Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 Fijálst loðnuverð: Tortryggni gætir vegna hugmyndarinnar - segir Viðar Sæmundsson, skipstjóri á Svani RE „ÞAÐ ER alveg sjálfsagt að gefa loðnuverð frjálst og prófa þetta nýja fyrirkomulag. Það má eiginlega segja að loðnuverð hafi verið hálffrjálst undanfarin ár því sumar vinnslumar hafa greitt 10-15% olíuuppbót til að fá loðnuskip til sín með afla,“ sagði skipstjórinn á Albert GK, Sævar Þórarinsson, í Morgunblaðið leitaði til nokkurra skipstjóra á loðnubátum í gær til að spyrja þá hvernig þeim litist á þetta nýja fyrirkomulag og sögðu þeir allir að rétt væri að prófa það um sinn. „Það gætir samt svolítillar tor- tryggni hjá sjómönnum gagnvart þessum hugmyndum vegna þess að nú er verðlagningin algjörlega í höndum loðnukaupenda og því ótt- ast þeir að til útgerðarinnar komi greiðslur sem ekki verði til skipt- anna milli áhafnarinnar,“ sagði Viðar Sæmundsson, skipstjóri á Svani RE. Viðar bætti því við að hann hefði heyrt hugmyndir um að sumir loðnusjómenn myndu ekki fara á veiðar ef verð yrði lægra en það væri nú og myndu bíða og sjá til hvort ekki yrði um hækkanir að ræða, og hið sama hefði hann heyrt hjá útgerðarmönnum. „Það er hins vegar engum blöðum um það að fletta að þetta fyrirkomulag hefur margt sér til ágætis, sérstaklega það að ef markaðsverð á lýsi og samtali við Morgunblaðið. mjöli breytist þá er hægt að breyta verðinu. Aður var loðnuverð bundið í lögum í tvo mánuði og þá gat markaðsverð breyst á miðju tímabil- inu. Vonandi á þetta fyrirkomulag eftir að reynast vel," sagði Viðar. „Þessi nýjung kemur ekki á besta tíma því verð á lýsi og mjöli er með lægsta móti erlendis en það er full ástæða til að láta reyna á þetta fyrirkomulag," sagði Hákon Magn- ússon, skipstjóri á Húnaröst. „Það verður líklega ekki mikil samkeppni til að byrja með og ríkisverksmiðj- urnar munu að líkindum stjóma verðmynduninni. Þá er það einnig mikilsvert að þessu fyrirkomulagi verði stjómað vel, það sé vitað um það verð sem í boði er og að það sé fullvissa fyrir því að allstaðar verði tekið við loðnu. Eg er hins vegar ekki viss um að loðnuverð lækki þrátt fyrir þetta því það er ekki hægt að stunda þessar veiðar fyrir lægra verð,“ sagði Hákon að lokum. Andrés Finnbogason hjá Loðnu- Vinsældalisti rásar 2: TALSVERÐAR breytingar eru meðal tíu efstu laga á vinsælda- lista hlustenda rásar 2 i þessari viku og hann lítur þannig út: 1. (3) La Isla Bonita/Madonna 2. (1) Braggablús/Bubbi Morthens 3. (5) Ég vil fá hana strax/Greifam- nefnd var að því spurður hvort um einhveijar breytingar yrði að ræða á starfsemi Loðnunefndar við þetta breytta fyrirkomulag og sagði hann að þetta hefði í för með sér vinnu- aukningu því þeir myndu þurfa að miðla upplýsingum til skipanna um loðnuverð á hveijum stað. „Þetta verður allt að gerast á formlegan hátt, loðnubræðslurnar láta okkur upplýsingar í té og við komum þeim til loðnuskipanna,“ sagði Andrés. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Það verður hlutskipti Sveips 874 frá Rauðsbakka að verða fyrsti stóðhesturinn með 1. verðlaun fyrir afkvæmi, sem seldur er úr landi. Friðþjófur Þorkelsson heldur í hestinn. Stóðhestur með 1. verðlaun fyrir afkvæmi seldur utan A Utflutningsverðmæti reiðhrossa hefur au- kist um 200% á árinu í MORGUN fóru til Danmerkur fimm stóðliestar og þrjár hryssur en nýlega var gengið frá kaupum á þessum hrossum. Einn af stóð- hestunum er Sveipur 874 frá Rauðsbakka en hann mun vera fyrsti stóðhesturinn með fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi sem seldur er úr landi. Hafði hesturinn verið auglýstur til sölu fyrir all nokkru en enginn íslenskur aðili sýnt áhuga á að nota forkaupsréttinn sem kveðið er á um í reglum um útflutning á stóðhestum. Hinir hestarnir eru Hrókur frá Syðra-Skörðugili Kvistur 1044 frá Gerðum sem báðir hafa hlotið önnur verðlaun og tveir ótamdir fol- ar, Léttfeti frá Hvassafelli og Glóskeggur