Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 12
12, ttORCVNffiAfíl#, FÖSTyDAGyB J2. SEPygMRElt .1^6,, Flugmálastjóri um skýrslu Flugslysanefndar: „Komnir lengra en til- lögur nefndarinnar ná“ „Flugslysanef nd hefur aug- ljóslega gert mjög ítarlega úttekt á flugumferðarþjónustunni og þessu atviki, og ég hef í sjálfu sér engu við það að bæta,“ sagði Pétur Einarsson flugmálastjóri er hann var spurður álits á skýrslu flugslysanefndar vegna atburðarins yfir Austfjörðum 2. júní sl. Pétur sagði um tillögur flugslysa- nefndar til endurbóta í flugum- ferðarþjónustunni: „Við erum búnir að vera vinna að endurskipulagn- ingu flugumferðarþjónustunnar sl. þrjú ár, á fullri ferð, og raunar erum við komnir miklu lengra en tillögur flugslysanefndarinnar kveða á um. Við erum komnir mjög langt áleiðis með að framkvæma inegnið af því sem lagt er til að gert verði." Pétur sagði að fyrsta svar Al- þjóðaflugmálastofnunarinnar vegna umsóknar um tölvustýrðan ratsjárbúnað hér og fleira hefði verið mjög jákvætt, þótt ekki hefði verið gengið frá neinu endanlega. Hann kvaðst eiga von á svari frá ICAO í októbermánuði og kvaðst hann fastlega búast við að endanleg ákvörðun yrði tekin í þeim mánuði. „Þá verður bytjað að framkvæma þetta eftir ákveðinni áætlun, og þannig unnið í fjögur ár eða þar til allur tækjabúnaðurinn og til- heyrandi er upp kominn," sagði Pétur. Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra: Of snemmt að segja hvenær lán verða veitt „ÉG ER fyrir það fyrsta undrandi á svona yfirlýsingum frá manni, sem ég veit ekki til að sé neitt í tengslum við sfjórn Húsnæðisstofnun- ar rikisins á einn eða neinn hátt þannig að hann veit ekki neitt um hvernig þessi mál verða þegar kemur til að meta umsóknir og ann- að slíkt; hann hefur ekki hugmynd um það,“ sagði Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra í samtali við Morgunblaðið i gær í tilefni þeirra ummæla Péturs Blöndal formanns Landssambands lífeyrissjóða í Morgunblaðinu í gær, að þeir sem sækja um lán hjá Húsnæðisstofnun í septembermánuði geti í fyrsta lagi fengið lán eftir 6-12 mánuði, ef keypt er í fyrsta sinn en annars ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir 24 mánuði. „Pétur ætti að vita það, að í samningum aðila vinnumarkaðarins er gert ráð fyrir því, að lífeyrissjóð- imir í landinu beinlínis ijármagni þessa hækkun lána, sem þama á sér stað með því að samþykkja að 55% af ráðstöfunarfé sjóðanna fari til byggingasjóðanna og samkvæmt vægustu spám verður það fjármagn ekki undir þremur og hálfum millj- arði á næsta ári og gæti farið upp í fjóra eða fjóra og hálfan milijarð, ef tekið er mið af þeim breytingum sem munu taka gildi um greiðslur til lífeyrissjóðanna, þannig að allt það sem kemur fram í athugasemd- um Péturs er út í loftið og mótmæli ég skrifum sem þessum, sem bara eru gerð til þess að rugla fólk í ríminu. Einnig vil ég taka fram, að með lagasetningu þessari var ekki ætl- unin að fara að búa til einhveija sprengingu á húsnæðismarkaðnum. Gert var ráð fyrir því að viðhalda þeirri hæfilegu aukningu í bygging- um, sem hér þarf að vera og aðalbreytingin liggur í því að lánin hækka svo gífurlega, upp í allt að 70% af byggingarkostnaði, en það er alls ekki þar með sagt að auka eigi byggingarveltuna á næsta ári; eitthvert meðalhóf verður að hafa á því. Það er því alger misskilning- ur að hér sé verið að koma af stað einhvetju byggingarflóði yfir landið. Ég undrast þessar yfirlýsingar Péturs, hann veit greinilega ekkert hvað hann er að segja; órökstuddar fullyrðingar, sem ekki eiga við eins og staða málsins er núna.