Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 19 Menningarmál: Háskólakennsla á Akureyri hefjist eigi síðar en 1987 ÞINGIÐ skorar á alþingismenn Norðlendinga að hlutast til um að á fjárlögum 1987 verði fjárveitng til háskóla- náms á Akureyri, í tengslum við HI eða til sjálfstæðrar háskólakennslu. Því er beint til menntamálaráðherra að ráðinn verði starfsmaður til að undirbúa kennslu á há- skólastigi á Akureyri með það fyrir augum að regluleg háskólakennsla hefjist eigi síðar en 1987. Þingið lýsir ánægju sinni með að sækja nám í framhaldsskólum utan sinnar heimabyggðar. Verði sá kostur valinn að fela ríkinu rekstur allrar framhaldsmenntun- ar, séu tryggð áhrif heimaaðila við skipan skólanefnda. Jöfnun aðstöðu til að sækja framhalds- nám er nauðsynleg enda núver- andi dreifbýlisstyrkir ófullnægj- andi. Því er beint til Menningarsam- taka Norðlendinga að kanna möguleika á reglulegum menning- arhátíðum á Norðurlandi og því fyrirheiti menntamálaráðherra um fjárhagsstuðning við þesskon- ar hátíðir er fagnað. Þingið tekur undir þau mark- mið útvarpsstjóra að útsendingar svæðisútvarpsins á Akureyri nái til alls Norðurlands. Jafnframt er skorað á Ríkisútvarp og Póst- og símamálayfirvöld að ráðast þegar í þær tækniumbætur, sem gera þarf til að sendingar svæðisút- varpsins nái vestur um Norður- land og austur um til byggða í Þistilfirði og á Langanesi. Þingið væntir þess að þetta verkefni komi til framkvæmda á næsta ári. Þá telur þingið að leggja þurfi áherslu á frétta- og efnisöflun í hinum dreifbýlli byggðum Norðurlands. Þá ítrekar þingið fyrri ábend- ingar um að fast starfslið verði ráðið á vegum sjónvarpsins með aðsetri á Akureyri, sem sinni verk- efnum um allt Norðurland í samstarfi við fréttaritara og heimamenn. Þannig verði norð- lensku fréttaefni veittur greiðari aðgangur að fréttaþáttum sjón- varpsins. Sigfús Jónsson ____________________ Æskilegt að þjappa sveitunum saman þá nefnd sem skipuð var til að undirbúa samræmda lagasetningu um allt framhaldsskólanám í landinu, en bendir jafnframt á það fjárhagslega misrétti, sem er ríkjandi á milli sveitarfélaga um greiðsluskyldur sveitarfélaga vegna framhaldsmenntunar. Þingið telur að kanna þurfi kosti og galla þess að ríkið yfirtaki rekstur framhaldsskólana eða sveitarfélögum verði gert kleift fjárhagslega að eiga aðild að rekstrinum og þá sitji öll sveitarfé- lög við sama borð. Gera þarf í könnuninni grein fyrir áhrifum á hag og aðstöðu nemenda er þurfa — segir Sigfús Jóns- son, bæjarstjóri á Akureyri „ÞJAPPA verður þjónustustörf- um í tvær til þijár stjórnsýslu- miðstöðvar úti á landi, en gæta verður þess að litlu staðirnir verði ekki út undan — þeir myndu fá að njóta forgangs á sviði sjávarútvegs," sagði Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri. „Það þarf að taka sveitarstjórn- armál til gagngerrar endurnýjunar og þjappa sveitunum svolítið sam- an, fækka litlu sveitarfélögunum, enda hlýtur það að vera erfítt fyrir þjóð, sem aðeins telur 240.000 íbúa, að hafa áfram allar þessar héraðs- og sveitarstjómir. Menn verða oft á tíðum að horfa fram hjá sínum hreppum til að geta litið á heildina