Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, F()STUDAGUB 12. SEPTEMBER 19g6 Minning: Ingvar Kristins- son heildsali Fæddur 18. janúar 1935 Dáinn 5. september 1986 í dag er til moldar borinn svili minn Ingvar Kristinsson. Það er undarleg tilfinning að eiga þess ekki lengur kost að hitta þennan góða vin, en minningin lifir. Oft getur það reynst erfítt að átta sig á tilverunni og öllum tilgangi lífsins á jörðu hér. Ekki síst þegar kvadd- ur er maður í blóma lífsins. Ingvar fæddist 18. janúar 1935. Sonur hjónanna Kristins Guðmundssonar, kaupmanns, og konu hans Unnar Kristjánsdóttur, sem lengst af bjuggu að Laufásvegi 58 og þar ólst Ingvar upp, en hann var elstur af fjórum bömum þeirra hjóna. Ingvar kvæntist árið 1958 eftirjif- andi eiginkonu sinni Ásu Þ. Ás- geirsdóttur frá Valshamri á Skógarströnd. Þau stofnuðu sitt fyrsta heimili í Grænuhlíð 15, þar sem heimili þeirra hefur verið síðan. Böm Ingvars og Ásu eru fjögur, Ásgeir Halldór, Guðmundur Krist- inn, Unnur Valdís og Björgvin Þór og barnabörnin orðin þrjú. Ingvar stundaði nám við Verzl- unarskóla íslands og hugur hans stefndi strax að verslun enda kynnt- ist hann því starfi frá bemsku. Og nú síðustu árin var hann að byggja upp sitt eigið fyrirtæki ásamt fjöl- skyldu sinni, heildverslunina Echo. Allt virtist ætla að ganga svo vel hjá samhentri fjölskyldu, þegar kallið kom svo skyndilega og starfs- degi Ingvars var lokið. Ég kynntist Ingvari þegar hann kom á heimili mitt um það leyti sem þau Ása vom að kynnast. Við áttum oft skemmtilegar stundir saman ásamt fjölskyldum okkar bæði hér í Reykjavík og á heimili tengdafor- eldra okkar sem þá bjuggu á Valshamri, þangað vom ferðirnar margar og þeim var hann hjálpleg- ur og góður tengdasonur. Það var gott að eiga Ingvar að vini, vinátta hans var heil og án skilyrða, þegar hann á annað borð batt þau bönd. Hann var jafnan glaður í viðmóti, hlýr og. traustur. Þeir sem hafa notið gestrisni hans gleyma því ekki. Ég vil að lokum um leið og ég kveð Ingvar svila minn þakka hon- um fyrir alla þá vinsemd og tryggð sem hann sýndi mér og fjölskyldu minni. Ég veit að margir syrgja Ingvar og hefðu viljað eiga lengri samleið með honum. En nú kveðjum við hann með miklum söknuði og biðjum honum velfarnaðar á nýjum og ókunnum brautum. Ég votta sérstaklega Ásu mágkonu minni, bömum hennar, bamabörnum, aldraðri móður og öðmm ættingjum mína dýpstu samúð. Björgvin H. Björnsson Fallinn er í valinn fyrmrn ágætur skólafélagi minn úr Verslunarskóla Islands, Ingvar Kristinsson, versl- unarmaður. Við vomm af sama árgangi, þó við væmm aðeins einri vetur í sama bekk. Hann var eilítið eldri en við hin og hann hafði enga sérstaka framadrauma. Hljóðlega fór hann í gegnum Verslunarskól- ann. Hann starfaði lengst af við versl- unarstörf hjá J. Þorlákssyni og Norðmann. Ég veit að ég mæli fýrir hönd allra þeirra er vom honum samskipa í Versló er við sendum ekkju hans og bömum þeirra okkar innilegnstu samúðarkveðjur. Persónulega sendi og einnig fjölskyldu hans, ættingj- um og vinum djúpar samúðarkveðj- ur og vona að sárin grói þó einhveijum verði það erfítt við lát þessa geðfellda manns. Sumarliði Steinar Benediktsson. Minning: Jón Eiríksson bifreiðastfóri í dag kveð ég elskulegan tengda- föður minn, Jón Eiríksson, sem andaðist í Landspítalanum 3. sept- ember, eftir tveggja mánaða legu, fyrst heima og síðan í spítalanum. Þar með iauk baráttunni við sjúk- dóm sem hann hafði háð síðastliðið ár. Stóð hann sig alltaf eins og hetja og bar veikindi sín aldrei á torg. Á spítalanum var hugur hans allur hjá fjölskyldunni og var hann á leiðinni heim þar til yfír lauk. Kona hans hlúði að honum af sinni alúð og umhyggjusemi í veikindum hans. Jón fæddist 3. desember 1911, sonur hjónanna Eiríks Ingimagns- sonar og Elísabetar Jónsdóttur. Hann ólst upp í Vesturbænum ásamt 3 systkinum, Lilju sem býr á Selfossi, Ingimagni í Reykjavík og Maríu sem búsett er í Banda- ríkjunum. 