Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 45 VELVAKANDI SVARAR i SÍMA 691100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS M/ UHW ’U If Hvaða skólar banna kristinfræðikennslu? Faðir skrifar: Ég var að hlusta á morgunþátt í Ríkisútvarpinu sl. mánudagsmorg- un og varð þá vitni að samtali sem gerði mig alveg hlessa og er tilefni þessara skrifa. Hrólfur nokkur Kjartansson úr skólaþróunardeild í menntamálaráðuneytinu sat fyrir svörum hlustenda og meðal þeirra sem hringdu var móðir, sem hafði áhyggjur af kristinfræðikennslu. Hún upplýsti að í grunnskólanum, sem barn hennar sækir, færi ekki fram kennsla í kristnum fræðum vegna þess að skólastjórinn væri á móti því. Kennari bamsins væri fús að kenna greinina, en fengi það ekki vegna afstöðu skólastjórans. Konan spurði fuiltrúann úr menntamálaráðuneytinu hvort kennsla í kristinfræði væri ekki lög- boðin og hvemig hún ætti að snúa sér í þessu máli. Það sem vakti mesta athygli mína var hversu vandræðalegur maðurinn varð og hve svör hans öll vom þokukennd. Með semingi viðurkenndi hann að kennslan í kristinfræði væri lög- boðin og börn ættu rétt á henni. Svo fór hann eitthvað að tala um vanda, þegar námsefni rækist á sið- ferðisviðhorf kennara. Getur það virkilega verið, að siðaboðskapur kristinnar trúar rekist á siðferðis- viðhorf einhverra kennara? Og er ekki fráleitt að ráða þann mann skólastjóra, sem ekki treystir sér til að fara eftir fyrirmælum gmnn- skólalaganna um trúarbragðaupp- fræðslu? Svör Hrólfs Kjartanssonar við þeirri spurningu móðurinnar, hvert hún ætti að snúa sér komu mér þó enn meira á óvart. „Til skólans,“ sagði maðurinn og var þá nýbúinn að heyra að þar hefði skólastjórinn síðasta orðið og neitaði börnunum um kristinfræðikennslu. Af hveiju ráðlagði Hrólfur konunni ekki að leita til menntamálaráðuneytisins eða menntamálaráðherra sjálfs og kæra þessa ósvinnu? Við hvað er þetta fólk í ráðuneytinu eiginlega feimið? Og hvaða skóla er hér um. að ræða? Við þessum spurningum öllum þætti mér vænt um að fá svör hið fyrsta. Þetta er mál, sem varðar alla foreldra í landinu og geri yfirvöld ekkert í málinu finnst mér vel koma til greina að foreldrar beiti sér opinberlega, t.d. með stofn- un samtaka. Er sljörnuspekin biluð? Hrútur skrifar: „Nokkur umræða hefur átt sér stað í dálkum Velvakanda um stjörnuspeki og sýnist þar sitt hveij- um. Sérlegur stjömuspekingur Morgunblaðsins hefur svarað lítil- lega fyrir sig í pistli sínum. Telur hann alla sem gagnrýna hin helgu fræði vera haldna fordómum. Not- aði hann m.a. skondna samlíkingu í svari sínu og líkti stjömuspekinni við góða bifreið sem væri „hið ágæt- asta ökutæki". Af þessu tilefni langar mig að opinbera nokkra „for- dóma“ mína í garð stjömuspekinn- ar. Áhangendur stjömuspekinnar segja hana vera mjög foma „vísindagrein" sem byggi á mörg- þúsund ára gömlum „sannindum" sem spekingar hafi þróað og full- komnað í gegnum aldimar. Þetta fólk getur ekki sannað gildi þessara fræða á vísindalegan hátt en bend- ir á, máli sínu til stuðnings, að stjörnuspekingar hljóti að hafa komist að ákveðnum grundvallar- sannleika, varðandi stjörnurnar og áhrif þeirra á líf fólks, með ár- þúsundalöngum