Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 9 1 tifctíi Lo ofl,T..norh»l.s a* *jr Ht$l ' tdabrl n8a *hva}sLaXaWa^ 399 kr*- Lvr/Ch^j ARNARHÓLL JWny0mnl>M»í!> g Góóan daginn! IMý varnarmálastef na? Fyrir viku var athygli vakin á því í Stakstein- um, að hinn nýi ritstjóri Þjóðviljans, Þráinn Bertelsson, hefði í leiðara í blaðinu sínu talað um nauðsyn þess „að móta stefnu í utanrík- is- og varnarmálum". Fram að þessu hefur blaðið, sem kunnugt er, ekki talið þörf á sér- stakri varnarmálastefnu, heldur mætti láta reka á reiðanum í vörnum landsins. í Stak- steinum var spurt, hvort hér væri á ferðinni raunveruleg stefnubreyting. Kannski má líta á leiðara Þráins í Þjóðviljanum í gær, sem drög að svari við þeirri spurningu. Hugleiðing- ar hins nýja ritstjóra eru athygli verðar og eru því birtar hér í heild. Þettaer staðreynd Orðrétt segir í leiðara Þjóviljans í gæn „Deildu og drottnaðu, segir fornt máltæki róm- verskt. Öldungar i Róm sáu að hægara væri að fara um heimsbyggðina með ránum og gripdeild- um, ef hægt væri að búa svo um hnútana, að and- stæðingar væru of uppteknir af innbyrðis eijum til að geta snúist sameinaðir gegn sameig- inlegum óvini — Róm- veijum. Þessi skegðarlega stjómviska er notuð enn þann dag í dag, þótt öld- ungamir rómversku hafi hvílt um aldir með vitin fuU af mold. Hatrammasta deilu- mál i sögu íslenska lýðveldisins er tvimæla- laust hemámsmálið. Um þetta mál urðu þegar í upphafi heiftúðugar um- ræður. Og ekki þarf að tíunda það hér, að vald- hafamir fóm með sigur af hólmi í fyrstu lotu, þannig að hér situr bandariskt herlið. Þetta er staðreynd. Hins vegar er það hvorki staðreynd né sjálfsagður hlutur, að hér skuli vera bandarískt herlið um alla eilífð, enda hafa her- námsandstæðingar og friðarsinnar verið óþreytandi við að minna okkur á að aldrei — ekki eitt augnablik — má hemámið verða að sjálf- sögðum hlut í islensku þjóðlífi. Og við lítum með tilhlökkun til þess dags, þegar íslendingar ráða aftur landi sinu öllu. En klóldr menn og óprúttnir hafa notað þetta alvarlega deilumál til að þjóna annarlegum hagsmunum. Með deil- unni um hemámið var rekinn fleygur meðal .þjóðarinnar, svo að hún skiptist í tvær fylkingar: Með hcmámi. Móti hemámi. Við skulum ekki eitt andartak halda, að í hópnum, sem er hemám- inu fylgjandi séu ein- vörðungu þeir sem sjá sér hag í þvi að fylgja hemámsflokkunum, né heldur eingöngu þeir sem sjá sér gróðavon í hernáminu. Þama er lika fólk sem er innilega sannfært um að íslensku sjálfstæði sé best borgið undir vængjum hins herskáa bandariska am- ar. Fólk, sem hefur látið sannfærast af ógnunum og sífelldum, öflugum áróðri. Það hefur svo sannar- lega verið séð um að slikan áróður skorti ekki. Hemámssinnar hafa ver- ið óþreytandi að hóta og ógna fólki. Fyrst með Rússagrýlu — og síðan á mjög áhrifaríkan hátt með því, að Bandarikja- menn mundu gera Is- lendinga gjaldþrota, ef við voguðum okkur að amast við nærvem þeirra hér. Þetta em klóldr menn og óprúttnir, sem segjast vilja hafa herinn einung- is til þess að geta sofið fyrir áhyggjum af vöm- um landsins. Þeir sveija af sér að vilja hagnast á hemum. Meira að segja Morgunblaðið vill ekki sjá að hagnast á hemum. En hvað gengur áróð- ursmeisturum þá til úr þvi að þeir vilja ekki græða á hcmum? Jú. Þeir græða ein- faldlega á deilum þjóðar- innar um hemámið, því að þær deilur hafa leitt til þess að mikiU fjöldi fólks hefur látið stéttar- lega hagsmuni sina lönd og leið og fylgir her- námsflokkunum í blind- um ótta, vegna þess að teldst hefur að sannfæra það um að keppikefli andstæðinga hemámsins sé fyrst og fremst að stefna vamarlausri þjóð í hættu. Svona einfaldur er áróðurinn og því ein- faldari þeim mun mátt- ugri.“ „Þetta verður að lagfæra“ Siðan segir i leiðaran- um: „Þetta verður að lag- færa þannig að fólk fái frelsi undan áróðrinum tíl að skipa sér þar í flokk, sem það telur hagsmunum sinum best borgið, þvi að það er óþolandi að atvinnurek- endaflokkurinn ginni fólk tU fylgis við sig meðal annars með þvi að þykjast einn geta séð um að vamir landsins séu í lagi. Með áróðri er hægt að ginna fólk um stund — en ekki alla alltaf. Og nú er fólk tekið að sjá gegn- um blekkingavefinn. Ekki vegna þess að lát hafi orðið á áróðri né ógnunum, heldur vegna þess að Bandaríkjamenn hafa í önnum sinum gleymt að setja upp vin- arbrosið, og meira að segja álpast til að blanda sér í islensk innanríkis- mál fyrir opnum tjöldum og haft i hótunum við okkur. Þessu verður að svara með þvi að breyta um áherslur í samskiptum við hemámsliðið. Ólafur Ragnar Grimsson hefur komið fram með þá hug- mynd, að endurskoða herstöðvasamninginn á þriggja tíl fimm ára fresti, þannig að aldrei sé sjálfgefið að hér sé bandariskt herlið. Auð- vitað tryggir þetta eitt og sér ekki að herinn fari á næstunni, en nær- vera hans verður þá sifellt samkomulagsat- riði, sem verður endur- skoðað eftir þvi hvemig mál þróast. Fleiri athygl- isverðar hugmyndir liafa komið fram, enda krefst fólk þess nú, að sam- skipti okkar við vemdar- ana sem hóta okkur séu endurskoðuð. Ef tíl vUl tekst að móta stefnuna i þessum málum þannig að þjóðin geti sameinast um hana. Slíkt mundi leiða tíl ger- breyttra viðhorfa i þjóðmálum, þvi að þá getur ihaldið ekki lengur lifað á þvi að deila og drottna. Sameinaðir stöndum vér! - Þráinn" Dilkaskrokkar 1. fl. 179,- kg. Kjúklingar frá 232,- kg. Nautakjöt 9 KJÖTBÚÐ SUÐURVERS Hamrakjör Sími: 35645 Svínalærí 234,- kg. Svínabógur 234,- kg. Svínakótilettur 497,- kg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.