Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 29 AKUREYRI Prentverk Odds Björnssonar: að sögn Svavars Ottesen útgefanda BÓKAÚTGÁFAN Skjaldborg gefur út sautján bækur á þessu ári. Að sögn Svavars Ottesen útgefanda hefur markmið Skjaldborgar ávallt verið að sinna norðlenskum skáldum og rithöfundum. „Þetta breytist ekki,“ sagði Svavar. „En nú hefur stærsti hluthafi fyrirtækis- ins, Bjöm Eiríksson, flutt suður og sett á fót skrifstofu okkar í Reykjavik. Við vonumst til þess að geta sinnt stærsta markaði lands- ins betur í framtíðinni, og reykvískir höfundar sjái sér hag í því að skipta við útgáfuna.“ Skjaldborg gefur út níu bækur eftir íslenska höfunda í ár. „Ég drekk ekki í dag“ nefnist skáldsaga Auðuns Blöndal. Að sögn Svavars er þetta áhrifamikil saga sem lýsir lífí alkóhólista, en höfundurinn þekkir vandamálið af eigin raun. Birgitta H. Halldórsdóttir ritar einnig nýja skáldsögu, „í greipum elds og ótta“. Næst ber að nefna ljóðabókina „Dreifar af dagsláttu" sem er úrvalsrit ljóða Kristjáns frá Djúpalæk. Hann varð sjötugur í sumar. Einnig hefur Ingóifur Gunn- arsson safnað kvæðum þekktra og óþekktra hagyrðinga í bókina „Ey- firsk kvæði og vísur“. „Aldnir hafa orðið“ er orðið eitt stærsta ritsafn hér á landi og bæt- ist 15. bindið við í ár. Hefur höfundurinn, Erlingur Davíðsson, þá ritað viðtalsþætti við 105 manns. Viðtalsþættir Þorsteins Matthías- sonar rithöfundar, sem margir hverjir hafa verið fluttir í útvarp, verða prentaðir í bókinni „í annríki fábreyttra daga“. Þá nefndi Svavar bækumar „Með reistan makka“, 6. bindi sagna af hestum, og „Göng- ur og réttir", 4. bindi, aukið og bætt. Er þar um að ræða endurút- gáfu. Bamabækur Skjaldborgar verða fimm, allar eftir íslenska höfunda. Indriði Úlfsson skólastjóri bætir enn við ritsafn sitt með bókinni „Litlu prakkararnir". Dóra Stefánsdóttir skrifar framhald sinnar bókar og nefnist það „Breiðholtsstrákur í vetrarvist". Marínó L. Stefánsson hefur skrifað sögu sem heitir „Dísa í Dunhaga" og er það fimmta bók hans. Tveir höfundanna bregða stílvopninu í fyrsta skipti, Jóhann Ævar Jakobsson skrifar og mynd- skreytir bókina „Afi sjóari“ og Ragna Steinunn Eyjólfsdóttir skrif- ar „Bamaheimilið", sem nýlega var flutt í útvarp. *■ „Viðsjál er vagga lífsins" heitir ný bók eftir Mary Higgins Clark. Aðrar erlendar bækur sem Skjald- borg gefur út í ár em „Harper í tvísýnu tafli" eftir Marcus Aylward og skáldsaga eftir Jackie Collins sem hefur ekki hlotið íslenskt nafn. Að lokum vildi Svavar nefna framtíðaráform Skjaldborgar, sem er að gefa út bókaflokk undir nafn- inu „Eyflrskur fróðleikur og gamanmál". Verður bók Ingólfs, „Eyfirsk kvæði og vísur“, fyrsta ^ bindið í flokknum. „Hugmyndin með þessari útgáfu er fyrst og fremst sú að bjarga frá glötun ýmsu því sem til er í handriti af kvæðum, vísum, sögum og sögnum af Norðurlandi, sem ekki hefur komið út á prenti,“ sagði Svavar