athugunum og pælingum í stjörnukortum. En stjörnufræðin, sú merka vísindagi-ein, hefur sett allt úr skorðum hjá aumingja stjömuspek- ingunum. Nýjar uppgötvanir koma fram á hveijum degi. Stutt er síðan ystu reikistjörnumar fundust. Úr- anus fannst 1781, Neptúnus 1846 og Plútó ekki fyrr en 1930! Mörg ný tungl hafa fundist og em mörg þeirra miklu stærri en okkar ást- kæri máni. Um þessa hnetti og fleiri vissu gömlu stjömuspeking- amir ekki neitt. Er hin árþúsunda- gamla stjömuspeki ekki tómt mgl og della í ljósi þessa? Ekki virðast stjörnuspekingar fyrri tíma hafa fundið á sér að eitthvað vantaði. Eða er það? Eða ef við notum áfram hina smellnu samlíkingu stjörnu- spekings Morgunblaðsins og spyij- um: Hvemig er hægt að aka bifreið sem, vegna verksmiðjugalla, vantar í kerti, platínur, blöndung og drif- skaft? Er ekki best að skilja svoleið- is druslur eftir í miðaldamyrkrinu og fá sér far með vísindahraðlest- inni, beint inn í 21. öldina?" HEILRÆÐI Foreldrar: Látið bömin bera endurskinsmerki. Notkun þeirra tryggir öryggi bamanna í umferðinni. Kennarar: Brýnið fyrir bömunum að fara varlega í um- ferðinni og gefið þeim góð ráð í þeim efnum. Vegfarendur: Hvert fótmál í umferðinni krefst umhugsunar og aðgæslu. Ökumenn: Ljósker bifreiðanna verða að vera hrein og ljós- in rétt stillt til þess að ljósmagnið nýtist sem best við aksturinn. Rétt notkun stefnuljósa auðveldar alla umferð. Þessir hringdu .. . Blómamiðstöðin gaf blómin Sveinn Indriðason hjá Blómamiðstöðinni hringdi: „Emilía Baldursdóttir spyr í Velvakanda sl. þriðjudag, hver hafí gefið blómvendi í Austur- stræti á afmæli borgarinnar, 18. ágúst. Það voru garðyrkjubændur úr Hveragerði, Biskupstungum, Hrunamannahreppi og Mosfells- sveit, en Blómamiðstöðin er dreifíngarfyrirtæki þeirra, sem ákváðu að gefa vegfarendum 1.500 blómvendi í tilefni dagsins. Tíu ungmenni sem starfa við gróðrarstöðvamar sáu um að dreifa blómunum.“ Veski tapaðist Vigfús Baldursson hringdi: „Fyrir rúmri viku tapaði ég seðlaveski og vasatölvu við Hraunbæ, Bæjarháls, Höfða- bakka eða á Vatnsveituvegi. í veskinu voru peningar og merktir matarmiðar en engin skilríki. Skilvís finnandi getur hringt í síma 38094 á kvöldin. Fundar- launum er heitið." Reiðhjól fannst á girðingn Rósa Halldórsdóttir hringdi: „Sonur minn fann fyrir viku blátt 10 gíra reiðhjól hangandi uppi á girðingu í Smáíbúðahverf- inu í Reykjavík. Hjólið virðist nýlegt en gjarðimar eru dálítið beyglaðar. Ef einhver saknar reið- hjóls sem gæti átt við þessa lýsingu getur viðkomandi hringt í síma 37981.“ Flokkur U.N.I. Aðeins 249 kr. kg. Allt skorið og pakkað KJOTMIÐSTÖÐIN Slmi 686511 Hefur þú áhuga? Við erum að leita eftir söngmönnum. Hafðu samband við Bjarna í síma: 26102 milli kl. 9.00—16.00 eða Böðvar í síma 32584 eftir kl. 19.00. £ Kailaírór Keykjavíkur Y 0j Jazzballettskóli KRISTÍNAR 12 vikna námskeið byrjar mánudaginn 15. september i Sigtúni 20 (íþróttahús Ár- manns) fyrir börn frá 7 ára aldri og unglinga Hressandi tímar fyrir konur einu sinni og tvisvar í viku Góð sturtu- og búningsaðstaða Innritun í síma 39160 eftir klukkan 17.30 öll kvöld Bryndi is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.