Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 13
l^ORÖÖíjÉ^ítói FÖ^TW&ÖtÍá 'Í2. SeM’^ÍÖÉR' tó86' - M Deila Tryggingastofnunar og Tannlæknafélags Islands eftir Ólaf G. Karlsson Það hefur ekki farið framhjá neinum, að erfið staða er komin upp í samningaviðræðum milli Tann- læknafélags íslands og Trygginga- stofnunar ríkisins, eftir að samninganefnd TR heyktist á að standa við tilboð sitt um bráða- birgðasamning, sem hefði skapað vinnufrið, og ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála tók á málum á þann hátt, að ekki varð við unað. Þykir rétt, að sjónarmið tann- lækna komi hér fram í stuttu máli, en kvartað hefur verið yfír því, að þeir hafí oft sinnt því illa að koma sínum málum á framfæri. Um næstu áramót verða 6 ár síðan TR sagði upp samningi sínum við TFÍ. Eftir þeim samningi hafði verið unnið frá árinu 1975. Við uppsögnina var ákveðið að vinna eftir þessu gamla samkomulagi, þar til nýr samningur sæi dagsins ljós og hefur svo verið gjört þar til í júlílok sl., er sýnt var að fiilltrúar Tryggingastofnunar ætluðu með framkomu sinni að sigla viðræðum í strand. Sjálfsagt undrar margan rétti- lega hve langur tími hefur liðið án þess að nýr samningur yrði gerður og ósjálfrátt læðist að manni sá grunur, að eftir allt saman hafí gamli samningurinn verið Trygg- ingastofnun hinn hagstæðasti, þó að ýmis fyrirbæri í íslenskum stjómmálum hafí haldið uppi árás- um á islenska tannlæknastétt á grundvelli hans. Segja má, að beinar samninga- viðræður hafa litlar verið fyrstu árin eftir uppsögn samningsins en því meiri áhersla lögð á vinnu í nefndum við endurskoðun gjald- skrár og aðgerðaliða, svo og hönnun reikningseyðublaða. Var þannig búið að leggja af mörkum óhemju vinnu af hálfú gjaldskrárnefndar og stjórn TFÍ á umræddu tímabili þegar hinar eiginlegu samningavið- ræður hófust fyrir rúmu ári. Er skemmst frá því að segja, að þær viðræður voru frá upphafí ómarkvissar og báru öll einkenni seinagangs af hálfu Trygginga- stofnunar og drógust þess vegna á langinn. Það má vera, að slíkur farvegur henti vei launuðum nefndarmönn- um ríkisins, en ólaunuðum fulltrú- um tannlækna, sem þurftu að hlaupa frá verkum sínum á þessa fundi, var oft nóg boðið. Það er algengur misskilningur hjá almenningi að líta eingöngu á gjaldskrá tannlækna sem mæli- kvarða um tekjugjöf og reka upp stór augu ef gjaldskráin hækkar í hundraðshlutum umfram það sem laun almennt gera. Sannleikurinn er sá, að meiri- hluti gjaldskrárinnar verður til vegna kostnaðar við rekstur tann- lækningastofu og væri öllum fróð- legt að sjá, hver sá kostnaður getur verið. Samningurinn frá 1975 var byggður á sérstökum kostnaðar- grunni og ákveðnum reglum um útreikning launaliðs, sem fram skyldi fara á þriggja mánaða fresti. Við endurskoðun þessa gamla kostnaðargrunns nú 10 árum síðar kom í ljós, að hann var orðinn löngu úreltur eins og tannlæknar reyndar vissu og höfðu fundið fyrir við rekstur og stofnkostnað síðustu ár. Nægir að benda á gjörbreyttar að- stæður vegna fjármagnskostnaðar. Sjálfstætt starfandi tannlæknir þarf einnig að sækja í sína gjald- skrá m.a. möguleika á að komast í sumarleyfi, veikindadaga, lífeyris- sjóðsgjöld og síðast én ekki síst kostnað og tíma vegna endur- menntunar sem honum er lögum samkvæmt skylt að inna af hendi og