“ Aðspurður um það hvenær þeir, sem sóttu um lán í september og væru inni í nýja kerfinu gætu átt von á því að fá lán sín, sagði Alex- ander. „Þetta er ekki spurning, sem ég get svarað í augnablikinu. Það er verið að útbúa fjárlög og láns- fjárlög og strax þegar ákvörðun hefur verið tekin hjá ríkisstjóminni verður Húsnæðisstofnun látin vita og þá tekur hún það inn í sína umfjöllun um þær umsóknir, sem hafa borist og eru gildar. Miðað við þær áætlanir, sem við höfum gert, þá reiknum við með því að allir þeir sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn eigi að fá lán á næsta ári og síðan verður bara að sjá hvert framhaldið er, en um þetta get ég ekki fullyrt að svo stöddu og vil ég engar yfirlýsingar um þetta gefa.“ Kennaraskortur 0 enn í Reykjavík KENNARASKORTUR er enn í Reykjavík, kennara vantar m.a. við þrjár bekkjardeildir í Hóla- brekkuskóla, sérkennara vantar í hálfa stöðu við Fellaskóla og enskukennara vantar í 8. og 9. bekk í Hvassaleitisskóla. Skóla- stjórar segja að óvenjuerfitt hafi verið að manna skólana þetta skólaár. Siguijón Fjeldsted skólastjóri Hólabrekkuskóla sagðist ekki jafn vongóður nú eins og síðastliðna viku um að hægt yrði að ráða réttinda- kennara við skólann. Hann sagði þessa erfiðleika m.a. stafa af því að kennarar væru ekki ráðnir við sérstaka skóla, þeir væru ráðnir við grunnskóla borgarinnar og ef þeir skiptu um húsnæði fylgdi oft í kjöl- farið flutningur milli skóla og skólaayfirvöld vissu það oft ekki fyrr en í byijun skólaárs. Þá sagði hann hluta þessara erfiðleika við skólann stafa af því að ákveðið hefði verið að hafa alla yngstu bekkina eftir hádegið, og því vant- aði þijá kennara í hlutastöður, þeir réttindakennarar sem hefðu spurst fyrir um þessar stöður óskuðu eftir fullu starfi. Siguijón sagðist ekki muna eftir að jafn erfitt hefði verið að manna skólann þau 13 ár sem hann hefur verið við skólann. Hann sagði að réttindalaust fólk hefði haft samband við skólann en ráðu- neytið þyrfti að taka ákvörðun um hvort þáð yrði ráðið, en með því myndi nýr kafli hefjast í skólasögu Reykjavíkur, þar sem réttindalausir kennarar hefðu ekki verið við störf í skólum borgarinnar síðustu ár, a.m.k. ekki hjá aldurshópunum 7-12 ára. AF ERLENDUM VETTVANGI Hvers vegna styðja Bandaríkin „contrana“? GERT er ráð fyrir að Bandaríkjaþing samþykki á næstunni frum- varp, sem heimilar Reagan forseta að veita hinum svokölluðu „contra“-skæruliðum í Nicaragua 100 miiljón dollara aðstoð. Nú þegar hafa 15.000 manns fallið í baráttu „contranna" gegn einræð- isstjórn sandínista. Reagan þurfti að taka á öllu sínu til þess að fá stuðning þingsins til þessa; samkvæmt skoðanakönnunum eru flestir Bandarikjamenn andsnúnir afskiptum Bandaríkjanna af Nicaragua og