Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 Skógræktarfélag Reykjavíkur: Ferð um skógarsvæði borgarinnar Skógræktarfélag Reykjavík- Lagt verður af stað úr Skóg- Elliðaárhólma, jaðarsvæði Breið- ur býður, laugardaginn 13. ræktarstöðinni í Fossvogi klukkan holts og Rauðavatnsskóg. Ferðin september, til skoðunarferðar 13.30 og farið í langferðabíl um tekur um það bil þijár klukku- um skógarsvæði borgarinnar. ýmis skógarsvæði s.s. Oskjuhlíð, stundir. Hænsnakvótinn: Ráðuneytið bíður átekta kvótaumræðan verkar framleiðsluhvetjandi FULLTRUAR félaga eggja- og kjúklingabænda hafa átt viðræður við landbúnaðarráðuneytið um framleiðslustjórnun í hænsnarækt, eins og fram hefur komið. Að sögn Guðmundar Sigþórssonar skrif- stofustjóra ætlar ráðuneytið að bíða með aðgerðir þar til formlegar óskir félaganna um kvóta hafa borist. Aðspurður um álit ráðuneytisins á þessu máli sagði Guðmundur: „Það liggur fyrir að framleiðsla úr hófi hefur engan tilgang, hún gerir það aðeins að verkum að lakari vara verður á boðstólum, og má nefna eggin í því sambandi. Það hlýtur að vera öllum til góðs að framleiðslan sé hæfileg fyrir mark- aðinn, en spurningin er um það hvemig því takmarki verði náð.“ Verði tekin upp framleiðslu- stjómun í hænsnaræktinni telja menn líklegast að hún verið fram- kvæmd með fóðurgjaldi. I núgild- andi búvörulögum er landbúnaðar- ráðherra meðal annars heimilað að nota innheimtu fóðurgjalds til að stjóma búvöruframleiðslunni. Hon- um er heimilt að innheimta að hámarki 200% gjald af innfluttu fóðri, allt að 50% grunngjald og 150% sérstakt fóðurgjald. Honum er og heimilt að endurgreiða fram- leiðendum hið sérstaka fóðurgjald eða hluta þess og skal miða endur- greiðslur við framleiðslumagn sem ákveðið er eftir þörfum markaðar- ins fyrir viðkomandi búvöru. Rétt framleiðenda skal ákveða með tilliti til framleiðslu þeirra á tilteknu tímabili. Umræður um kvóta á egg og kjúklinga hafa staðið yfir um tíma. A meðan hafa margir bændur hald- ið áfram að framleiða sem mest þeir mega til að vera með sem mesta framleiðslu þegar kvótinn verður settur á. Þeir telja sig þann- ig styrkja stöðu sína, hvort sem það er rétt eða ekki, enda veltur það á því hvaða viðmiðum verður notuð við ákvörðun framleiðsluréttar hvers og eins. Kvótaumræðan virð- ist því hafa verkað framleiðsluhvetj- andi. ----» ♦ ♦---- Leiðréttinff í VIÐTALI við Guðmund Jónsson, stöðvarstjóra Flugleiða á Kastrup- flugvelli í Kaupmannahöfn, er ranglega farið með fjölda Flugleiða- farþega sem fara um völlinn á ári. Þeir eru 55 til 60 þúsund en ekki 10 þúsund. Yfirlýsing frá fulltrúum kennara í Fræðsluráði Reykjavíkur og stjórn Kennarafélags Reykjavíkur vegna Skólamálaráðs borgarinnar MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi frá fulltrúum kenn- ara í fræðsluráði Reykjavikur og stjóm Kennarafélags Reykjavík- ur vegna Skólamálaráðs Reykjavíkurborgar. „Eftir borgarstjómarkosningar í vor var stofnað nýtt ráð á vegum borgarinnar, svokallað skólamála- ráð. í samþykkt sem gerð var fyrir ráðið af borgarráði, kemur fram, að því er ætlað að yfirtaka flest verkefni sem Fræðsluráði Reykjavíkur eru ætluð samkvæmt «*grunnskólalögunum. En í Reykjavík fer fræðsluráð með hlutverk skóla- nefndar. Einnig kemur fram í 4. grein fyrrgreindrar samþykktar, að ráðinu skuli „heimilt að veita full- trúum kennara og foreldra rétt til setu á fundum sínum með málfrelsi og tillögurétti". Reynt hefur verið að réttlæta stofnun þessa ráðs með því að vísa í 58. grein nýrra sveitarstjómar- laga, þar sem sveitarfélögum er gefið tækifæri til að sameina nefnd- ir. í því tilfelli þyrfti skólamálaráðið að uppfylla öll lagaleg skilyrði Fræðsluráðs Reykjavíkur eins og til dæmis um aðild kennarafulltrúa .-fLÖ ráðinu. í 18. grein grunnskóla- ’naga er svohljóðandi ákvæði: „í Reykjavík fer fræðsluráð með hlut- verk skólanefndar. Þar skulu kennarafulltrúar vera þrír.