Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 48
STERKTKORT SEGÐU mARHÓLL ÞEGAR ÞÚ EERÐ ÚTAÐ BORÐA Smi 18833-------- FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. a rækju lækkar VERÐ á rækju hefur farið aðeins lækkandi síðustu daga, eftir miklar verðhækkanir undan- famar vikur og mánuði. Meðal- verð nú er á milli 450 til 480 krónur kilóið, en var á bilinu 510 krónur til 530 krónur þegar best lét fyrir nokkram dögum. „Það hefur komið smá bakslag í þetta síðustu daga, þótt verðið sé enn mjög gott,“ sagði Óttar Yngv- arsson hjá íslensku útflutnings- miðstöðinni í samtaii við Morgunblaðið. „Þegar verðið fer svona upp, eins og það hefur gert síðustu þrjá mánuðina, dregst markaðurinn saman, menn kaupa minna og kaupendur eru færri. Markaðurinn er því óráðinn þessa dagana og mér sýnist að frekari hækkanir séu úr sögunni í bili a.m.k.,“ sagði Óttar. Hann sagði að verulegur munur væri á verðinu eftir stærð rækjunn- ar og kvaðst áætla að meðalverð væri nú á bilinu 450 krónur til 480 krónur á kílóið. „Þetta er auðvitað ágætt verð þótt það hafi lækkað nokkuð frá því þegar best var. Hins vegar er ómögulegt að segja um á þessu stigi hvort verðið helst þama eða hvort það á enn eftir að lækka,“ sagði Óttar Yngvarsson. íslenskar sjávarafurðir á Bandaríkjamarkaði; Uppskerustörf í Þykkvabænum UPPSKERUSTÖRF kartöflubænda standa nú sem hæst og vinna bændur og búalið við að taka upp kartöflur frá morgni til kvölds. „Þetta gengur ljómandi vel, enda hefur veðrið verið ákjósanlegt til þessara starfa,“ sagði Páll Guðbrandsson í Hávarðarkoti í Þykkvabæ og formaður Landssambands kartöflubænda í samtali við Morgunblaðið. Páll sagði að kartöfluuppskera væri þokkaleg í Þykkvabænum. Hún væri þó dálítið misjöfn, allt frá því að vera góð og niður í að vera léleg. Greinilegt væri að „blettafrost" í görðunum í sumar hefði stopp- að vöxt kartaflnanna á köflum í sumum spildunum. Taldi Páll að uppskeran væri nálægt því að vera áttföld að meðaltali og kartöflum- ar yfirleitt stórar og góðar. Guðmundur Pétursson tók myndina yfir Þykkvabænum í fyrradag og sést á henni að uppskerustörfín hafa gengið vel í þeirri gósentíð sem verið hefur hjá Þykkbæingum eins og öðrum landsmönnum að undanfömu. Verulegar verðhækkanir í kjölfar meiri eftirspumar Allt að 30% hækkun frá áramótum VERULEGAR verðhækkanir islenskra sjávarafurða á Banda- ríkjamarkaði eru fyrirhugaðar i byijun næstu viku að því er Ey- steinn Helgason, forstjóri Ice- land Seafood Corporation, dótturfyrirtækis Sambandsins i Bandarikjunum, hefur staðfest í samtali við Morgunblaðið. Eftir- spura eftir sjávarafurðum hefur aukist mjög í Bandaríkjunum á undanföraum vikum og eru áð- urnefndar verðhækkanir afleið- ingar þess. Þorskflök hækka á bilinu 5 til 10 sent pundið og hefur þorskur Fjármálaráðuneyti vill að skatt- svik teljist hegningarlagabrot Verið að semja frumvarp þess efnis í dómsmálaráðuneytinu FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur farið þess á leit við dómsmála- ráðuneytið að þar verði samið lagafrumvarp, sem kveði á um að með skattsvik skuii farið eins og hver önnur fjársvikamál, þann- ig að skattsvik heyri undir hegningarlagabrot. Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær að þegar eftir að erindi fjármálaráðu- neytisins hefði borist, hefðu menn verið settir í að semja frumvarp, sem lagt yrði fram í upphafi þings í næsta mánuði. Eins og kom fram á síðustu dögum Alþingis í apríl, þegar Þorsteinn Pálsson lagði fram skýrslu um skattsvik, telja þeir sem skýrsluna gerðu að dulin at- vinnustarfsemi í landinu sé á bilinu 5-7% af landsframleiðslu. Svört atvinnustarfsemi gæti því velt um 6,5 milljörðum króna, miðað við sl. ár, og þar af leið- andi gæti tap ríkissjóðs og sveitar- félaga í beinum sköttum og söluskatti numið 2,5 til 3 milljörð- um króna. Geir H. Haarde aðstoðarmaður fjármálaráðherra sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær: „Við höfum sent héðan til- mæli til dómsmálaráðuneytisins um þau atriði skýrslunnar sem varða hegningarlögin. Það voru uppi hugmyndir um að taka skattalagabrot inn í hegningar- iögin sem refsiverð brot, en sá háttur er ekki á núna. Fjármála- ráðuneytið mælir með því fyrir sitt leyti að það verði gert.“ Þorsteinn Geirsson ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu var í gær spurður hvemig ráðuneyti hans tæki þessu erindi fjármála- ráðuneytisins: „Þetta erindi er nýkomið til okkar, en við erum búnir að fela okkar mönnum hér að semja frumvarp til breytingar á hegningarlögunum, og að hafa það frumvarp tilbúið í upphafi þings. Við tókum þessu erindi að sjálfsögðu vel, og settum menn í þetta sama dag og bréf fjármála- ráðuneytisins barst," sagði Þor- steinn. þá hækkað um 10% í dollurum tal- ið frá áramótum. Karfaflök hækka um 10 sent og hafa þá hækkað um 24% frá áramótum. Ufsaflök hækka um 7 sent, sem þýðir 29% hækkun frá áramótum. Grálúða hækkar um 15 sent og hefur þá hækkað um 25% frá áramótum. Einnig munu steinbítsflök hækka um 20 sent pundið og hefur steinbítur þáhækk- að um 10% frá áramótum. Ysuflök hækka um 5 sent, en meira jafn- vægi hefur verið í framboði og eftirspum á ýsu, þannig að þar hafa ekki orðið verulegar hækkanir frá áramótum. Eysteinn Helgason sagði í sam- tali við Morgunblaðið að eftir að þessar hækkanir væru orðnar stað- reynd og eftir útreikninga sérfræð- inga væri ljóst, að framleiðsla á Bandaríkjamarkað væri hagkvæm- asti kostur frystihúsanna nú. „Þó að einstakir aðilar hafi að undan- fömu haft tímabundinn hag af útflutningi á óunnum fiski, er alveg ljóst, að vinnsla á verðmætum neyt- endapakkningum fyrir Bandaríkja- markað er það sem gefur þjóðarbúinu í heild mest í aðra hönd,“ sagði Eysteinn Helgason. Ekki tókst að ná tali af Magnúsi Gústafssyni, framkvæmdastjóra Coldwater, sölufyrirtækis Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, í gær vegna þessa máls, þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.