virðast óttast „annað Víetnam“. Evrópubúar eru upp til hópa á móti aðgerðum Reagans og íbúar rómönsku Ameríku eru enn óhrifnari að skurki hans, þrátt fyrir að þeir séu síður en svo hrifnir af sandínistum. En hvað liggur að baki ákvörðun Reagans? Þessi mynd segir meira en mörg orð um stefnu sandínista. INicaragua búa aðeins þijár milljónir manna og því hafa margir spurt hversvegna allt þetta fjaðrafok sé út af þessu litla, ann- ars flokks einræðisríki í Mið- Ameríku. Það sem málið snýst að mestu um er gamalt deiluefni beggja vegna Atlantsála. Hversu langt eiga Bandaríkin að ganga tif þess að koma á lýðræði í þróun- arlöndunum og að hve miklu leyti eiga stórveldin að leika valdatafl sitt á reitum Þriðja heimsins? Reagan virðist ekki hafa margar efasemdir og hann hefur sagt að „contrarnir“ kunni að þurfa að ná völdum í Nicaragua með valdi, vilji sandínistar ekki fallast á að halda lýðræðislegar kosningar undir eftirliti hlutlausra aðila, s.s. Samtaka Ameríkuríkja, eða SÞ. Hefur Reagan rétt fyrir sér? Það er undir tvennu komið: Hvort Nicaragua er að verða hreint kommúnistaríki eða ekki og hvort stuðningur Bandaríkjanna við byltingu, eða innrás í rómönsku Ameríku þjónar hagsmunum Bandaríkjanna og í raun álfunnar allrar. Fáir draga í efa að í Niearagua sé einræðisstjóm, sem er á góðri leið með að gera land sitt gjald- þrota á öllum sviðum. Nær öll borgararéttindi hafa verið afnum- in, útgáfa síðasta ftjálsa dag- blaðsins var bönnuð fyrir skömmu, kirkjan á í vök að veij- ast og stjórn Suður-Afríku bliknar í samanburði, þegar litið er til ofsókna stjórnarinnar gegn indí- ánum. Ofan á annað bætist svo efnahagsvandinn sem er orðinn tröllaukinn. Erlendar skuldir hafa aukist stórlega, en þjóðarfram- leiðsla minnkað að sama skapi. Er nú svo komið að jafnvel hrísgijón og baunir eru skammt- aðar. Viturlegasta ráðstöfunin gegn slíkri stjóm væri að láta hana fara á hausinn í friði og ró og sandínistar virðast vera á góðri leið með það. Talið er að stuðning- ur við stjómina sé nú sáralítill, en það sem Reagan hefur mestar áhyggjur af er það að sandínistar muni koma sér svo vel fyrir, að óánægja þegnanna megni ekki að koma þeim frá völdum. Sandínist- ar hafa 75.000 manna her, gráan fyrir jámum og 44.000 manna varalið. Þessi her, sem er sá lang- stærsti í Mið-Ameríku, er stærri en svo að hann sé ætlaður til þess eins að beijast við „contr- ana“ og til þess að veija landa- mæri ríkisins. Er ekki laust við að að manni læðist sá gmnur að með honum eigi að leggja fullt helsi hefðbundinnar kommúnista- stjómar á landsmenn. Kommúnistar eru öðruvísi Fyrir lýðræðissinna er komm- únistastjóm ekki aðeins ógnvekj- andi vegna andstyggilegra hugsjóna, heldur einnig vegna þess að það verður ekki aftur snúið. Francóistar víkja úr vegi, Marcosar fara, Duvalierar flýja og hægt er að koma Somozum frá völdum. En eftir tæpra 70 ára reynslu hefur ekki ein kommún- istastjóm, hversu viðbjóðsleg sem hún hefur verið, hrökklast frá völdum. Þessar stjórnir sitja áfram, hvað sem á dynur, vegna þess að einn flokkur, Kommúnistaflokk- urinn, hefur öll völd í hendi sinni, allt frá æðstu stjórn efnahags- mála, niður til þess hvort leyfilegt