frá Kirkjubæ. Hryssurnar eru frá Hólum, Syðra-Skörðugili og Kirkjubæ og hafa þær tvær fyrstnefndu hlotið önnur verðlaun. Að sögn Friðþjófs Þorkelssonar tvítugt og em til mörg afkvæmi Madonna í fyrsta sæti ir 4. (2) Hesturinn/Skriðjöklar 5. (10) Dream time/Daryl Hall 6. (6) I wanna wake up with you/Boris Gardiner 7. (16) Stuck with you/ Huey Luise and the News 8. (9) Lady in Read/Chris Deburgh 9. (21) Take my breath away/Berlin 10. (-) Thom in my side/Eurythmics sem haft hefur milligöngu um kaup á flestum þessara hrossa em Danir að endumýja stóðhestakostinn sinn en fyrr á þessu ári var Ljómi frá Björk seldur til Danmerkur og í fyrra var Darri frá Kampholti seld- ur utan. Meðal þeirra hesta sem nú er verið að afsetja í Danmörku fyrir aldurs sakir má nefna þá Sokka 662 frá Krossanesi, Fölskva frá Kletti, Blossa frá Kirkjubæ, 111- uga 671 frá Hólum, Krapa 639 frá Borgamesi, Hroll 689 frá Efri- Mýmm og Blakk frá Tumabrekku. Allir em þessir hestar komnir yflr undan þeim og þar á meðal hryssur sem notaðar em í ræktun. Þá sagði Friðþjófur að um næstu helgi kæmi stóðhesturinn Hrannar frá Selfossi fyrir dóm með afkvæmi sín í Danmörku og var Benedikt Þorbjömsson fenginn til að þjálfa afkvæmin síðustu þijár vikumar fyrir dóm. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Gunnari Bjamasyni útflutningsráðunauti hafa nú verið flutt út á þessu ári 379 reiðhestar og kynbótahross sem er töluverð aukning frá því í fyrra. Af þessum fjölda eru 11 stóðhestar og 123 hryssur. í fyrra vom flutt út 280 hross en ’84 vom þau 356. Auk þess sem hrossunum hefur flölgað mun verðmæti þeirra einnig hafa aukist stórlega og sagði Sig- urður Ragnarsson hjá Búvömdeild SÍS að Sambandið hefði nú á þessu ári flutt út hross fyrir 18 milljónir en á sama tíma í fyrra nam verð- mæti útflutningsins 6 milljónum króna. Ljóst þykir að enn muni verða flutt út hross það sem eftir er ársins og er talið að fjöldi út- fluttra hrossa í ár muni fara vel yfir fjögur hundmð hross. Sagði Sigurður að stefnt væri að útflutn- ingi í haust og var í ráði að fá gripaflutningaskip til landsins. Vildi hann hvetja menn sem væm með hross sem búið væri að selja út að skila inn við fyrstu hentugleika söluvottorðum til að auðvelda skipulagningu á flutningi hross- anna innanlands og flokkun í skipið. Sagði hann að ef drægist að senda nauðsynlegar upplýsingar til réttra aðila gæti það valdið seinkun á skipinu sem gæti aftur valdið því að í sumum tilvikum fengju einhver hrossanna ekki flutning með skip- Kosningarnar í Flateyjarhreppi úrskurðaðar gildar: Deila um ábúð í Svefn- eyj um olli kærumálum KOSNINGAR til sveitarstjórnar í Flateyjarhreppi um miðjan júní voru löglegar og hefur félagsmálaráðuneytið fellt ur gildi úr- skurð kjörnefndar, sem komst að annarri niðurstöðu 6. júlí í sumar. Urslit í kosningunum 14. júní réðust af utankjörstaðaat- kvæðum en þá náði fráfarandi sveitarstjórn kjöri á ný með eins atkvæðis mun. Alls höfðu átta einstaklingar verið kærðir inn á kjörskrá skömmu fyrir kosningar en á kjörskrá í hreppnum voru rétt um tuttugu manns. í stuttu máli er forsaga þessa máls sú að hjónin Sigrún E. Gunn- arsdóttir og Baldvin Björnsson hafa óskað eftir að fá að setjast að í Svefneyjum og stunda þar búskap og margháttaða starfsemi aðra. Því hefur eigandi Svefneyja, Nikulás Jensson, hafnað og bent á að þótt hann búi sjálfur í Svíþjóð hafí sonur hans jörðina Svefneyjar á leigu til lífstíðar og sjálfur hygg- ist hann snúa aftur þangað innan fárra ára. Af hálfu hreppsnefnd- arinnar, jarðanefndar A-Barða- strandarsýslu og landbúnaðar- ráðuneytisins hefur verið mælt með því að þau Baldvin og Sigrún fái að byggja jörðina og hrepps- nefndin raunar samþykkt að byggja þeim hana með vísun til ábúðarlaga. Staðfesting þeirrar ákvörðunar hefur dregist vegna kosningakærunnar. Búast má við að þetta mál verði rekið fyrir dóm- stólum í landinu á næstu mánuð- um og misserum. „Ekki raunhæfur búskapur ...