og þurfa stjómmálamenn einnig að líta fram hjá eigin flokkum til að geta séð skóginn fyrir trjánum." Sigfús sagði að betur gæfist að stofna útibú ríkisstofnana úti á landi í stað þess að færa heilu stofn- animar til þegar þær hefðu einu sinni tekið til starfa annars staðar, sbr. Byggðastofnun. Eins þegar nýjar stofnanir eru settar á laggim- ar, þá ætti strax að koma þeim fyrir á fyrirfram ákveðna stjórn- Skólabílstjórar á launaskrá hjá ríkinu eins og annað starfsfólk skólanna — segir Sturla Krisljánsson, fræðslustjóri „Skólaakstursmálið snýst ekki um hver borgar — ríkið gerir það hvort sem er ef sveitarfélögin þurfa nýja tekjustofna vegna þess — heldur um það hver sér um reksturinn," sagði Sturla Kristj- ánsson, fræðslustjóri Norður- Pálmi Jónsson Þarf lagabreytingu til að ríkið geti hætt að aðstoða við skólaaksturinn — segir Pálmi Jónsson, formaður fjárveit- inganefndar „EINFALDUR niðurskurður í fjárlögum til lögbundinna verk- efna ríkisins, t.d. skólaakstursins og sérkennslunnar, dugar ekki, heldur þarf að koma til sérstakr- ar lagabreytingar á grunnskóla- lögunum sem tæki af skyldur ríkisins til þessara verkefna á árinu 1987. Umræður um það hafa ekki farið fram í stjórnar- flokkunum, mér vitandi," sagði Pálmi Jónsson, formaður fjár- veitinganefndar, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagðist telja að Alþingi myndi vilja bíða endurskoðunnar grunnskólalaganna áður en það tæki afstöðu. „Óheppilegt er að ræða afgreiðslu fjárlaga í einstök- um atriðum á meðan þau eru á vinnslustigi. Niðurstöðu þarf að ná innan stjórnarliðsins áður en þau eru rædd. Ég tel að ýmsu þurfí að breyta í skipulagi og verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga í skóla- málum og skerpa þar fjárhagslega ábyrgð og hlutdeild sveitarfélaga annars vegar og ríkis hinsvegar. Enginn vafí leikur á því að ástæða er til að endurskoða skipulagningu skólaaksturs, en kostnaður ein- stakra sveitarfélaga vegna hans er þó svo misjafn að þar er um að ræða eitt ólíklegasta atriðið í rekstri skólanna til þess að færa algjörlega á herðar sveitarfélaganna og gæti ekki tekist án þess að móta reglur um mismunandi stuðning jöfnunar- sjóðs við þau. Ég hef því ekki trú á að af þessu verði nú.“ Pálmi sagðist vonast til að starf þeirrar nefndar, sem vinnur að end- urskoðun grunnskólalaganna undir forystu Páls Dagbjartssonar skóla- stjóra í Varmahlíð, beri þann árangur að unnt verði að koma breytingum fram á næsta Alþingi. Á því væri full þörf. landsumdæmis eystra, í samtali við blaðamann. „Ég tel eðlilegt að skólastjórar í samráði við skólanefnd skipuleggi skólaaksturinn og ráði bílstjóra eins og gert er viðvíkjandi öðru starfs- fólki skólans. Skólabílstjórarnir yrðu þá teknir inn á launaskrá hjá ríkinu eins og aðrir starfsmenn grunnskól- anna. Sveitarfélögunum hefur verið ætlað að sjá um ráðningar hingað til og þar með eru þau gerð ábyrg fyrir launagreiðslum." Sturla sagði að ráðuneytið ætti fýrst og fremst að sinna sínu hlut- verki sem ráðuneyti en ekki rekstrar- stofnun. Fræðsluráð viðkomandi umdæma eiga að sjá um reksturinn — að öðru leyti er hlutverki þeirra misboðið