Ottesen bókaútgefandi. Morgunblaðið/Benedikt Stefánsson Frá afhendingu verðlauna á Bautamótinu, f.v. Bjöm Arason einn eigandi Bautans, Ami Jónsson sem var í öðm sæti, Konráð Gunnarsson sigurvegari, Þórarinn Jónsson sem varð þriðji og Hallgrímur Arason einn eigenda Bautans. Sjallinn vann Bautabikarinn GOLFMÓT Bautans er nú orðinn árlegur viðburður. A mánudag- inn öttu kappi á golfvellinum kylfingar af báðum kynjum og úr öllum styrkleikaflokkum. Attu þeir það eitt sameiginlegt að vinna við fjölmiðla bæjarins, ferðamannaþjónustu eða á veit- ingahúsum. Sigurvegari með fullri forgjöf varð Konráð Gunn- arsson, Sjálfstæðishúsinu, og er hann handhafi „Bautabikarsins". Konráð fór 18 holur á 67 högg- um. Páll Pálsson og Ami Jónsson komu næstir með 68 högg. í kvennaflokki sigraði Inga Magnúsdóttir á 76 höggum. Ámý Ámadóttir fór brautina á 80 högg- um og hlaut önnur verðlaun. Konráð varð líka sigurvegari móts- ins án forgjafar og telst hafa leikið á 74 höggum. Ámi Jónsson fylgdi í kjöifarið með 76 högg og Þórarinn Jónsson varð þriðji með 82 högg. Veðrið lék við keppendur á mánu- dagmn, solin skein Og hægur Morgunblaðið/Benedikt Stefánsson andvari gerði breiskjuhitann þolan- Inga Magnúsdóttir sem sigraði I kvennaflokki og Hallgrimur Arason legri. sem afhenti verðlaunin. Eyjafjörður: Fjölmennt sjóstangaveiðimót ÖRN Andrésson varð aflahæsti einstaklingur i móti Sjóstanga- veiðifélags Akureyrar sem haldið var á Eyjafirði 5. til 6. september sl. Afli hans var tæp- lega 43,9 kg. Þátttakendur í mótinu vom 62 talsins og veiddu þeir af 14 bátum. Að sögn Páls Pálssonar, for- manns félagsins, hófst keppnin kl. 7:00 á föstudagsmorgun. Veiði- mennimir lögðu upp frá Dalvík. Aflanum var landað kl. 15:00. Hald- ið var út á sama tíma morguninn eftir og komið að landi kl. 14:00. Um kvöldið var síðan verðlaunaaf- hending og veisla í Alþýðuhúsinu. Aflahæsta sveitin sem tók þátt í mótinu var skipuð karlmönnum. Fyrirliði var Bogi Sigurðsson úr Vestmannaeyjum. Sigrún Harðar- dóttir frá Akureyri leiddi sigursveit kvenna. Hún varð líka aflahæsta konan í mótinu, með 28,7 kg. Skip- stjóri aflahæsta bátsins, Búa, var Stefán Stefánsson. Þess má geta að keppendur drógu a.m.k. 8 mis- munandi fiskitegundir úr sjó, þorsk, ýsu, ufsa, karfa, steinbít, lúðu, lýsu og marhnút. Fimm titlar um jólin PRENTVERK Odds Björnssonar hefur ákveðið hveijar verða* jólabækur forlagsins í ár. Titlarnir eru fimm, auk endurprentunar á barnabókum. Að sögn Geirs S. Björnssonar er þetta nokkur fækk- un frá síðasta ári. „Bókaútgáfa okkar hefur alltaf tekið mið af verkefnum prentsmiðjunnar. Hún hefur haft nóg að gera í ár, og því verða titlarnir færri,“ sagði Geir. Prentverkið gefur út fjórar bæk- er Kristján Róbertsson. Einnig ur eftir íslenska höfunda. Fyrst ber að telja skáldsögu eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur, „Beggja skauta byr“. Þetta er ástarsaga, eins og fleiri