1943 kvæntist Jón eftirlifandi konu sinni Níelsínu Guðmundsdótt- ur frá Nýjubúð í Grundarfírði. Eignuðust þau 5 böm. Þau eru Elísabet, Guðmundur og Ingibjörg sem eru gift og búsett í Reykjavík, Jensína gift og búsett f Banda- ríkjunum og Eiríkur sem er í heimahúsum. Bamabörnin eru 11 og bamabamabamið eitt. Jón og ína bjuggu iengst af í vesturbænum til 1957 er þau fluttu á Réttó, þar sem þau hafa búið síðan. Hann var með fyrstu bif- reiðastjórum í Reykjavík, keyrði hjá ýmsum fyrirtækjum og vann síðan hjá Eimskip. Jón hafði mikinn áhuga fyrir velferð bama sinn og alltaf var hann mættur ef eitthvað stóð til að gera. Þau em ófá handtökin sem hann á í húsinu okkar og garðinum. Áhuginn var gífurlegur hvort sem það var að grafa gmnn, hreinsa timbur, tyrfa lóðina og allt þar á milli. Oft var glatt á hjalla í Hnjúka- selinu, þegar hlaupið var út í móa til að drekka nestið eða seinna, sest á einangmnarplast á gólfínu. Þó var aldrei setið lengi því kappið var mikið. Eftir að við fluttum inn vom þær margar eftirlitsferðimar, eins og við kölluðum þær, sem hann kom, það var orðinn vani að keyra upp í Hnjúkasel. Mér er það svo minnisstætt þeg- ar ég í fyrsta sinn sá Jón með hamar, því hann var jafnvígur á báðar hendur. Jón var söngelskur maður og gaman var að vera með honum á gleðistund og syngja hin gömlu góðu lög, sem hann kunni svo mörg. Efst í huga mér á þessari hryggð- arstund er þakklæti til Jóns fyrir alla hans hjálp, og hið hlýlega og góða viðmót sem hann ætíð sýndi mér. Bömin mín minnast hans sem elskulegs afa er ætíð tók þátt í gleði þeirra og fylgdist vel með námi þeirra, starfi og áhugamálum. Vilj- um við þakka honum fyrir það. Guð varðveiti sálu hans og veiti ástvinum hans styrk. Brynja Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birt- ar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu línubili. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, KRISTRÚN ÞÓRARINSDÓTTIR, lést 2. september á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Karl Bjarnason, Bjarnveig Karlsdóttir, Sigurbjörn Logason, Eybjörg Einarsdóttir, Tryggvi Jakobsson, Karl Rúnar Sigurbjörnsson, og barnabörn. t Faðir okkar og tengdafaðir, JÓHANN STEFÁNSSON fyrrverandi skipstjóri, andaðist að Hrafnistu, Reykjavík, þann 10. september. Jón K. Jóhannsson, Ólaffa Sigurðardóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, MAGNÚS MAGNÚSSON, Tryggvagötu 22, Selfossi, lést að heimili sínu 10. september. Svandís Jónsdóttir og börn. t Faðir okkar, STEFÁN ÓLAFSSON skósmiður, Borgarnesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness 10. september 1986. Sigrfður Stefánsdóttir, Magnús Stefánsson. t Sonur minn, ÓLAFURÞÓRÐURJÓNSSON, Túngötu 17, Patreksfirði, verður jarðsunginn frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 13. september kl. 2. Fyrir hönd vandamanna, Ingibjörg Ólafsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar, KARL GUÐJÓNSSON, rafvirkjameistari, Suðurgötu 15-17, Keflavík, áður að Mávabraut 11 b, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 13. september kl. 14.00. Dagrún Friðfinnsdóttir og börn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför SIGURBJARGAR B. STEPHENSEN, Ljósheimum 6, Reykjavfk. Sigrfður M. Stephensen, Steinunn M. Stephensen, Guðrún Magnúsdóttir, Haraldur Bergþórsson, Magnús Þorleifsson, Ida S. Daníelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SVEINS GUÐMUNDSSONAR frá Reykjum. Þurfður Sigurjónsdóttir og börn. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föðurs míns og bróðurs, GUÐJÓNS V. MÝRDALS. Valtýr Ómar Guðjónsson, Júlíana Valtýsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.