“ Hver er tilgangurinn með stofnun Skólamálaráðs Reykjavíkurborgar? Ekki er um að ræða neina hagræð- ingu, því þetta nýja ráð starfar við hlið fræðsluráðs með sömu verkefni að hluta til. Þess vegna má einna helst ætla að tilgangurinn sé að útiloka löglega kjöma fulltrúa kennara frá umræðu um stjómun menntamála í borginni. Þannig 'rhafnar meirihluti Skólamálaráðs Reykjavíkurborgar samstarfí við fagfólk í kennslumálum og brýtur með því ákvæði grunnskólalaga um rétt kennara til aðildar að fræðslu- ráði og skólanefnd. Jafnframt þessu em uppi harðar deilur í fræðsluráði og skólamála- ráði um skiptingu verkefna milli skólamálaráðs og fræðsluráðs og verksvið fræðslustjórans í Reykjavík. Er nú svo komið að Fræðsluráð Reykjavíkur er óstarf- hæft vegna þessara deilna. Oll stjómun skólamála í Reykjavík er því í ólestri um þessar mundir, ein- mitt nú þegar hundmð gmnnskóla- nemenda em kennaralaus vegna þess að kennarar hafa ekki fengist til starfa. Stjóm Kennarafélags Reykjavík- ur hefur óskað eftir því við Borgar- ráð Reylq'avíkur að 4. grein samþykktar fyrir Skólamálaráð Reykjavíkurborgar verði breytt í samræmi við lög og reglugerðir. Ef slíkar breytingar verða ekki gerðar, mun stjórnin óska eftir úr- skurði félagsmáiaráðuneytis um rétt kennara til aðildar að skóla- málaráðinu. Jafnframt harmar stjómin það ástand sem nú ríkir í stjómun menntamála í borginni og vonast til að kjörnir fulltrúar í fræðsluráði/skólamálaráði Reykjavíkur sýni þá ábyrgðartil- finningu að reyna nú að lcysa þau vandamál sem nú er við að giíma í grunnskólum Reykjavíkur í stað þess að heyja stríð við kennara og karpa um verkefnaskiptingu." Leiðrétting í FRÁSÖGN af upptökum á sjón- varpsþætti með Megasi og fleiri tónlistarmönnum í Stálsmiðjunni sem birtist í Morgunblaðinu þ. 11. september sl., var missagt að þeir Bragi Ólafsson og Friðrik Erlings- son hefðu áður leikið með hljóm- sveitinni Kukli. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirð- ingar þessum misskilningi. í grein Þorsteins Guðjónssonar í blaðinu í gær. „40 vikur + 90 ár“ varð meinleg prentvilia. Rétt er setningin þannig: „Það er sú túlkun á þessum atriðum sem hann reynir að smeygja inn, sem er athugaverð. (Ekki „athyglisverð".) Eru þeir að fá 'ann m Bæjarlækurinn lak í 4-stafa tölu Elliðaárnar rétt mörðu fjögurra stafa tölu, enduðu með 1.080 laxa. Þokkalegur endasprettur tryggði þetta, en veiðin var orðin ansi fjörlítil undir það síðasta. Ámefndin klikkti út með 10 löx- um síðasta daginn, enda þar á ferðinni menn sem eru þaulvanir ánni við allar kringumstæður. Allmikill lax gekk í árnar í sumar og ef til vill hefði verið betra svo og meira næði við ámar, en þar er orðin þvílík örtröð af fólki á stundum að áhorfendur em fleiri en laxamir og er þá mikið sagt. Ekki að undra þótt sumir fari öngulsárir og sárir því áhorfend- umir em ekki allir nærgætnir. Flókagóð Flóka hefur verið bærileg í sumar, gefið í kring um 300 laxa sem telst gott miðað við óhag- stætt tíðarfar. Áin hefur verið vatnslítil og glær mikinn hluta sumars. Skot í Stóru Það kom dálítið skot í Stóm- Laxá fyrir nokkmm dögum, þrír laxar veiddust einn daginn og þrír til viðbótar þann næsta. Allir í Ófæmstreng á svæði 2. „Þetta var í kring um stórstreymið og veiðimenn heppnir að hitta á lax- inn þar sem hann var að skríða upp,“ sagði einn góðkunningi Laxár í gær. Þessari fregn fylgir að talsvert sé af laxi á Iðunni og veiði þar hafi glæðst nokkuð að undanförhu, enda er nú besti veið- itíminn á þeim veiðistað. Ef það kæmi einhver rigningarsletta að gagni gæti Stóra fengið göngu. Hrútan slær öll fyrri met „Þetta hefur verið frábært í Ilrútafjarðará í sumar, hún hefur slegið öll sín gömlu met svo um munar. Þessi á hefur þar til í sumar aldrei gefið fleiri en 350 laxa, en að þessu sinni er hún komin í 500 stykki og enn mun bætast við þá tölu, því veitt er fyrr neðan brýrnar á Hrútafjarð- ará og Síká til 20. september og þó sú veiði hafi áður verið talin aðallega silungsveiði, þá er svo vart lengur, mikill lax er á þessu svæði. Ofan brúa lauk veiði hins vegar ll. þessa mánaðar," sagði Gísli Ásmundsson, einn af leigu- tökum árinnar í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Hann gat þess einnig að fyrir fáum dögum hefði Hermann Gíslason veitt stærsta lax sem komið hefur á land úr Hrútunni í áraraðir, 24 punda hæng sem gleypti maðk í Snasahyl. „Laxinn er vel dreifður og þeg- ar skilyrði leyfa má sjá allt að 50—60 laxa í sumum hyljum og ekki ótrúlegt að eftir í ánni sé annað eins af laxi og veiðst hef- ur, jafn vel ívið meira. Þá er meðalþunginn góður, senniiega um 9 pund, en þó á eftir að reikna það út nákvæmlega," sagði Gísli enn fremur og þakkaði hann bæði aukna veiði og hina miklu meðal- þyngd miklu átaki í ræktunarmál- um síðustu árin, en meðal þess sem gerst hefur eru seiðaslepp- ingar á ófiskgeng svæði til þess að nýta góðar uppeidisstöðvar. Þess má geta, að veitt er á þrjár stangir frá 26. júlí til 26. ágúst, en á tvær stangir þess ut- an. Þetta eru því meira en þrír laxar á stöng að meðaltali. „Hrútafjarðaráin hefur blandað sér í hóp þeirra allra bestu í sum- ar, á því er enginn vafi,“ sagði Gísli að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.