Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 r23 Alþjóðleg geimstöð framtíðarinnar Hér gefur að líta teikningu af fyrirhugaðri geim- stöð, sem NASA, geimferðastofnun Banda- ríkjanna, gerir ráð fyrir að tekin verði í gagnið á tíunda áratugnum. Miðað er við að hún verði not- uð sameiginlega af NASA, ESA, geimferðastofnun Evrópu, Japðnum og Kanadamönnum. Til hægri búnaður NASA, en til vinstri er búnað- ur ESA framar, og sá japanski aftar. Chile: Fordæma morðið á kunmim blaðamanni Fréttaflutningur tveggja fréttastofa bannaður Santiatfo, London, AP. ALÞJOÐLEG samtök útgefenda og ritstjóra hafa harðlega for- dæmt morðið á Jose Carrasco, kunnum blaðamanni í Chile. Fannst hann látinn, hafði verið skotinn í höfuðið, eftir að menn, sem kváðust vera lögreglumenn, réðust inn til hans og höfðu á brott með sér. Gefið hefur verið í skyn, að afturkallaður verði brottrekstur þriggja franskra presta frá Chile. Alþjóðleg samtök útgefenda og ritstjóra fordæmdu í gær mjög harðlega morðið á Jose Carrasco, framkvæmdastjóra blaðamanna- samtakanna í Chile. Nokkrir menn, lögreglumenn að eigin sögn, brut- ust inn á heimili hans sl. mánudag og handtóku hann en daginn eftir fannst hann látinn, með skotsár á höfði. Var Carrasco áður ritstjóri tímaritsins Analisis en það hefur verið bannað. Alberto Cardemil, aðstoðarinn- anríkisráðherra í Chile, sagði frétta- mönnum í gær, að verið væri „að athuga" mál þriggja franskra presta, sem voru handteknir í La Victoria, einu fátækrahverfa Sant- iago-borgar, eftir að reynt hafði verið að ráða Pinochet forseta af dögum. í fyrradag var þeim skipað að hafa sig burt úr landinu. Francisco Cuadra, talsmaður herforingjastjórnarinnar, sagði i gær, að um 40 félagar í komm- únískum skæruliðasamtökum, Manuel Rodriguez-hreyfingunni, hefðu verið viðriðnir banatilræðið við Pinochet en til einskis þeirra hefur þó enn náðst. Sagði Cuadra, að ákafast væri leitað að Cesar Bunster, 28 ára gömlum syni fyrr- um sendiherra Chile í London. Væri hann grunaður um að hafa leigt bifreiðirnar fjórar, sem notað- ar voru í atlögunni að Pinochet, og einnig hús úti í sveit þar sem lagt var á ráðin. Eftir að herforingjastjómin í Chile lýsti yfir neyðarástandi hafa margir vinstrisinnaðir stjórnmála- menn og stúdentaleiðtogar verið handteknir og sex tímarit stjórnar- andstöðunnar bönnuð. í gær var ítölsku fréttastofunni Ansa bannað að flytja fréttir frá Chile og gefið að s_ök að hafa logið til um ástand- ið. Á þriðjudag var Reuters-frétta- stofunni einnig bannaður frétta- flutningur frá landinu og sagði Cuadra, talsmaður stjómarinnar, að það hefði verið vegna þess, að Pinochet hefði verið nefndur „erki- þijóturinn" í fréttaskeytum hennar. Moskva: Spilltir munaðar- seggir í fangelsi Moskvu, AP. HÆSTIRÉTTUR Rússlands dæmdi í gær yfirmann viðskipta- stofnunar í Moskvu og 20 aðra embættismenn í fangelsi fyrir gróðabrall og spillingu. Mennimir vom viðriðnir mál, sem tengist ólöglegu braski með kavíar og gjaldeyri í fínustu matvöruverzl- un Moskvu, Yeliseyevsky-verzlun- inni við Gorkystræti eða Gastronom nr. 1. Yfirmaður hennar var tekinn af lífi í hitteðfyrra fyrir að þiggja mútur og ýmsir undirmanna hans dæmdir í 7-14 ára fangelsi fyrir sömu sakir. Bandar íkj amenn áfram í Bólivíu La Paz, AP. BANDARÍSKIR hermenn munu dveljast í a.m.k. mánuð til við- bótar í Bólivíu, þar sem þeir hafa aðstoðað yfirvöld við að uppræta kókaínframleiðslu þar i landi. Um 170 bandarískir hermenn em enn í Bólivíu og sex þyrlur. Þjálfa þeir nú bólivíska hermenn í aðgerð- um