Tryggingastofnun ríkisins hefur tekið að sér að bera allan kostnað af í samningum við stóran hluta lækna. Útreikningur að nýjum kostnað- argrunni og virkum vinnutíma tannlæknis á eigin stofu var lagður fram í upphafí viðræðna sl. haust og féllst samninganefnd Trygg- ingastofnunar á hann eftir að tannlæknar höfðu samþykkt veru- legar breytingar til lækkunar og komið þar til móts við TR. Þar sem nú þótti hilla undir nýj- an samning, frestuðu tannlæknar að reikna út nýja gjaldskrá 1. júní eins og ætlast var til skv. gamla samningnum og unnu áfram á gjaldskrá frá 1. mars. Fljótlega kom í ljós óvæntur ágreiningur um ýmsa liði í hinni nýju gjaldskrá, sem gjald- skrámefnd TFI hafði unnið með trúnaðartannlækni Trygginga- stofnunar í þeirri trú að hann starfaði skv. umboði samninga- nefndar og var nú sýnt, að loka- samningur var víðs fjarri. Á þessu stigi komu fram tilboð frá samninganefnd TR um bráða- birgðasamkomulag, sem unnið skyldi eftir þar til samningar næð- ust. Þar bauð TR tannlæknum 23,47% hækkun á gjaldskrá frá 1. sept. 1985 vegna hækkana á kostn- aðargrunni. Launaliðsgrunnur skyldi standa óbreyttur, en breyt- ingar á þessum liðum yrðu svo reiknaðar á hefðbundinn hátt frá þeim tíma. Að auki var þess kraf- ist, án nokkurs rökstuðnings, að álag sérfræðinga í tannlæknastétt skyldi lækka úr 40% í 20%. Tanniæknar samþykktu gjald- skrárhækkunina en höfnuðu svo mikilli skerðingu á sérfræðiálagi þar sem sannað er, að sérfræði- menntun íslenskra tannlækna, sem einungis fer fram erlendis, er þeim mun dýrari en til dæmis tannlækna annars staðar á Norðurlöndum sem geta stundað sérfræðslunám í heimalöndum sínum á fullum laun- um. Þó var fallist á að lækka álagið í 26% og 32% eftir greinum, en því var hafnað. Þegar samninganefnd TFÍ vildi taka tilboð Trygginga- stofnunar til nánari skoðunar, var það dregið til baka. Þegar leitað var skýringa á þessum ótrúlegu vinnubrögðum, varð fátt um svör. Samninganefnd TR virtist, líklega fyrir tilviljun, hafa komist að því að á Norðurlöndum mætti einhverstaðar finna tannlæknisverk lægra verðlögð en á íslandi og það þyrfti að skoða betur. Þó að sl. 5 ár virðist ekki hafa dugað Tryggingastofnun til að kanna þau mál, þá kemur það íslenskum tannlæknum ekkert á óvart að svo geti verið. Þegar borið er saman verð á vörum og tækjum til tannlækninga hér og annars staðar á Norðurlöndum, þá kemur í ljós, að við þurfum að greiða 50—100% hærra verð en félagar okkar ytra fyrir sömu vöru. Einnig ber að líta á það, að tryggingakerf- in eru misjafnlega upp byggð og t.d. í Svíþjóð er fjöldi tannlækna- stofa ríkisrekinn. Þá mátti láta sér skiljast að ráð- herra teldi sjálfsagt, að tannlæknar dunduðu sér enn um sinn eftir gamla samningnum meðan athug- aðir væru möguleikar á því að lækka tolla og aðflutningsgjöld á efni og tækjum til tannlækninga. Þessi skyndilega hugljómun ráð- herra gladdi vissulega huga tann- lækna, því á undanfömum árum hafa reglulega verið sendar beiðnir til stjómvalda um að vömr til tann- hirðu og tannlækninga yrðu ekki lengur hátollaðar sem munaðar- vara, en því hefur í engu verið sinnt. Það er aftur alveg ljóst, að slíkar breytingar gerast ekki eins og hendi sé veifað, eins og viðbrögð fjármála- ráðherra sýndu, og þessar hug- myndir því síðbúið innlegg í samningagerðina. Þegar viðræðurnar vom komnar í þennan hnút í júlílok og tannlækn- ar vom enn að vinna eftir gjaldskrá frá 1. mars sáu stjóm og samninga- Ólafur G. Karlsson „Þessa siðblindu ráð- herra má kannski rekja til misviturra ráðgjafa, en fulltrúar tannlækna í undangengnum samn- ingaviðræðum hafa sannfærst um, að ekki mun vera hörgull á þeim.