þar sem svo virðist sem lítið sé gert með tillögur þeirra og sam- þykktir. Sturla Kristjánsson sýslumiðstöð. Þá væri æskilegt að beina því til Byggðastofnunar að hún stuðlaði að því að laða þjón- ustufyrirtæki út á land. Með bættum samgöngum ætti þetta vel að takast. Páll Dagbjartsson Það gengur aldrei að einn ráði og hinn borgi Garnaeitrun veldur búsifjum - Bændur vilja fá að flylja inn skoskt bóluefni artíma, þrátt fyrir margendurtekn- ar bólusetningar. Hins vegar hafi tilraunir með skoskt bóluefni gefið góða raun og vonir um að veita kindunum ævivöm gegn veikinni. ÞAÐ KOM fram á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda, sem haldinn var á Hólum í Hjaltadal fyrir nokkru, að garna- eitrun í fé veldur bændum miklum búsifjum. Samþykkt var áskorun á yfirdýralækni um að heimila nú þegar innflutning á skosku bóluefni gegn garnaeitr- un sem talið er geta veitt kindum lifstíðarónæmi. í greinargerð með ályktun fund- arins er því lýst yfir að gamaeitrun í sauðfé, einkum lömbum og ungu fé, valdi íslenskum bændum svo þungum búsifjum, þar sem þúsund- ir fjár færust árlega úr veikinni, að vart verði við unað lengur. Taldi fundurinn að garnaveikibóluefni það sem nú er framleitt á Keldum væri ófullnægjandi til varnar gegn veikinni sökum stutts ending- sjálfstýringar — segir Páll Dagbjarts- son, formaður nefndar um endurskoðun grunnskólalaganna „ÞAÐ ER samstaða í nefndinni um að reyna að einfalda öll fjár- málasamskipti ríkis og sveitarfé- laga varðandi skólakostnað,“ sagði Páll Dagbjartsson, formað- ur nefndar um endurskoðun grunnskólalaganna, í samtali við Morgunblaðið. „Einnig viljum við reyna að koma á einfaldara stjómskipulagi — beinni boðleið milli ráðherra annars vegar og nemenda og foreldra hinsvegar. Þá þarf að auka vald sveitarstjóma og heimaaðila um málefni skólans. Það gengur aldrei upp það kerfi að einn ráði og hinn borgi. Ef heimaað- ilar vilja fá aukinn sjálfsákvörðunar- rétt, verða þeir líka að axla fjárhagslega ábyrgð. Mér fínnst and- inn yfírleitt vera sá að verkefnin skuli færð en ríkið skuli borga.“ Páll sagði að ef ríkið losaði sig við allt grunnskólahald, þýddi það fjármagnstilfærslu upp á ll/t til 2 milljarða króna sem hlyti að kalla á mjög flóknar reglur um skiptingu þess. „Ég tel ekki fysilegt að færa þetta allt yfir á sveitarfélögin, held- ur verður að reyna að einfalda og skýra þær reglur, sem í gildi eru. Ef velta ætti öllu grunnskólahaldi yfír á sveitarfélögin, þýddi það al- gjöra umbyltingu í skólakerfínu." Páll sagðist gera ráð fyrir að drög af breytingum gmnnskólalaganna liggi fyrir í upphafí þings eða fljót- lega eftir að þing kemur saman. sitnanúmenö 36777 AUGLÝSINCASTOFA MYNDAMÓTA HF Wagner-sjálfstýringar, komplett með dælusettum 12 og 24 volt, kompás og fjarstýringum fram á dekk, ef óskað er, fyrir allar stærðir fiskiskipa og allt niður í smá trillur. Sjálf- stýringarnar eru traustar og öruggar og auöveldar í uppsetningu. Höfum einn- ig á lager flestar stærðir vökvastýrisvéla. Hagstætt verö og greiðsluskilmálar. Atlas hf Borgartún 24. Simi 621155 Pósthólf 493, Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.