sé að lesa Andrés Önd eða ekki. „Hefðbundnar" einræðisstjómir hafa ekki þéssi alræðisvöld og því er auðveldara að koma þeim frá. Hervald getur verið hið eina sem stöðvar framgang einræðisins, en þá þarf líka að grípa til þess í tíma. Ekki eru allir sannfærðir um það að sandínistar séu kommún- istar og benda á ýmislegt því til stuðnings. En því miður bendir flest til þess að landið sé á hrað- ferð í faðm rússneska bjarnarins og mörg einkenni Austur-Evrópu- ríkja eru þegar til staðar. Stofnað- ar hafa verið „hverfanefndir" með víðtæk völd, leynilögregla, sem þjálfuð er af Kúbumönnum, fer sínu fram og herinn og fjölmiðlar em undir beinni stjórn sandínista. Einnig hafa sandínistar óskað eft- ir að verða aðilar að Comecon, efnahagsbandalagi kommúnista- ríkja. Sumir hafa haldið því fram að Bandaríkjamenn hafi með stuðn- ingi sínum við „contrana" ýtt sandínistum út í að leita stuðnings Rússa. Svo er ekki, því að á árun- um 1979 til 1980 fengu sandínist- ar 118 milljónir Bandaríkjadala í þróunaraðstoð frá Bandaríkjun- um, en á meðan þágu þeir vopn og hernaðarráðgjafa frá Kúbu. Þegar Reagan hefur gert hlé á aðstoð sinni við „eontrana", hafa sandínistar eflt tengsl sín við Kremlarbændur og hert á ofsókn- um gegn stjórnarandstæðingum innanlands. Varla er hægt að komast hjá því að draga þá álykt- un að hið eina sem forði Nicarag- uabúum frá örlögum kúbanskrar alþýðu sé hemaður „contranna". „Contrarnir“ Margir líta enn á „contrana" sem einhvern glæpalýð og leifar þjóðvarðliðs Somoza. Þessi skoð- un á ekki lengur við rök að styðjast. „Contramir" hafa vissu- lega framið ýmis ódæði, en þau em hvorki betri né verri en þau sem fylgja öllum stríðum. Talið er að í her „contranna" séu ríflega 2.000 fyrri fylgismenn Somoza- ættarinnar, en að jafnmargir fyrrverandi sandínistar séu þeirra á meðal. Hinir borgaralegu leið- togar þeirra, eins og Adolfo Calero, Arturo Cmz og Alfonso Robelo, em velþekktir lýðræðis- sinnar. Það sem e.t.v. segir mest um „contrana" er fjöldi þeirra. Á fímm ámm hefur þeim Qölgað úr 2.000 í 16.000 og eru þeir allir sjálfboðaliðar, öfugt við stjórnar- herinn. Hvað næst? Verði Nicaragua algert komm- únistaríki mun það draga tals- verðan dilk á eftir sér. I fyrsta lagi yrði stofnun Alþýðulýðveldis Nicaragua byltingarmönnum um gervalla álfuna mikil hvatning. í öðm lagi stafar öðmm ríkjum hætta af sandínistum. Þar til þeir urðu uppteknir af „contmnum“, aðstoðuðu sandínistar uppreisnar- menn í E1 Salvador, Guatemala og Honduras. Þá sögðu sandínist- ar að „byltingin breiddist út yfir landamærin". Líklegt má telja að sandínistar hæfu byltingarút- flutning sinn að nýju, ef „contr- amir“ leggðu upp laupana. Spumingin er hversu langt Bandaríkjamenn vilja ganga. Bandaríkjaþingi er hættan ljós, en er óráðið í afstöðu sinni. Ann- ars vegar vill það ekki leggja út í stríð gegn sandínistum, en það vill hafa „contrana" til staðar, ef byltingin fer úr böndum. Ronald Reagan vill hins vegar að sandín- istar fari frá völdum og ekkert múður. Hvað verður, mun tíminn leiða i ljós. Grein þessi birtist sem leiðari í breska viku- ritinu The Economist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.