“ nefnd félagsins ekki önnur úrræði en að gefa út einhliða viðmiðunar- gjaldskrá, sem formlega skyldi gilda frá 1. júní. Var ákveðið að 23,47% kostnaðarhækkunin, sem samninganefnd TR hafði boðið, skyldi tekin í gjaldskrá í þremur áföngum í stað eins, eins og verið hefði samkvæmt tilboðinu, en að öðm leyti skyldi gjaldskráin reiknuð á hefðbundinn hátt. Þannig átti gjaldskráin að hækka um 9,24% 1. júní skv. gamla samn- ingnum, en með hluta af kostnaðar- hækkun varð hækkunin 13,12%. Þá var ákveðið að næsta hækkun viðmiðunargjaldskrár yrði 1. okt. í stað 1. sept. vegna þess hve langt var liðið á verðlagstímabilið, þegar breytingin var gerð. Viðbrögð heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, Ragnhildar Helgadóttur, era öllum kunn. Gefín var út gjaldskrá með 5,5% hækkun, sem tannlæknum var ætlað að vinna eftir til 30. nóv. nk. Við útreikning þessarar gjald- skrár var ekki farið eftir þeim meginreglum, sem gilt hafa um útreikning launaliðar og ákvæði er um í hinum margnefnda gamla samningi milli TFÍ og TR, en eins og áður sagði átti gjaldskrá skv. því að hækka um 9,26%. Með gjaldskránni er ekki gert ráð fyrir endurskoðun og leiðréttingu 1. sept. 1986 eins og ákvæði er um í samningi, hvað þá að nokkurt mið sé tekið af samþykkt Trygginga- stofnunar á hækkun kostnaðar- gmnns. Þessa siðblindu ráðherra má kannski rekja til misviturra ráð- gjafa, en ftilltrúar tannlækna í undangengnum samningaviðræð- um hafa sannfærst um, að ekki mun vera hörgull á þeim. Það skyldi engan undra, að tannlæknar höfnuðu því að vinna eftir gjaldskrá byggðri á slíkum gmnni og gang- ast undir ofbeldisaðgerðir af þessu tagi. Eins og oft vill verða í málum sem þessum bitna þau verst á þeim er síst skyldi, sem sé tyggingaþeg- um, og kom það fljótlega í ljós þegar endurgreiðslur til þeirra em stöðv- aðar. Til að reyna að greiða úr þeirri flækju féllust tannlæknar á að taka í notkun að minnsta kosti um stund- arsakir meingölluð reikningseyðu- blöð sem fylgdu hinni dæmalausu gjaldskrá ráðherra. Er það von forráðamanna TFI, að tiyggingaþegar hafí sem minnst óþægindi af þessu og megi njóta réttar sins. Það sem á undan er gengið mun þjappa íslenskum tannlæknum saman í að ná rétti sínum, hvort sem það verður með eða án samn- ings við Tryggingastofnun ríkisins. Höfundur er tannlæknir í Reykja vík og formaður gjald- skrámefndar Tannlæknafélags íslands. Cornelius Carter 3ja mánaða námskeiðin kosta: 2 sinnum í viku kr. 5.500.- 3 sinnum í viku kr. 7.000.- Stúdíókort kr. 8.000.- Lausir timar í veggjabolta Einnig hádegistímar í aerobik að okkar hætti Innritun hefst 8. sept. frá kl. 11—18 í síma 687801 og 687701. JA&-ivi6OErT Shirlene ilicia Blake BaLLET 0/5 M Mánaðarkort í aerobik kostar kr. 1.840 Dæmi: Jazz-modern-ballet 3 sinnum i viku Jazz-moderen 3 sinnum í viku Jazz-ballet 3 sinnum í viku Jazz 2 sinnum í viku ff SÓLEYJAR Sigtúni 9, s: 687701 -687801

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.