“ Sonur Nikulásar er búsettur í Stykkishólmi mestan hluta ársins og hefur hreppsnefndin lýst yfir því, að „ekki sé hægt að skoða afnot Kristins af jörðinni sem raunhæfan búskap og hefur því mælt með því, að Svefneyjar verði byggðar ungu fólki, sem sótt hef- ur þar um ábúð og hyggur á fasta búsetu," eins og segir orðrétt í yfirlýsingu hennar frá þvl í febrú- ar á þessu ári. Ef félagsmálaráðuneytið hefði staðfest úrskurð kjömefndarinnar um að kosningamar hefðu verið ógildar hefðu þurft að fara fram nýjar kosningar. Þá hefði sem best getað farið svo að fráfarar.di hreppsnefnd hefði fallið — og ný hreppsnefnd hefði getað ógilt ákvörðun hinnar fyrri um út- byggingu jarðarinnar Svefneyja til Sigrúnar og Baldvins. Kosningin ógilt Mánuði eftir kosningar bárust félagsmálaráðuneytinu tvö bréf, annað frá Hafsteini Guðmunds- syni fyrir hönd fráfarandi hrepps- nefndar Flateyjarhrepps og hitt frá Sigrúnu E. Gunnarsdóttur og Baldvini Bjömssyni, sem búsett eru í Hafnarfirði en eiga lög- heimili í Svefneyjum. Með þessum tveimur bréfum var skotið til ráðuneytisins úrskurði kjömefnd- ar, sem sýslumaðurinn í Barða- strandarsýslu skipaði fimm dögum eftir kosningamar, daginn eftir að Nikulás Jensson, eigandi Svefneyja, og fleiri höfðu kært kosningamar. í kærubréfinu sagði að „vegna þess að telja verð- ur að fyrrverandi sveitarstjóm Flateyjarhrepps hafi ekki farið að lögum við endanlega gerð kjör- skrár er þess krafist, að sveitar- stjómarkosningarnar, er fram fóru í Flateyjarhreppi 14. júní 1986, verði ógiltar." Kjömefndin úrskurðaði kosninguna ógilda. í úrskurði nefndarinnar segir að gallar á kosningunni felist í því, að þau Sigrún og Baldvin hafi verið á kjörskrá þrátt fyrir að fram hafi komið kæra um þau út af kjörskrá og að tilkynnt hafi verið til Hagstofunnar að þau byggju utan hreppsins. Þeirrar tilkynningar hafi sveitarstjómin ekki tekið tillit til við endanlegan frágang kjörskrár fyrir kosning- amar. „Engfir aðrir höfðu rétt...“ 23. maí í vor barst hreppsnefnd Flateyjarhrepps bréf frá Nikulási Jenssyni, eiganda Svefneyja, sem búið hefur í Svíþjóð síðan 1979. í bréfinu var tilkynnt um flutning lögheimilis sex einstaklinga til Svefneyja og minnt á þann sjö- unda, son Nikulásar, sem átt hafi lögheimili í eynni síðan í ársbyijun 1982. „Engir aðrir kjörgengir ein- staklingar en hér hafa verið taldir höfðu rétt til að telja lögheimili sitt í Svefneyjum þegar framboðs- frestur til fyrmefndra sveitar- stjómarkosninga rann út,“ sagði í bréfi Nikulásar til hreppsnefnd- arinnar. í úrskurði félagsmálaráðuneyt- isins frá 19. ágúst sl. segir m.a.: „Bréfi þessu fylgdi m.a. tilkynn- ing undirrituð af Nikulási Jens- syni um aðsetursskipti þeirra Baldvins Bjömssonar, Sigrúnar E. Gunnarsdóttur og fleiri, frá Svefneyjum til Hafnarfjarðar. í skeyti til oddvita Flateyjarhrepps, dags. 4. júní sl., mótmæltu Bald- vin Björnsson og Sigrún E. Gunnarsdóttir þessari flutning- stilkynningu og kröfðust þess að vera á kjörskrá við sveitarstjórn- arkosningarnar 14. júní 1986 í Flateyjarhreppi þar sem lögheim- ili þeirra væri þar.“ Kosningin úr- skurðuð lögmæt Á fundi hreppsnefndarinnar 5. júní vom þau sex sem Nikulás Jensson hafði kært inn á kjörská tekin inn og „ekki þótti ástæða til“ að strika þau Baldvin og Sigr- únu út af kjörskrá þrátt fyrir athugasemdir um rétt þeirra í því efni, eins og segir í fundargerð hreppsnefndarinnar. Niðurstaða félagsmálaráðu- neytisins varð því sú, að þar sem þau Sigrún og Baldvin hefðu ekki verið á kjörskrá í Hafnarfirði fyr- ir kosningamar og þar sem ekki hafi verið að finna beina kröfu um að þau væm strikuð út af kjörskrá í Flateyjarhreppi í bréfí Nikulásar til hreppsnefndarinnar, þá hafi kjörstjórn hreppsins verið bæði rétt og skylt að taka til greina utankjörfundaratkvæði þeirra. Engir þeir gallar hafi því verið á kosningunni sem leitt gátu til ógildingar hennar. - ÓV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.