö- ardóttir. (Frá Akureyri) 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Sigurður Einarsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Ma- hatma Gandhi og lærisvein- ar hans" eftir Ved Mehta. Haukur Sigurðsson les þýð- ingu sína (12). 14.30 Nýtt undir nálinni. Elin Kristinsdóttir kynnir lög af nýútkomnum hljómplötum. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn Úti í Eyjum Umsjón: Hilmar Þór Haf- steinsson (Áður útvarpað 12. júní sl). 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar. a. Tivolihljómsveitin i Kaup- mannahöfn leikur lög eftir Hans Christian Lumbye; Tippe Lumbuye stjórnar. b. Leo Litwin og Boston Pops-hljómsveitin leika Var- sjár-konsertinn eftir Richard Addinsel; Arthur Fiedler stjórnar. c. Boston Pops-hljómsveitin leikur „Amerikumaður i Paris”, hljómsveitarverk eftir George Gershwin; Arthur Fiedler stjórnar. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpiö. Umsjón: Vernharöur Linnet og Sigur- laug M. Jónasdóttir. 17.45 Torgið — Skólabörnin og umferðin Umsjón: Adolf H.E. Peter- sen. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 19.50 Náttúruskoöun. Kjartan Magnússon maður talar. fuglaáhuga- 20.00 Lög unga fólksins Valtýr Björn Valtýsson kynn- ir. 20.40 Sumarvaka. a. Þegar tæknin bjargaöi lífi húsbónda sins Óskar Þórðarson frá Haga segir frá. b. Ljóð af ýmsum toga Böðvar Guðlaugsson les frumort Ijóð. c. Kórsöngur Karlakór Akureyrar syngur undir stjórn Áskels Jónsson- ar. d. Að Flatatungu Sigurður Kristinsson les frá- sögn eftir Þorbjörn Kristins- son. Umsjón: Helga Ágústsdótt- ir. 21.30 Frá tónskáldum. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Hljómskálamúsík Guðmundur Gilsson kynnir. 23.00 Frjálsar hendur. Þáttur i umsjá llluga Jökulssonar. 24.00 Fréttir. 00.05 Lágnætti. Spilaö og spjallað um tónlist. Edda Þórarinsdóttir ræðir við Ól- öfu Kolbrúnu Harðardóttur söngkonu og Jón Stefáns- son organista við Lang- holtskirkju. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 3.00. SJÓNVARP 19.15 Á döfinni Umsjónarmaöur Maríanna Friðjónsdóttir. 19.25 Litlu Prúðuleikararnir (Muppet Babies) Áttundi þáttur. Teiknimyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Rokkarnir geta ekki þagnað Hljómsveitin Röddin kynnt. Umsjón: Jón Gústafsson. FOSTUDAGUR 12. september Stjórn upptöku: Björn Emils- son. 21.05 Bergerac Áttundi þáttur. Breskur sakamálamyndaflokkur í tiu þáttum. Aðalhlutverk John Nettles. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.00 Seinni fréttir 22.05 Launráö í Vonbrigða- skarði (Breakheart Pass) Banda- rískur vestri frá 1975, gerður eftir samnefndri spennusögu eftír Alistair MacLean. Leikstjóri Tom Gries. Aðalhlutverk: Charles Bronson, Ben Johnson, Richard Crenna og Jill Ire- land. Sagan gerist árið 1873. Járnbrautarlest er á leiö til umsetins virkis með liösauka. Meðal farþega eru einnig samsærismenn um rán og smygl og harðsnúinn spæjari sem settur hefur verið þeim til höfuðs. Þýö- andi Bjöm Baldursson. Atriði ímyndlnni eru ekki við hæfi ungra barna. FOSTUDAGUR 12. september 9.00 Morgunþáttur í umsjá Ásgeirs Tómassonar, Kolbrúnar Halldórsdóttur og Siguröar Þórs Salvarssonar. 12.00 Hlé 14.00 Bót í máli Margrét Blöndal les bréf frá hlustendum og kynnir óskalög þeirra. 16.00 Fritiminn Tónlistarþáttur með ferðaívafi í umsjá Ásgerðar J. Flosadótt- ur. 17.00 Endasprettur Þorsteinn G. Gunnarsson kynnir tónlist úr ýmsum áttum FOSTUDAGUR 12. september 6.00—7.00 Tónlist i morg- unsárið Fréttir kl. 7.00. 7.00—9.00 Á fætur með Sig- urði Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurð- ur lítur yfir blöðin, spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 8.00 og 9.00. 9.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur öll uppáhaldslögin og ræðir við hlustendur til há- degis. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á Hádegis- markaöi með Jóhönnu Haröardóttur. Jóhanna leik- og kannar hvað er á seyði um helgina. 18.00 Hlé. 20.00 Þræðir Stjórnandi: Andrea Jónsdóttir. 21.00 Rokkrásin Umsjón: Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason. 22.00 Kvöldsýn Valdís Gunnarsdóttir kynnir tónlist af rólegra taginu. 23.00 Á næturvakt með Vigni Sveinssyni og Þor geiri Ástvaldssyni. 3.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyr ir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyr- ir Akureyri og nágrenni — FM 96.5 MHz. ur létta tónlist, spjallar um neytendamál og stýrir flóa markaði kl. 13.20. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Péturspil- ar og spjallar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavík síðdegis. Hallgrímur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00 og 19.00. 19.00—22.00 Þorsteinn Vil hjálmsson í kvöld. Þorsteinn leikur létta tónlist og kannar hvað er á boðstólum í næt urlífinu. 22.00—03.00 Jón Axel á föstudegi. Jón Axel Ólafs- son er nátthrafn Bylgjunnar á föstudagskvöldum og leiöir hlustendur inn i laug ardaginn. Það er aldrei lát á fiörinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.