bækur Ingibjargar. Ein minn- ingabók kemur út fyrir jólin, Norður-Þingeyingurinn Þórarinn E. Jónsson minnist ævi sinnar í „Minningar frá Leirhöfn". Tvær jólabókanna tengjast íslendingum sem héldu vestur um haf. Sú fyrri, „Gekk ég yfir sjó og land“, fjallar um þá Islendinga sem fluttust til Utah og gerðust mormónar, á árun- um 1850-1918. Höfundur hennar kemur út fimmta bindi „Vestur-ís- lenskra æviskráa" eftir Jðnas Thordarson. Þýddu skáldsögumar í ár eru „Hyldýpi", spennusaga eftir Stuart Woods um ferðir rússneskra kaf- báta við strendur Svíþjóðar, og bók. eftir Sidney Sheldon sem hefur ekki enn hlotið nafn. Að lokum sagði Geir að „Depils- bækurnar", sem ætlaðar eru yngstu kynslóðinni, verði endurútgefnar fyrir þessi jól. Þær eru nú uppseld- ar. Verksmiðjuhús Sæplasts á Dalvík: Híbýli átti lægsta tilboðið HIBYLI hf. á Akureyri áttu lægsta tilboð í smíði verksmiðju- húss fyrir Sæplast hf. á Dalvík, en tilboð í verkið voru opnuð í fyrradag. Fjögur tilboð bárust. Kostnaðaráætlun Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen hljóðaði upp á 21 milljón 331 þúsund og 940 krónur. Tilboðin sem bámst voru frá Norðurverki, Aðalgeiri og Viðari og Híbýlum, sem öll em á Akureyri, og auk þess sameiginlegt tilboð frá Tréveri og Tréverki á Dalvík. Lægsta tilboðið í verkið var eins og áður sagði frá Híbýlum og hljóð- aði það upp á 20.528.646. Það em 96% af áætlun. Næstlægsta tilboðið kom frá dalvísku fyrirtækjunum tveimur — það var 21.876.543, eða 102,6%. Þá kom tilboð Norðurverks sem var 21 398.506, sem er 102,7% og hæsta tilboð áttu Aðalgeir og Viðar: 22.985.175 sem er 107,8%. Það sem vinna skal samkvæmt þessu útboði er að steypa upp hús- ið, setja á það þak, einangra og klæða, ganga frá lóð og malbika bílastæði. Einnig á að ganga frá innihurðum, milliveggjum, raflögn- um, ljósum, hitalögnum, loftræst- ingu og þrýstilögnum. Verkinu skal lokið um miðjan júnímánuð á næsta ári. Akureyri: 30% færri atvinnulaus- ir en I fyrra Akureyri. SEXTIU og fimm Akureyringar voru skráðir atvinnuiausir um síðustu mánaðamót. Tuttugu og fimm þeirra voru karlar en fjör- utíu konur. Á sama tíma i fyrra voru 90 skráðir atvinnulausir, jafnt af báðum kynjum. Samkvæmt útreikningum vinnu- miðlunarskrifstofunnar voru skráð- ir 1.050 heilir atvinnuleysisdagar í ágústmánuði, sem svarar til þess að 50 bæjarbúar hafi verið atvinnu- lausir allan mánuðinn. í ágúst á síðasta ári voru skráðir 1511 heilir atvinnuleysisdagar. Skjaldborg gefur út 17 bækur: Skrifstofa fyrir sunn- an liður í markaðssókn Sveit Braga Sigurðssonar frá Vestmannaeyjum var í fyrsta sæti á sjóstangaveiðimóti í Eyjafirði. F.v. Arnþór Sigurðsson, Lárus Einars- son, Örn Andrésson og Bogi Sigurðsson. Sigursveit kvenna var frá Akureyri, f.v. Helga Sigfúsdóttir, Sólveig Erlendsdóttir, Svandis Gunnarsdóttir og Sigrún Harðardóttir, liðs- stjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.