gegn fíkniefnaframleiðendum. Hafa þeir verið í landinu í tvo mán- uði og framan af gerðu þeir áhlaup á hverja kókaínverksmiðjuna af annarri, en sinna nú fyrst og fremst þjálfun heimamanna. Tekist hefur að eyðileggja a.m.k. 10 stórar kók- aínverksmiðjur, sem afköstuðu fimm tonnum af kókaíni á viku. Hæstiréttur rússneska lýðveldis- ins dæmdi N.P. Tregubov, yfírmann viðskiptastofnunar Moskvu í gær í 15 ára fangelsi fyrir að þiggja mútur og misnota aðstöðu sína sem yfirmaður ríkisverzlananna í höfuð- borginni. Aðstoðarmaður hans, A.A. Petrikov, hlaut 12 ára fangels- isdóm og tveir deildarstjórar, G.M. Khokhdov og V.P. Kireyev 10 ára dóm hvor. Þá var forstöðumaður matvæla- verzlana í Kuibyshev-hverfinu í Moskvu dæmdur i átta ára fangelsi fyrir mútustarfsemi og deildarstjóri matvæladeildar GUM-stórverzlun- arinnar við Rauðatorgið hlaut 10 ára fangelsisdóm fyrir sömu sakir. Aðrir í hópnum hlutu vægari dóma. Að sögn blaðsins Moskovskaya Pravda tengjast mál mannanna, sem dæmdir voru í gær, hneykslis- máli, sem kennt er við Gastronom nr. 1, en það snerist um ólöglega kavíar- og gjaldeyrissölu. Blaðið skýrði frá því að Yuri Sokolov, yfir- maður verzlunarinnar, sem þykir sú fínasta í Moskvu og er vinsæl meðal ferðamanna, hefði verið líflátinn er upp komst um máiið 1984. Hefur ekki áður verið skýrt frá þeim málalokum. Sokolov var sekur fundinn um gróðabrall með kavíar og gjaldeyri, mútuþægni og aðra glæpi. Mjólkina heim Þið sem haldið stór heimili og sinnið daglegum heilbrigðisþörfum ungra sem aldinna, ættuð ekki lengur að þurfa að rogast heim af markaði með plastpoka þungaða mjólk og öðrum mjólkurafurð- um. Kaupmaður sem hóf verslun 1960 ætlar að selja ykkur mjólkurvörur og senda heim. Sendir verða 12 eða fleiri lítrar eftir þörfum annað hvort á tilteknum dögum vikunnar eða daglega. Afgreitt verður beint frá mjólkurstöð samkvæmt samkomulagi, svo þeir sem neyta 3—4 lítra á dag ættu alltaf að hafa ferska nýmjólk í skápnum. Að loknum undirbúningi og gerðum samningum við viðskiptavini mun dreifing hefjast, áríðandi er að þeir sem áhuga hafa á viðskiptum gefi það til kynna strax. Ekkert verður hægt að gera í málinu nema undir- tektir séu góðar. Söluverð verður hið sama og í verslunum almennt > , Sendið pöntun Vinsamlegast látiA vlta um viAskiptin, svo aA gera megi samning á eftirfarandi forsend- um yAar: □ Ég mun taka við öllum sendingum sem samið er um enda verða þær bornar að dyrum íbúðar minnar, mun ég þó heimila, að þær verði skildar eftir á tilteknum stað í húsi mínu sé enginn heima. □ Ég get afturkallað afgreiöslu hvaða dag sem er með tilkynningu um síma daginn fyrir afgreiðsludaginn. □ Ég mun heimila greiðslu vegna viðskiptanna að hálfu greiðslukortafirma eða gera annað samkomulag við seljanda um greiðslur. Ætlað er að margir muni vilja fá sendingu einu sinni eða tvisvar í viku. Hlýtur í þ.m. fyrst um sinn að fara eftir aðstæðum og svæðum, hvaða dag vikunnar afgreitt verður og á hvaða tíma dags. Mest verður væntanlega afgreitt snemma dags og þá einnig síðla, þ.e. milli 16 og 20. Sölusvæðið er þéttbýlið á höfuðborgarsvæðinu öllu, þ.e. Reykjavík, Kópavogur, Garðabær og 'Hafnarfjörður, ef til vill Suðurnes síðar. Látið vita af ykkur, notið til þess úr- klippu hér að neðan. Mjólkurpósturinn Pósthólf 8743, 128 Reykjavík, sími 22575. Klippið hér - >s Sendandi: Nafn: ........ Heimili: ..... Sími: ........................ MJÓLKURPÓSTURINN Pósthólf 8743 128 Reykjavík □ Ég hef hug á viðskiptum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.